Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 8.–11. apríl 201622 Fólk Viðtal og pabbi hættu að vera fátæk. Það var mjög erfitt. Ég fraus hálfpartinn og táraðist. Þurfti að fara afsíðis. Ég tengdi svo vel við það sem hún var að segja, enda hafði ég sjálfur upp­ lifað fátækt. Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa stelpu. Ef hún hafði svona ofurtrú á því að ég gæti gert eitthvað fyrir hana þá vildi ég helga líf mitt því að nota rödd mína fyrir börn sem hafa enga rödd. Búa til fal­ legan töfraheim fyrir börn þar sem þau geta fundið sjálfstraustið og lært að láta drauma sína rætast. Töfrar eru ekki bara spilagaldrar og sjón­ hverfingar. Ef maður trúir á töfra þá gerast kraftaverk. Og maður verður sjálfur að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður ert að gera, annars ger­ ist ekkert.“ Átti fjörutíu jakkaföt Eftir námskeiðið á Skagaströnd tók Einar Mikael þá ákvörðun að einbeita sér alfarið að fjöl­ skylduskemmtunum og hætta að skemmta drukknu fólki á árshátíð­ um. Hann fann strax að það hent­ aði honum miklu betur. Og hjólin fóru að snúast. Allt í einu var hann farinn að framleiða sjónvarpsþætti, kominn með þrjár vörulínur, gaf út bækur og stofnaði galdraskóla sem tólf þúsund börn hafa sótt. Öll börn vissu hver hann var og skyndi­ lega var hann orðinn heimsfrægur á Íslandi. Hann segist þó ekki hafa gert neitt af þessu til að græða pen­ inga. „Málið er að þegar maður er hæfileikaríkur og góður í því sem maður er að gera þá er fólk reiðu­ búið að borga töluvert fyrir það. En ég er ekki ríkur maður af peningum. Ég er hamingjusamur.“ Að því sögðu getur blaðamaður ekki stillt sig um að spyrja hreint út: „Ertu ekki orðinn ríkur af þessu?“ Hann brosir við spurningunni og velur orðin af kostgæfni. „Það er erfitt að mæla hvað það er að vera ríkur. Það sem ég hef skilið eftir mig er svo dýrmætt. Ég veit að ég hef hjálpað mörgum og það skiptir mig mestu máli. En ég er ekki veraldlega ríkur. Ég á ekki fullt af húsum eða sjóð á Tortola. Á tímabili átti ég allt of mikið af hlutum sem þjónuðu eng­ um tilgangi. Ég átti til dæmis fjörutíu jakkaföt en notaði fimm. Ég hugsaði með mér að ég hefði ekkert að gera við svona mörg jakkaföt svo ég gaf þau öll, nema þessi sem ég notaði. Það er nefnilega þannig að því meira sem maður á þá fer meiri orka í að berjast fyrir því. Eftir því sem lífsstíll­ inn verður dýrari verður erfiðara að viðhalda honum. Þá fer meiri tími í að vinna fyrir öllum þessum hlutum og það verður minni tími fyrir mann sjálfan og til að skapa. Þannig mæli ég ríkidæmi.“ Ekki nægilegur áhugi á Íslandi Og nú ætlar Einar Mikael að leggja land undir fót og flytjast til Danmerk­ ur þar sem hann hyggst halda áfram að skapa og hjálpa öðrum. Hann er búinn að undirbúa fyrirlestur fyrir börn sem nefnist Töfraheimur­ inn minn, sem gengur út á að hann kenni börnum að búa til sinn eigin töfraheim. „Það sem við lærum í skóla er svo lítið brot af því sem við þurfum að kunna í lífinu og svo eigum við að komast í gegnum lífið með þá þekk­ ingu. Mig langar til að segja börnum frá því hvernig ég sigraðist á öllu því sem ég þurfti að ganga í gegnum. Og kenna þeim hvernig það er hægt. Hvernig maður á að eltast við drauma sína og hafa trú á sjálfum sér. Ég hef fengið að vinna þetta verkefni með tveimur grunnskólum og hef náð stórkostlegum árangri. Ég trúði varla umbreytingunni á sumum krökkun­ um,“ segir hann stoltur af verkefninu. En þrátt fyrir góðan árangur hefur hann ekki skynjað nægilegan áhuga á verkefninu hér á landi, hvorki hjá skólayfirvöldum né foreldrum. „Það er eiginlega búið að stoppa mig af og ég get ekki haldið áfram með það sem ég er að gera. Ekki eins og ég hefði vilj­ að.“ Það er ástæðan fyrir því að Ein­ ar Mikael ætlar að freista gæfunnar í Skandinavíu. Hann hefur kynnt verk­ efnið fyrir skólayfirvöldum víða um Skandinavíu og vel hefur verið tekið í hugmyndina. „Ég hef ekki haft undan að svara fyrirspurnum og eftirspurn­ in er mikil. Ég vil því einbeita mér að þessu núna. Kenna börnum ákveðna tækni sem þau geta nýtt sér alla ævi.“ Einar Mikael viðurkennir að hann sé spenntur að halda af landi brott. Hann hlakkar til að læra dönskuna betur og vonandi eignast danska kærustu. „Síðustu sjö ár hef ég ekki gefið mér tíma til að vera í sam­ bandi en nú er ég tilbúinn að verða yfir mig ástfanginn. Ég vil gera allt hundrað prósent og nú finn ég að ég er tilbúinn að vera til staðar fyrir góða konu.“ Kveðjusýning á heimsmælikvarða Töframaðurinn ætlar þó ekki að láta sig hverfa frá Íslandi án þess að kveðja aðdáendur sína. Hann ætlar að blása til heilmikillar kveðjusýn­ ingar á heimsmælikvarða. „Mér fannst ég verða að gera eitthvað stórt. Michael Jackson tók „This is it“­sýningu og ég ætla að gera eitthvað svipað, taka Einar Mika­ el „This is it“,“ segir töframaðurinn og hlær. „Þetta er ein sýning, sjö ár af töfrum, allt mitt besta og upplif­ un fyrir fólkið. Ég vil gefa fólki tæki­ færi til að sjá mig einu sinni enn og kveðja,“ segir Einar Mikael en sýn­ ingin verður í Bæjarbíói í Hafnarf­ irði dagana 29. apríl og 1. maí. „Svo hoppa ég bara út í maí. Það er allt tilbúið.“ n Ekki ríkur Einar Mikael segist ekki vera veraldlega ríkur. Hann er hamingjusamur og veit að hann hefur skilið eftir sig mikil- væga arfleið. Mynd Sigtryggur Ari „Ég man eftir að hafa hlaupið heim og það blæddi úr mér SJÓNMÆLINGAR LINSUR • GLERAUGU Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.