Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 38
30 Menning Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll aukaefni sem mér þykir kostur. Heiðdís Björk Helgadóttir Hávaðinn er fyrirboði um samfélagslegar breytingar n Njörður Sigurjónsson dósent rannsakar hljóðmenningu íslenskra mótmæla n Skoðar hljóðhelgi Alþingis og hávaða búsáhaldabyltingarinnar Í mótmælunum í kjölfar efna- hagshrunsins árið 2008 lömdu tugþúsundir Íslendinga saman eldhúsáhöldum til að skapa há- vaða og raska starfsfriði alþingis- manna, sem þeir sögðu ekki leng- ur starfa í umboði sínu. Þingmenn hlustuðu ekki á kröfur mótmæl- enda og því tóku þeir orðið, börðu á trommur, blésu í lúðra og öskruðu. „Að gefa frá sér kröftugt hljóð er eina tæki hins valdalausa, líkt og þegar ungabarn gefur frá sér öskur úr vöggu. Hávaði getur einnig orðið útrás fyrir orku, raungerving krafts sem býr undir niðri en hefur enga aðra staðfestinu,“ skrifar Njörður Sigurjónsson, dósent við Háskól- ann á Bifröst og einn aðstandenda námsleiðar í byltingarfræðum við skólann, í grein í síðasta hefti Ritsins. Hann hefur rannsakað hljóð- menningu og tengsl (ó)hljóða og valds, meðal annars inni á Alþingi og í mótmælum fyrir utan það. Hljóðhelgi þingsins rofin „Sjónmenning hefur fengið mikla athygli, það er myndlist, hönnun, kvikmyndir, sjónvarp og allt það sem við nemum með sjóninni. Hljóð- menning er aftur á móti það sem við nemum með eyrunum, hljóðbylgjur og allt það sem berst okkur til eyrna. Þegar hljóðmenning er skoðuð spyrjum við hvaða áhrif hljóð hefur á okkur, hvernig það er notað til að hafa áhrif og stjórna,“ útskýrir Njörð- ur fyrir blaðamanni. Hugtökum og hugmyndum hljóðmenningarfræða hefur hann meðal annars beitt til að velta fyrir sér skipulagi Alþingis. Hann segir að val á fyrsta þingstað landsins megi til dæmis útskýra með vísan til hljóm- burðar. „Á gamla þingstaðnum á Þing- völlum var góður hljómburður og hljóðið berst vel. Þegar Alþingishús- ið var byggt var strax lögð áhersla á að það yrði úr íslensku grjóti – grá- grýti. Þannig átti það að kallast á við Almannagjá og gamla þingstaðinn. En hlutverk grjótsins breyttist, úr því að vera til hljóðmögnunar yfir í það að halda utan um og vera verndandi, það er orðið að einhvers konar virk- isveggjum til afmörkunar frá drullu- svaðinu og hávaðanum fyrir utan. Það tryggir að þingið hafi frið og sé út af fyrir sig,“ segir Njörður. Ástæðuna fyrir hinum ofsafengnu viðbrögðum við inngöngu nímenn- inganna svokölluðu í Alþingishúsið í desember 2008 segir hann með- al annars skýrast af því að þar voru hefðir um stýringu hljóðs inni í Al- þingishúsinu brotnar. „Það komst einn mótmælandi upp á þingpalla og náði að öskra þar yfir þingfundinn: „Drullið ykkur út!“ Stóra innbrotið var í rauninni þetta rof á hljóðhelgi þingfundarins, ógn- in sem stafar af hávaðanum,“ segir hann. Hávaði sem fyrirboði um sam- félagslegar breytingar Í greiningu sinni á búsáhalda- byltingunni styðst Njörður meðal annars við hugmyndir franska hag- fræðingsins Jacques Attali, sem hef- ur mikið velt fyrir sér virkni hljóðs og tónlistar. „Hann hefur í raun sett fram kenningu um hávaða sem eðli lífs- ins, og lítur þá á þögnina sem dauða. Samkvæmt honum eru átök stöðugt að eiga sér stað í samfélaginu milli þessara póla. Hávaði er mynd- hverfing fyrir það sem er óbeislað, það sem er úr takti, úr samhljómi við samfélagið. Samhljómurinn er það sem valdastéttirnar standa fyrir og þær reyna að halda aftur af hávað- anum, eða hinu ómstríða sem flæðir um samfélagið. Þá er hægt að skýra allt fyrirkomulag vestrænna samfé- laga út frá tilraunum til að bæla nið- ur hávaðann,“ segir Njörður. „Yfirvöld reyna að beisla hávað- ann og ná samhljómi. Þau aga hljóð- heiminn, skipta upp og ákveða hver hefur leyfi til að tala á hverjum tíma. Attali álítur tónlistina til dæmis vera eina tilraun til beislunar hávaðans, hún sé stýringartæki til að draga úr og aga framsetningu okkar á hljóð- um. En hann bendir á að stundum gjósi hið ómstríða upp og þá heyr- um við einhvers konar misræmi eða hávaða. Þetta getur líka átt sér stað í tónlistinni sjálfri, til dæmis þegar rokkið kom fram og síðar pönkið, en líka í tilraunum á tuttugustu öldinni innan þess sem er kallað klassísk tónlist. Þetta er þá fyrirboði um sam- félagslegar breytingar sem munu síðar koma fram. Hávaðinn brýtur sér leið og svo fylgja hinar eiginlegu breytingar,“ útskýrir Njörður. Vörubílstjórar slógu tóninn Út frá þessum kenningum hefur Njörður skoðað hvernig hávaðinn birtist í mótmælum á Íslandi, fyrst og fremst í kjölfar efnahagshrunsins, í búsáhaldabyltingunni svokölluðu. Hann segir að þá hafi Íslendingar í fyrsta skipti beitt hávaðanum á markvissan hátt í mótmælum. „Það má segja að vörubílstjór- ar hafi slegið tóninn með þessari markvissu beitingu hávaða, með því að þeyta flauturnar á bílunum sín- um fyrir utan Alþingishúsið og úti um allan bæ. Þeir byrja raunar að mótmæla 2005 en þeirra stóru mót- mæli voru á vormánuðum 2008. Þetta setur mark sitt svolítið á þessi hávaðamótmæli sem koma í kjöl- farið og springa sérstaklega út í jan- úar 2009,“ segir Njörður og bendir á að tilgangurinn með hávaðanum sem var skapaður með því að berja saman eldhúsáhöldum hafi verið að gera starf Alþingis ómögulegt. „Þó að margt í þessum mótmæl- um hafi vísað til gamalla hefða – þar voru lúðrasveitir, kórar, ræðuhöld og þögul mótmæli – þá má segja að þetta sé einstakt, að minnsta kosti á mínum líftíma, að áslætti hafi verið beitt á þennan hátt. Klassísk íslensk mótmæli hafa einkennst af því að þar er einhver með gjallarhorn, slag- orð eru hrópuð og mótmælasöngvar sungnir. Þeir hafa gegnt mikilvægu hlutverki en vægi þeirra hefur hins vegar minnkað að undanförnu, mót- mælasöngurinn var notaður til að leggja á minnið kröfurnar, dreifa boðskapnum og koma öllum á sömu síðuna, hvort sem það var „Ísland úr Nató!“ eða löng ljóð með öllum „Stóra innbrotið var í rauninni þetta rof á hljóðhelgi þingfundarins, ógnin sem stafar af hávaðanum. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hljóð og vald Njörður Sigurjónsson hefur rannsakað hljóðmenningu Alþingis og búsáhaldabyltingarinnar. „Þið eruð rekin“ Í mótmælunum undanfarna daga hefur takturinn orðið suðrænni og synkopt­ ískari. Trommur og lúðrar hafa verið áberandi og söngurinn: „Þið eruð rekin!“ Mynd SiGtryGGur Ari Andrúmsloftið þarf ekki að vera þrúgandi Aktívistahljómsveitin Innblástur Arkestra er opin É g man árið 2008 þegar allir voru að grípa í potta og pönnur, lemja á olíutunnur og allt það, þá hugsaði ég: Við erum þjóð sem erum heimsfræg fyrir tónlistar- fólkið okkar og erum með gott kerfi þar sem fólki er kennt að spila tón- list, hvar er allt fólkið sem er að spila á blásturshljóðfæri? Það vantaði þessi menningarfræ, og við erum reyna að vera partur af þessu nýja- brumi,“ segir Guðlaugur Hávarðar- son, einn meðlimur götuhljóm- sveitarinnar Innblástur Arkestra, sem hefur verið áberandi í mót- mælum undanfarinna daga með lúðrablæstri og söng. „Þetta er samfélagslega með- vitaður aktívistahópur. Sveitin er opin öllum og allir geta tekið þátt, óháð tónlistarkunnáttu. Við erum að berjast fyrir félagslegu réttlæti og við viljum gera tónlist aðgengi- lega fyrir alla. Markmiðið er að veita fólki sjálfstraust í krafti fjöldans. Þó að þú gerir mistök og þótt þú kunn- ir bara eina nótu, þá skiptir það ekki máli, því það eru tuttugu manneskj- ur þarna sem eru að spila lagið með þér og örugglega fimm aðrir að spila sömu laglínuna,“ segir hann. Guðlaugur segir að hluti af til- gangi sveitarinnar sé að spila á kröfugöngum, mótmælum og öðr- um viðburðum þar sem samfélags- leg barátta á sér stað. „Persónulega finnst mér tónlist mjög mikilvæg í mótmælasamhengi. Þótt maður sé að tala um alvarlega hluti og krefj- ast nauðsynlegra breytinga þá þarf andrúmsloftið ekki að vera þrúg- andi, alvarlegt og reitt. Þú getur not- ið þess – innan gæsalappa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.