Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2016, Blaðsíða 39
Menning 31Helgarblað 8.–11. apríl 2016 Hávaðinn er fyrirboði um samfélagslegar breytingar n Njörður Sigurjónsson dósent rannsakar hljóðmenningu íslenskra mótmæla n Skoðar hljóðhelgi Alþingis og hávaða búsáhaldabyltingarinnar kröfum verkalýðsins. Þetta verð­ ur hins vegar ekki jafn nauðsynlegt þegar við förum bara á netið til að fá þessar upplýsingar. Nú getum við séð að skiltin eru jafnvel orðið algjör vitleysa, þau eru sjálfstjáning en all­ ar kröfugerðir og boðskapur eru fyrst og fremst á netinu. Skiltin eru jafnvel bara vefslóð: kíktu á netið og sjáðu hvað við meinum,“ segir hann. Samkennd eða ofbeldi Trommutakturinn er þannig orð­ laus tjáning á óánægju, en á sama tíma þjappar hann fólki saman og það upplifir sterka samkennd. Þetta hefur einnig verið þróunin í mót­ mælum erlendis þar sem kröfurnar um hvað skuli taka við eru óljósar en eina skýra krafan er neitun á ríkjandi ástandi: þúsundraddað „Nei!“ sem tjáð er í karnivalískum mótmæla­ viðburðum. „Eftir fall kommúnismans hefur fólk spurt sig: hvers á alþýðan eða fólkið að krefjast? Hvert er gangan, stóra hreyfingin, að stefna og hvaða leiðir á að fara? Margir hafa haldið því fram að á okkar tímum sé ekki nein ein stór saga sem er sögð, ein stór krafa eða lausn sem er boðið upp á, heldur sameinast í mótmæl­ unum fjöldinn allur af umkvörtunar­ efnum og ólíkum kröfum. Þær eiga það þó sameiginlegt að segja „Nei!“ við ríkjandi ástandi, við kerfinu, við getum kallað það kapítalismann, stórfyrirtæki eða eina prósentið. Það er verið að berjast gegn valda­ elítunni og verið að biðja um aðrar leiðir, en nákvæmlega hver krafan er er ekki víst,“ segir Njörður. „Í mótmælunum 2009 var til dæmis engin samstillt krafa nema um að ríkisstjórnin og helstu persón­ ur segðu af sér, en það var enginn samhljómur um hvað ætti að gerast eftir það. Takturinn, áslátturinn, gaf hópnum hins vegar tækifæri til að sameinast – með því að láta hann hætta að segja það sem honum bjó í brjósti og bara berja, klappa og hrópa möntru: Vanhæf ríkisstjórn! Þetta sameinaði hópinn og gaf hon­ um afl til að hrekja stjórnina frá völd­ um,“ segir hann. En þó að margir þátttakendur álíti að takturinn og hávaðinn veiti þátt­ takendum samkennd eru aðrir sem óttast hann, enda túlka þeir hann sem ógn um ofbeldi eða jafnvel sem raunverulegt ofbeldi. „Þessi skoðun kemur meðal annars fyrir í skýrslu Geirs Jóns Þóris­ sonar, lögreglustjóra og varaþing­ manns Sjálfstæðisflokks, og áhuga­ verðri grein Sigurðar Líndal, auk nokkurra bóka sem fjölluðu um at­ burðina. Þar er hávaðinn oft túlkaður sem fyrirheit um frekari beitingu of­ beldis – þá eru sleifarnar táknrænar fyrir það áhald sem hægt væri að nýta til annarra hluta. Í rannsókn Ingólfs V. Gíslasonar á upplifun lögreglu­ manna sem stóðu í mótmælunum kemur líka fram að nokkuð var um að verið væri að berja á hjálma og skildi lögreglumanna. Þá var áslátturinn orðin ofbeldisaðgerð, hluti af líkam­ legu ofbeldi. Hávaði hefur auðvitað líka alveg gríðarlega mikil áhrif á okk­ ur. Við höfum tilhneigingu til að líta framhjá því hversu mikil áhrif hljóð og hljóðmenning hefur á manneskj­ una, bæði líkamlega og sem hluti af menningu og túlkunarkerfi,“ segir Njörður. Víggirðing verður að hljóðfæri Telur þú að beiting hávaðans sé orðinn fastur liður í íslenskum mót­ mælum í kjölfar búsáhaldabyltingar­ innar? „Það lítur út fyrir það að hávaða­ beiting sé orðin hluti af íslenskri mót­ mælamenningu. Þetta sást til dæmis 17. júní í fyrra, þegar fólk hringlaði í lyklum. Við sjáum það líka í mót­ mælunum núna, þegar hugtök eins og „tunnumótmæli“ eru orðin eitt­ hvað sem að allir skilja.“ Styrkur hávaðans felst í því að hann smýgur inn í hús og skipulags­ heildir og truflar aðgreiningu. En bregst valdið ekki alltaf á einhvern hátt við – mun arkitektúr valdastofn­ ana eins og Alþingis ekki þróast í framtíðinni til að koma í veg fyrir rask af hávaðanum? Eins og borgar­ skipulag Haussmanns Baróns í París tók mið af því hvernig best væri að berja niður mögulegar uppreisnir al­ þýðunnar, til dæmis með breiðstræt­ um sem rúmuðu skriðdreka og með hellusteinum sem ekki var hægt að nota sem vopn. „Jú, það hefur til dæmis verið við­ leitni til að aðgreina meira milli mót­ mælenda og alþingismanna með stífari takmörkunum á því hvað maður getur gert til að komast upp á þingpalla. Þá eru þessi stóru grind­ verk sem hafa verið að taka stærra og stærra svæði á Austurvelli í mót­ mælunum. En það óvænta sem gerð­ ist þar var auðvitað að þau virka sem frábært ásláttarhljóðfæri. Mótmæl­ endur þurfa ekki einu sinni að taka áhöld með sér lengur, þeir mæta bara og sparka í grindverkið. Það er allt reynt til að beisla hávaðann, en hjá Attali, að minnsta kosti, er þetta díalektísk hugmynd. Hávaði gýs upp en svo mætir kerfið, tónlistin sjálf og dregur hávaðann inn. Rokkið hætt­ ir að vera álitið hávaði, er viður­ kennt, verður að listformi, og geldist. Þá kemur eitthvað nýtt. Það fer svo­ lítið eftir því hversu svartsýnn mað­ ur er hvernig maður lítur á þessa þróun. Ég er hins vegar voða Hega­ listi í þessu og bjartsýnn á framþró­ un,“ segir Njörður. n Víggirðingin gott hljóðfæri Lögregla beitir ýmsum tólum til að verja Alþingishúsið, meðal annars girðingu sem hefur nýst sem gott ásláttarhljóðfæri fyrir mótmælendur. Mynd Sigtryggur Ari Barið í pott Í grein í Ritinu í fyrra rekur Njörður þann sið að berja á potta og pönnur til mótmæla árið 1971, þegar landsmenn börðu á búsáhöld á götum úti til að mót- mæla vöruskorti. Pottaslátturinn dreifðist um Suður-Ameríku eftir mótmæli í Argent- ínu 2001 og varð svo áberandi víða um heim eftir efnahagshrunið 2008. Mynd HeiðA HelgAdóttir „Yfirvöld reyna að beisla hávaðann og ná samhljómi. Þau aga hljóðheiminn, skipta upp og ákveða hver hefur leyfi til að tala á hverjum tíma. Hávaði og/eða ofbeldi Frá mótmælum í janúar 2009. Mynd Stefán KArlSSon Blástur Götulúðrasveitin Innblástur Arkestra hefur verið áberandi í mótmælunum undanfarna daga. Mynd Sigtryggur Ari Andrúmsloftið þarf ekki að vera þrúgandi öllum, óháð kunnáttu Hann hvetur þá alla til að koma og vera með í hljómsveitinni, bæði á mótmælum og æfingum, en upp­ lýsingar um æfingatíma má finna á Facebook­síðu sveitarinnar. „Lögin sem við erum að spila eru mjög ein­ föld og með mjög einfalda hljóm­ agrunna. Ef fólk hefur einhvern grunn á hljóðfæri, þá er það mjög fljótt að pikka þetta upp. En ef það hefur engan grunn, þá eru margir á staðnum til að hjálpa. Fólk þarf ekk­ ert að vera hrætt.“ n kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.