Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Page 8
8 Fréttir Vikublað 3.–5. maí 2016 Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Mögulegt gengi við sölu** Það sem færi til stjórnvalda Það sem færi til kröfuhafa 0,6 85 16 0,7 91 27 0,8 96 38 0,9 104 47 1 113 55 Sala á 87% hlut í Arion banka* *Miðað við eigið fé Arion banka er sá hlutur bókfærður á 168 milljarða **Sölugengi miðað við bókfært eigið fé bankans. Leita til íslenskra ráðgjafa vegna sölu á Arion banka n Kaupþing fundar með íslenskum fjármálafyrirtækjum n Salan á forræði erlendra stjórnarmanna S tjórn Kaupþings hyggst fá til sín íslenska ráðgjafa til að aðstoða við sölu á 87% eignarhlut félagsins í Arion banka. Á næstu dögum mun Kaupþing eiga fundi með innlend- um fjármálafyrirtækjum sem hafa sóst eftir að veita félaginu ráðgjöf við fyrirhugaða sölu á bankanum en í þeim hópi, samkvæmt heimildum DV, eru meðal annars Arctica Fin- ance, Virðing og Kvika fjárfestinga- banki. Arctica Finance og Virðing áforma að vinna að verkefninu í sameiningu. Þeir íslensku ráðgjafar sem verða fengnir til að vinna að söluferlinu munu bætast í hóp með banda- ríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley en hann hefur á undanförn- um mánuðum og misserum starf- að fyrir Kaupþing í tengslum við undirbúning á sölu á hlut félags- ins í Arion banka. Ljóst er að um er að ræða gríðarlega stórt ráðgjafar- verkefni sem gæti skilað þeim fjár- málafyrirtækjum sem munu aðstoða Kaupþing við söluferlið umtalsverð- um tekjum. Miðað við bókfært eig- ið fé Arion banka í árslok 2015 er 87% hlutur Kaupþings metinn á 168 milljarða króna. Á síðustu mánuðum hefur hópur lífeyrissjóða, sem er leiddur af stærstu lífeyrissjóðum lands- ins, átt í óformlegum viðræðum við slitastjórn Kaupþings um kaup á hlut í Arion banka. Fjármálaráðgjafar líf- eyrissjóðanna, íslenska ráðgjafar- fyrirtækið Icora Partners, fékk fyrr á þessu ári aðgang að rafrænu gagna- herbergi til að kynna sér ítarlegar upplýsingar um fjárhag um rekst- aráætlanir bankans á komandi árum. Viðræðurnar hafa hins vegar lítið þokast áfram eftir að slitastjórn Kaupþings lauk formlega störfum sínum og ný stjórn var kjörin til að stýra félaginu um miðjan mars síð- astliðinn. 370 milljarða eignir Stjórnarformaður Kaupþings er bandaríski lögmaðurinn Alan J. Carr en aðrir sem skipa stjórnina eru Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, Paul Copley, breskur endurskoðandi, og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlög- maður og fyrrverandi formaður slitastjórnar. Ásamt því að vera stjórn- armaður gegnir Paul Copley stöðu framkvæmdastjóra Kaupþings. Horf- ið var frá því að ráða Matthew Turn- er, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Merrill Lynch, til að stýra Kaupþingi eftir nauðasamning, eins og áður hafði verið áformað. Samkvæmt heimildum DV verð- ur söluferlið á Arion banka einkum á forræði erlendra stjórnarmanna Kaupþings auk þess sem Banda- ríkjamaðurinn John P. Madden mun starfa náið með stjórn bankans í tengslum við þá vinnu. Var hann fenginn til liðs við Kaupþing fyrir tilstuðlan Keith Magliana, sjóðs- stjóra hjá vogunarsjóðnum Taconic Capital, langsamlega áhrifamesta eiganda Kaupþings. Eignir félags- ins námu um 370 milljörðum í lok síðasta árs og munar þar mestu um hlutinn í Arion banka sem er met- inn sem fyrr segir á um 168 millj- arða. Hugmyndir helstu eigenda Kaupþings gera ráð fyrir því að er- lendar eignir félagsins, einkum fast- eignir og eignarhlutir í breskum fé- lögum, verði seldar hraðar en áður var ráðgert, líklega innan tólf til átján mánaða. Steinar eftirlitsmaður Íslenska ríkið á sem kunnugt er gríðarlegra hagsmuna að gæta við sölu á Arion banka vegna afkomu- skiptasamnings sem gerður var við kröfuhafa slitabúsins í fyrra samhliða því að þeir féllust á stöðugleikaskil- yrði stjórnvalda. Ef hlutur Kaupþings verður seldur í samræmi við núver- andi bókfært eigið fé Arion banka þá mun ríkið fá um 113 milljarða króna í sinn hlut. Kröfuhafar Kaup- þings myndu á móti fá um 55 millj- arða króna og er þeim heimilt að skipta allri þeirri fjárhæð í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi. Söluand- virðið sem rennur til ríkisins verður hins vegar ríflega 90 milljarðar ef hluturinn selst á gengi sem nemur 0,7 miðað við bókfært eigið fé en það er núna tæplega 193 milljarðar. Fyrir utan 87% eignarhlut Kaupþings þá á ríkið 13% hlut í bankanum. Til að gæta að þessum hagsmun- um stjórnvalda þá var um það samið að þau myndu hafa á að skipa sér- stökum eftirlitsmanni inni í Kaup- þingi til að fylgjast með söluferlinu. Eftirlitsmaður stjórnvalda er hæsta- réttarlögmaðurinn Steinar Þór Guð- geirsson en hann var formaður skilanefndar Kaupþings á árunum 2008 til 2012. Steinar hefur unnið sem ráðgjafi fyrir Seðlabanka Ís- lands undanfarin misseri og situr meðal annars í stjórnum margra fé- laga sem voru framseld til ríkisins í byrjun þessa árs sem hluti af stöð- ugleikaframlagi kröfuhafa gömlu bankanna. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.