Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Page 12
12 Fréttir Vikublað 3.–5. maí 2016
É
g var nýlega upplýstur um
að ég hefði verið dæmdur til
dauða í Íran. Ástæða dóms-
ins er sú að ég yfirgaf íslam og
gerðist kristinn. Slíkt er strang-
lega bannað í heimalandi mínu og ef
ég sný aftur þangað þá verð ég um-
svifalaust hengdur,“ segir Morteza
Songolzadeh, 36 ára gamall Írani,
sem sótti um hæli hérlendis fyrir um
níu mánuðum. Fyrir rúmum mánuði
úrskurðaði Útlendingastofnun að
hann skyldi sendur til Frakklands á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn-
ar. Hann telur yfirgnæfandi líkur á að
Frakkar sendi hann aftur til Írans þar
sem hann á dauðann vísan.
Leynd yfir skírn
Dauðadóminn hlaut Morteza vegna
þess að hann yfirgaf íslam og gekk
kristni á hönd. „Ég átti erfiða æsku.
Faðir minn og eldri bróðir börðu
mig reglulega til óbóta ef ég var ekki
mættur í bænastund í dagrenningu.
Það fékk mig til að íhuga af hverju
það væri svona mikið ofbeldi í íslam
á meðan það virtist vera mun meiri
ást og kærleikur í öðrum trúarbrögð-
um,“ segir Morteza.
Hann þráði að upplifa annan
veruleika og árið 2006 hélt hann til
Indlands til þess að klára masters-
gráðu í enskum bókmenntum. Þar
upplifði hann frelsi í fyrsta sinn.
„Indland er magnað land. Þar getur
þú séð hof hindúa, mosku, kirkju
og samkunduhús gyðinga í grennd
hvert við annað og fólk getur ræktað
sína trú án þess að óttast,“ segir hann.
Á Indlandi fékk Morteza rými til þess
að kynna sér önnur trúarbrögð og
eftir að hafa kynnst Biblíunni og frá-
sögnum af Jesú Kristi þá ákvað hann
að gangast undir skírn. Mikil leynd
var yfir gjörningnum enda mátti
enginn vita af leyndarmáli hans. Ef
íranskir samnemendur hans hefðu
komist að hinnu sanna hefðu þeir
látið íranska sendiráðið í Mumbai
„Ég vil
bara fá
að lifa
í friði“
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
n Morteza Songolzadeh var dæmdur til dauða í Íran fyrir að ganga
kristni á hönd n Vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar„Ég sæki
kirkju
reglulega og hef
verið að kynna
kristna trú fyrir
öðrum
Samansaumaðar varir Í mars síðastliðnum mótmæltu íranskir flóttamenn skelfilegum að-
stæðum sínum í flóttamannabúðum í Calais. Það gerðu þeir með því að sauma saman varir sínar.
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð