Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Side 17
Helgarblað 29. apríl–2. maí 2016 Kynningarblað - Bón og bílaþvottur 3 Bíllinn þarf líka að vera fallegur að innan Dr. Leður sérhæfir sig í litun og viðgerðum á leðuráklæðum og selur rómuð Dr. Leður hreinsiefni V ið þrífum, lögum og litum leðurhúsgögn og inn­ réttingar í bílum. Við sjá­ um um öll flugvélasætin fyrir Icelandair, sjáum um allt fyrir Alþingi í þessum efnum, þjónustum flestar húsgagnaversl­ anir í bænum, bílaumboðin, bíla­ sala og svo framvegis,“ segir Ólafur Geir Magnússon, eigandi fyrirtæk­ isins Dr. Leður. Ólafur Geir er lærð­ ur húsgagnabólstrari og hefur sér­ hæft sig í viðgerðum á leðri síðan árið 1992. Hann stofnaði Dr. Leður árið 2008 og fyrirtækið hefur dafn­ að mjög síðan. Meðal annars er Dr. Leður mjög framarlega í viðgerðum á bílsætum sem víða er mikil þörf fyrir. Dr. Leður leðursápa og leðurnæring Auk þess að sérhæfa sig í litun og viðgerðum á leðursætum í bílum og leðurhúsgögnum þá selur Dr. Leður hreinsiefni og næringu fyrir leður sem nauðsynlegt er að bera á til að lengja líftíma leðursins. Með þess­ um efnum öðlast leðrið nýtt líf. Hér er um að ræða Dr. Leður leðursápurnar og leðurnæringu. Vörurnar njóta mikillar hylli meðal þeirra sem þurfa að þrífa leður og hróður þeirra eykst sífellt: „Í hvert einasta skipti sem ein­ hver kaupir þetta af mér veit ég að ég er búinn að eignast framtíðar­ viðskiptavin vegna þess að fólk notar þetta alltaf aftur. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir. Vörurnar eru seldar í ýmsum húsgagna­ verslunum, til dæmis í Línunni og Heimahúsinu, auk þess í Toyota Akureyri og víðar. Þá kaupa margir efnin hjá Dr. Leður, Krókhálsi 4, 110 Reykjavík. Langamma gaf tóninn Almenningur leitar mikið til Dr. Leður vegna innréttinga og sæta­ áklæða í bílum: „Þetta byrjar á að fólk kemur og sýnir mér bílinn. Í mörgum til­ vikum getur það þrifið sjálft, feng­ ið mína frábæru Dr. Leður sápu og næringu til að græja þetta. En svo er þarf stundum að skipta um kanta – það er oft sem kantarnir eru ónýtir eftir að sest er inn í bílinn og stigið úr honum – þá getum við gert það – og að sjálfsögðu þrífum við líka bíl­ inn ef bíleigendur vilja það.“* Ólafur Geir segir mjög mikilvægt að halda bílum hreinum að innan: „Það er nauðsynlegt að bera á bílinn og þrífa hann um það bil tvisvar á ári. Ég nota oft frasann sem langamma sagði einu sinni við mig þegar ég var lítill: „Óli minn, það er ekki nóg að vera fallegur að utan.““ Það er stutt í glensið hjá Ólafi en öllu gamni fylgir alvara og ljóst er að dæmisagan um langömmuna fangar vel mikilvægi þess að hirða vel um bílinn sinn, jafnt að innan sem utan. n Dr. Leður Krókhálsi 4, 110 Reykjavík Sími: 824-1011 www.drledur.is Dr. Leður á Facebook UNDRI: 100% vistvæn hreinsiefni Þ að er mörgum fagnaðar­ efni að nú eru komin á markaðinn hreinsiefni sem eru í senn mjög áhrifa­ mikil og 100% vistvæn – eru með öllu óskaðleg mönnum og náttúrunni. Hreinsiefnin standast kröfur OECD um hratt niðurbrot í náttúrunni. Þau má nota til dæmis í sjávarútvegi, fiskvinnslu og mat­ vælaframleiðslu almennt. Ekki spillir fyrir að þessi hreinsi­ efni eru íslensk framleiðsla. UNDRI ehf. er staðsett að Stapabraut 3a í Reykjanesbæ en eigandi fyrirtækis­ ins og stofnandi er Sigurður Hólm Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri. UNDRI ehf. hefur þá umhverfis­ stefnu að hafa sem minnst um­ hverfisáhrif með starfsemi sinni og í þeim anda eru hreinsiefnin þróuð og framleidd. Undri er efni sem þróað var með það í huga að nýta fitu sem félli til í matvælaiðnaði til að gera hreinsiefni sem nýtast mætti í iðnaði almennt til að hreinsa olíu og tjöru. Það tókst með ágætum og er það nú víða notað til þvotta í iðnaði, við tjöruþrif á bifreiðum og einnig sem penslasápa fyrir olíu­ málningarpensla. Í ljós hefur kom­ ið að efnið virkar dável í loðnu­ bræðslum og hefur ótvíræða kosti fram yfir önnur efni þar sem sýru­ stig þess er mun lægra og því veld­ ur það engri tæringu í málmum, svo sem áli. Starfsmenn SR­mjöls í Helguvík hafa mikla reynslu af þessu efni, en þeir hafa notað það til allra þrifa í vel á þriðja ár. Á vandaðri heimasíðu UNDRA ehf., undri.is, er að finna ítarlegar almennar upplýsingar um UNDRA hreinsiefnin og hvað aðgreinir þau frá hefðbundnum hreinsiefnum. Þar eru einnig sértækar upplýs­ ingar um hverja og eina vöru og góð vefverslun þar sem panta má vörurnar. Vörutegundirnar eru UNDRI penslasápa, iðnaðarhreinsilögur, tjöruhreinsir, línusápa, bletta­ hreinsir, garðahreinsir, flísahreinsir, kvoðuhreinsir og bílasápa og bón. Penslasápan hefur til dæmis þá kosti að mun fljótlegra er að þrífa málningu úr penslum og ekki þarf að margskola pensilinn und­ ir vatni. Einnig ýfast hárin ekki á penslinum þó að hann sé marg­ þveginn með efninu. UNDRI iðnaðarhreinsilögurinn er afar kröftugt hreinsiefni til sjós og lands og inniheldur engin leysi­ efni. UNDRI tjöruhreinsir er afar áhrifaríkur við að hreinsa tjöru og önnur óhreinindi af bílum, vélum og tækjum, en efnið inniheldur í senn tjöruhreinsi, sápu og bón. UNDRI flísahreinsir fjarlægir alla fitu auðveldlega, þar með talda húð­ og matvælafitu. Hann skilur eftir sig þunna fituhúð sem gefur gljáa. UNDRI flísahreinsir mattar hvorki flísar, ál né stál því hann er hvorki súr né basískur og sýru­ stig hans er ph7,7. Sem fyrr segir eru ítarlegar og afar greinargóðar upplýsingar um allar vörurnar á heimasíðunni undri.is og þar má panta vörur. n UNDRI ehf. Stapabraut 3a 260 Reykjanesbær Opið kl. 9–16 alla virka daga en lok- að í hádeginu Símar: 421-6574 og 821-6574 Netfang: undri@undri.is Sápa og næring Dr. Leður leðursápa og leðurnæring þykja vera undra- góðar hreinsivörur fyrir leður. Fyrir og eftir Bílsæti og stýri. Fyrir og eftir Ótrúlegur árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.