Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Qupperneq 22
18 Menning Vikublað 3.–5. maí 2016 Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Maí tilboð - 20% afsláttur af öllum vax meðferðum “Hér er æðislegt tilboð frá æðislegum stelpum”. L istasafn ASÍ mun selja hús­ næði sitt að Freyjugötu 41, þar sem safnið hefur verið til húsa undanfarna áratugi, og hættir um leið sýningarstarf­ semi. Safnið mun aftur á móti ein­ beita sér að því að sýna safneignina á öðrum vettvangi. „Það er minnkandi stuðningur hins opinbera sem leikur stærst hlutverk. Tekjur safnsins hafa dreg­ ist verulega saman,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar Listasafnsins. Vilja sinna safneigninni Listasafn ASÍ er í eign Alþýðusam­ bands Íslands og var stofnað árið 1961 utan um safneign iðnrekand­ ans og bókaútgefandans Ragnars Jónssonar í Smára, sem hann gaf Alþýðusambandinu. Síðan þá hefur safnið fengið fjölda verka að gjöf, meðal annars frá Kristni Péturssyni listamanni, Margréti Jónsdóttur, ekkju Þórbergs Þórðar­ sonar, og Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars Guðnasonar, auk þess að kaupa íslenska samtímalist. Ár­ lega hafa verið haldnar 10 til 15 sýningar í sölum safnsins. „Okkur er ætlað að hafa safn­ eignina sýnilega fyrir almenn­ ing, en núverandi tekjur standa ekki undir rekstri húsnæðisins,“ útskýrir Guðrún. „Í stað þess að reka listasafn þar sem aðrir geta sýnt í, ætlum við því að einbeita okkur að því að sinna safneigninni. Við ætlum að hætta rekstri safnsins, að sinni að minnsta kosti, í núverandi húsnæði og finna aðrar leiðir til að auka sýnileika safnkostarins. Safnið verður flutt í annað hús­ næði án sýningarsalar og fyrir­ komulagið verður með öðru sniði – sem við eigum þó enn eftir að finna út úr,“ segir Guðrún. „Hvort verkin verði sýnd í eigin húsnæði safnsins eða á öðrum stað, til dæmis með samkomu­ lagi við önnur söfn, á eftir að koma í ljós. Við gerum ekki ráð fyrir að það verði minni sýnileiki eftir að við hættum að reka bygginguna, því við höfum í raun bara haft eina eða tvær sýningar á ári úr safn­ eigninni. Með þessum hætti get­ um við sinnt því betur og leitað leiða til að sýna víðar,“ segir hún. Lítið af styrkjum Guðrún segir ástæðuna fyrir rekstrar vanda safnsins vera minnk­ andi styrki frá hinu opinbera. „Við fáum lítið af styrkjum frá ríki og borg og við seljum ekki inn á safnið. Staðan var bara með þeim hætti að við töldum eðlilegt að staldra við og endurmeta með hvaða hætti við ættum að gera þetta.“ Aðspurð segir hún það ekki hafa verið talið líklegt að aðgangs­ eyrir gæti bætt rekstrarstöðuna, en gesti safnsins segir hún hafa verið á milli þrjú og fjögur þúsund á ári undanfarin ár. Freyjugata 41 hýsti áður vinnu­ stofu og íbúð Ásmundar Sveins­ sonar myndhöggvara en safnið keypti húsið fyrir rúmum tveimur áratugum. „Okkur þykir mjög vænt um þetta hús og okkur þykir mjög mikilvægt að því verði sýndur sá sómi sem því ber. Það er engin launung að ef við fengjum stuðn­ ing til að reka starfsemina í þessu húsnæði þá værum við ekki í þessari stöðu,“ segir Guðrún. n Listasafn ASÍ hættir sýningarstarfsemi Selur Ásmundarsal og einbeitir sér að því að sýna safneignina S telpur rokka! og hjálpar­ samtökin Sól í Tógó standa um þess­ ar mundir fyrir hljóð­ færasöfnun fyrir stelpurokkbúðir sem verða í Afr­ íkulandinu Tógó í ágúst. Rokkbúð­ irnar, sem eru á vegum tógóskra tónlistarkvenna, eru fyrir stelpur á aldrinum 13 til 20 ára. „Þetta eru fyrstu rokkbúðirnar í Tógó af þessu tagi,“ segir Margrét Hugadóttir, einn af aðstandendum Stelpur rokka! Auk stelpurokkbúða og ýmissa viðburða hér á landi hafa samtökin Stelpur rokka! tekið þátt í að halda rokkbúðir í Grænlandi og Færeyjum í samstarfi við þarlendar tónlistarkonur. Tvær úr hópnum munu ferðast til Tógó í sumar til að ráðleggja skipuleggjendum rokk­ búðanna um skipulag og þjálfun sjálfboðaliða sem munu taka þátt í búðunum. Þessa dagana standa þær svo fyrir hljóðfærasöfnun fyrir tógósku rokkstelpurnar. Framboð af raf­ magnshljóðfærum í landinu er lítið og því hvetja samtökin Íslendinga til að gefa hljóðfæri til búð­ anna: rafmagnsgítara, og ­bassa, magnara, hljómborð, trommusett og míkrófóna. „Við þyrftum helst að ná að safna hljóðfærum fyrir fjórar hljómsveit­ ir, en í rokkbúðunum er miðað við að í einni hljómsveit sé gítar, bassi, hljómborð og trommur. Við vitum að fínustu hljóðfæri leynast í geymslum og hirslum á Íslandi, sem keypt voru í góðri trú en liggja svo ónotuð í myrkrinu og rykfalla. Við bjóðumst því til að frelsa þessi hljóðfæri og veita þeim endurnýj­ un lífdaga í rokkbúðunum í Tógó,“ segir Margrét. Hægt er að koma með hljóð­ færin í Tónastöðina, Skipholti 50D fram til 7. maí. n Tógóskar stelpur rokka með íslensk hljóðfæri Stelpur rokka! hvetja Íslendinga til að gefa rafmagnshljóðfæri Loka og selja húsið Listasafn ASÍ hættir sýningarstarfsemi og selur Ásmundarsal. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Safnið verður flutt í annað hús- næði án sýningarsalar og fyrirkomulagið verður með öðru sniði. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Menningarverðlaun DV Stelpur rokka! hlutu Menningarverðlaun DV 2015, en hér sjást tveir aðstandendur samtakanna taka við verðlaununum. MynD ÞorMar ViGnir Gunnarsson rokkað í Tógó Tógóska kvennasveitin Orchestra Bella Bellow mun standa að rokkbúðum fyrir ungar stúlkur í Tógó í samstarfi við Stelpur rokka!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.