Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Page 2
Helgarblað 15.–18. júlí 20162 Fréttir
( 893 5888
Persónuleg
og skjót
þjónusta
þú finnur
okkur á
facebook
Metþátttaka
í Símamóti
Breiðabliks
Metþátttaka verður í Síma-
móti Breiðabliks sem hófst í gær,
fimmtudag, og stendur fram á
sunnudag. Mótið er fyrir 5., 6. og
7. flokk kvenna og hefst keppni að
morgni föstudags. Mótsslit verða
síðdegis sunnudaginn 17. júlí. Um
2.100 iðkendur, í um 300 liðum
og frá 40 félögum, eru skráðir til
leiks og er mótið því það stærsta
til þessa og um leið stærsta
knattspyrnumót landsins.
Allir leikir í mótinu fara fram á
völlum á félagssvæði Breiðabliks,
bæði úti og í Fífunni.
„Við getum ekki annað en verið
í skýjunum en það er metþátttaka
í mótinu að þessu sinni. Kepp-
endur verða á þriðja þúsund svo
það verður mikið fjör og gaman í
Dalnum alla helgina. Það er bara
vonandi að veðurguðirnir verði
okkur hliðhollir en það er mikil
tilhlökkun og skemmtilegir dagar
fram undan. Við eigum von á milli
10–15 þúsund manns í Dalinn í
tengslum við mótið,“ sagði Borg-
hildur Sigurðardóttir, formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks.
„Hún er lent í vítahring“
Konan, sem sveik fé út á útför lifandi móður sinnar, glímir við andleg veikindi og spilafíkn
H
ún var búin að biðja alla
samnemendur sína um lán
og margir urðu við því. Yf-
irleitt voru þetta lágar upp-
hæðir. Hún endurgreiddi
peningana í fæstum tilvikum og því
var hún ekkert sérstaklega vinsæl í
skólanum,“ segir gamall bekkjarfé-
lagi konu hvers gjörðir komust í há-
mæli í byrjun vikunnar þegar DV
fjallaði um að hún hefði fengið Jó-
hann Guðna Harðarson til þess að
lána sér pening fyrir útför lifandi
móður sinnar. Konan er á fertugs-
aldri. Faðir hennar segir hana glíma
við andleg veikindi og spilafíkn. Um-
fjöllunin kom fjölskyldunni á óvart
en faðirinn vonar að dóttir sín leiti
sér hjálpar og nái að snúa blaðinu
við. Fjölskyldan muni styðja hana til
þess.
Bar harm sinn á torg fyrir fram-
an nemendur
Konan hefur undanfarin misseri
stundað nám í kennslufræðum á há-
skólastigi en tók hlé á námi þegar
hún fékk starf við grunnskóla einn á
höfuðborgarsvæðinu. Þar var henni
falin umsjón yfir bekk á barnaskóla-
stigi en fljótlega fór að bera á því að
hún hefði ekki burði til þess að tak-
ast á við starfið. Heimildir DV herma
að hún hafi iðulega borið harm sinn
á torg varðandi veikindi móður sinn-
ar við nemendur sína og brostið í
grát fyrir framan bekkinn. Eins og
gefur að skilja reyndist það börnun-
um erfitt. Þá hefur DV einnig heim-
ildir fyrir því að konan hafi sent
vinabeiðnir á samfélagsmiðlum á
foreldra nemenda sinna og í fram-
haldinu farið að óska eftir lánum.
Hún kláraði skólaárið en var síðan
sagt upp störfum.
Fleiri stíga fram
Frásögn Jóhanns Guðna vakti mikla
athygli í byrjun vikunnar. Greinin
hafði ekki fyrr farið í loftið en ann-
að fórnarlamb steig fram sem hafði
svipaða sögu að segja. Sá treysti
sér ekki til þess að koma fram und-
ir nafni en hann kvaðst hafa kynnst
sömu konu á Einkamál.is og fljót-
lega hafi hún farið að segja honum
frá sviplegu fráfalli móður sinnar og
eigin veikindum á Facebook. Óskaði
hún eftir láni til þess að standa
straum af útförinni.
Annar lánaði 120 þúsund krónur
„Ég vorkenndi henni sárlega og í
heildina lánaði ég henni 120 þús-
und krónur. Þegar hún óskaði eft-
ir frekari lánum fór mig að gruna
að maðkur væri í mysunni. Ástæð-
an fyrir fjárskortinum var að henn-
ar sögn sá að skólinn sem hún
vann í hafði gert mistök varðandi
launagreiðslurnar hennar og að
hún myndi fá borgað tvöfalt næst.
Hún kenndi því um að hún hefði
glímt við mikil veikindi og hefði því
ekki tök á því að mæta til vinnu. Ég
hringdi hins vegar í skólann og þá
kom í ljós að hún var mætt til vinnu
þrátt fyrir að hún segði mér að hún
væri veik heima,“ segir maðurinn.
Hann undraðist hegðun konunn-
ar og gekk á hana varðandi endur-
greiðslu sem enn hefur ekki borist.
Konan hafði þó fjölbreyttar afsakan-
ir á reiðum höndum. „Ég áttaði mig í
raun og veru ekki á svikunum fyrr en
ég sá þessa grein í DV. Ég sendi hana
umsvifalaust á konuna og krafðist
endurgreiðslu. Hún hefur ekki orðið
við því,“ segir sá svikni.
Andleg veikindi og spilafíkn
Konan neitaði viðtali vegna máls-
ins en að sögn föður hennar hef-
ur hún átt verulega erfitt frá því að
málið kom upp á yfirborðið í byrjun
vikunnar. Hvorki hann né fjölskylda
konunnar hafi áttað sig á því hversu
umfangsmikill vandinn var. „Dóttir
mín hefur glímt við andleg veikindi
í nokkurn tíma. Móðir hennar hef-
ur verið mjög veik, var vart hugað líf
um tíma, og það hefur fengið veru-
lega á hana og okkur öll,“ segir faðir
konunnar í samtali við DV. Að hans
sögn glímir dóttir hans við spilafíkn
sem hún ráði illa við.
„Hún er lent í vítahring. All-
ir hennar peningar hafa farið í
spilakassa og þegar hennar fé var
uppurið þá fór hún að sækjast eft-
ir láni frá öðrum og þannig vatt
vandamálið upp á sig,“ segir faðir-
inn. Hann segist aðeins hafa vit-
að af skuldum hennar við Jóhann
Guðna og reynt að aðstoða dóttur
sína við að greiða skuldina til baka.
„Við foreldrarnir erum bæði öryrkj-
ar og höfum því miður ekki mikið
milli handanna til að gera upp svo
háar fjárhæðir í einni greiðslu. Það
er ömurlegt ástand á heimilinu,“
segir faðirinn. Að hans sögn hefur
dóttir hans þegar hafið viðeigandi
meðferð við sínum vandamálum og
hann ætli að styðja hana með ráð-
um og dáð. „Ég vona að þessi um-
fjöllun verði til góðs og dóttir mín
nái tökum á lífi sínu,“ segir hann. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Spilafíkn Konan hefur glímt við
erfið veikindi. Mynd EyÞór ÁrnASon
Jóhann Guðni
Harðarson Steig fram í
byrjun vikunnar og vakti
athygli á fjársvikum sem
hann hafði orðið fyrir.
Í ljós er komið að fórn-
arlömbin voru fleiri. Faðir
gerandans vonast til
þess að umfjöllunin verði
til góðs og að dóttir hans
nái að snúa við blaðinu.
Mynd SiGtryGGur Ari
Fékk hjarta-
áfall við leit
Maður sem tók þátt í leit að frönsk-
um ferðamanni við Sveinsgil á
miðvikudag fékk hjartaáfall og var
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.
Maðurinn var staddur í Land-
mannalaugum en hann hafði
unnið að björgunaraðgerðum
allan daginn. Maðurinn er á bata-
vegi. Á fjórða hundrað björgunar-
sveitarmanna tók þátt í leitinni
að Frakkanum sem fannst látinn
fastur undir snjóþekjunni. Hann
var fæddur 1989. Lögreglan vinnur
að rannsókn málsins.