Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Page 17
Helgarblað 15.–18. júlí 2016 Umræða 17 Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn Rauðarárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18 uppbod.is Louisa Matthíasdóttir Jóhannes S. Kjarval Kristján Davíðsson Sumarperlur Vefuppboð nr. 228 Einstakar perlur eftir íslenska myndlistarmenn Uppboðinu lýkur 13. júlí Álfar, efnahagsmál og íþróttir Spán, Króatíu, Svíþjóð, Rússland og Danmörku. Snemma í september það ár er handboltahetjurnar sneru heim var þeim fagnað af hálfri þjóð- inni í miðborg Reykjavíkur. Þetta var ein glæstasta stund í okkar sögu, enda var veðrið frábært og árgæska til sjós og lands, efnahagslífið virt- ist allt í blóma, íslensku bankarn- ir voru að breytast í alþjóðlega risa, og sú hugmynd leitaði á marga að úr þessu myndi ekkert illt geta hent okkur. En aðeins þremur eða fjór- um vikum seinna vöknuðum við við nýjan veruleika; allt íslenska banka- kerfið fór á hausinn á einni nóttu, það tók Seðlabankann með sér og flestar stærstu fyrirtækjasamstæð- urnar að auki. Það virtist áþreifanleg hætta á að ríkið hryndi að auki og sjóðir þess tæmdust og ríkisstjórnin sat á neyðarfundum vegna þeirrar yfirvofandi skelfingar að við mynd- um ekki lengur geta greitt fyrir svo lífsnauðsynlegar innflutningsvör- ur eins og eldsneyti eða lyf. Á þeirri stundu mundi enginn lengur glæsta sigra handboltaliðsins okkar innan við mánuði fyrr.“ Og niðurlag pistilsins: Svona lét ég gamminn geisa um hríð, sumt af því sem ég ræddi er flestum hér kunnugt, og ég sjálfur áður tekið fyrir í pistlum á þessum vettvangi. En ég endaði sumpart á jákvæðum nótum: „En furðu fljótt fór allt að ganga betur. Forsætisráðherrann var meira eða minna sýknaður og er nú ambassador í Washington, hrun- skýrslunnar óralöngu er nú helst minnst fyrir óvænt bókmennta- legt gildi hér og þar, fyrirtækin sem lifðu af tóku brátt að blómg- ast á ný. Bresk stjórnvöld töpuðu málaferlunum á hendur íslenskum skattgreiðendum, fiskimiðin eru full af fiski, og vinsældir landsins sem ákvörðunarstaður ferðamanna hafa aukist svo mikið að nú koma hing- að sexfalt fleiri en fyrir hrun; nú í ár verða hér eitthvað um fimmfalt fleiri ferðamenn en innlendir borgarar. Eina áhyggjuefnið virðist vera að ástandið minnir æ meir á það sem var fyrir hrunið 2008. En svona er þetta í lífinu: líka sporti og bissness; stundum vinnur maður, en stund- um tapast.“ n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Forsætisráðherrann, valdamesti maður samfélags- ins, neyddist til að hverfa úr embætti á svipstundu.“ MynD SiGtryGGur Ari„Eina áhyggju- efnið virðist vera að ástandið minnir æ meir á það sem var fyrir hrunið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.