Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Side 18
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 15.–18. júlí 2016
Í alvör unni? Var allt svona
full komið í gamla daga?
Lára Björg Björnsdóttir með eldræðu um nútímann. – Kjarninn
Lítil hvatning
Vigdís Hauksdóttir kom mörg-
um á óvart þegar hún til-
kynnti að hún hygðist hætta á
þingi. Glödd-
ust pólitísk-
ir andstæðingar
Vigdísar og
Framsóknar-
flokksins mjög
en Vigdís hefur
oft verið harð-
dræg í pólitískum slag og læt-
ur engan eiga inni hjá sér. Af
þeim sömu ástæðum urður
sumir stuðningsmenn Vigdísar
harmi slegnir yfir ákvörðuninni.
Við svo búið mætti ekki standa
og ýttu stuðningsmenn henn-
ar því úr vör undirskriftasöfn-
un á netinu þar sem skorað var
á Vigdísi að hætta við að hætta.
Eitthvað er þó eftirspurnin eftir
áframhaldandi þingsetu Vigdís-
ar minni en við hefði mátt búast.
Söfnunin hófst 6. júlí en í gær
höfðu aðeins 91 skrifað und-
ir áskorunina og enginn bæst
við þann hóp í tvo daga. Af þeim
sem skrifað höfðu undir voru 55
sem ekki eru úr Reykjavík, kjör-
dæmi Vigdísar. Í þessu ljósi má
velta fyrir sér hvort Vigdís hafi
ekki tekið hárrétta ákvörðun.
Hvað gerir Þorgerður?
Þó nokkrir þingmenn hafa verið
iðnir við það undanfarið að lýsa
því hversu leiðinlegt sé á þingi.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir var
öflugur þingmað-
ur sem, meðan
hún gegndi þing-
mennsku, talaði
oft um það hversu
gaman henni
þætti í vinnunni. Nú er skrafað
um að hún sé reiðubúin að snúa
aftur á hinn pólitíska vettvang en
mönnum ber ekki saman um það
hvort það verði fyrir Sjálfstæðis-
flokk eða Viðreisn.
Ég er ótrúlega
hamingjusöm
Joniada Dega er komin aftur heim til Íslands. – DV
Ég skrifaði
þetta ekki
Jóna Salmína Ingimarsdóttir um skrif í athugasemdakerfum. – DV
Boltinn hjá stjórnvöldum
Þ
að felast mikil tíðindi í þeim
skýrslum sem voru birtar í
vikunni um fýsileika þess að
leggja sæstreng milli Íslands
og Bretlands. Talið er að þjóðhagsleg
arðsemi ríkjanna af lagningu slíks
raforkustrengs myndi samtals nema
meira en 50 milljörðum á hverju ári.
Fyrir íslenska þjóðarbúið væri um
að ræða árlegan ábata vel umfram
eitt prósent af landsframleiðslu –
en það jafngildir um þreföldum árs-
hagnaði Landsvirkjunar. Sá ábati
gæti jafnframt orðið enn meiri eft-
ir að fjármagnskostnaður við lagn-
ingu strengsins yrði greiddur upp og
eignarhaldið á honum myndi færast
á hendur Íslands.
Mikilvægasta forsenda þessar-
ar niðurstöðu, samkvæmt kostnað-
ar- og ábatagreiningu Kviku banka
og ráðgjafarfyrirtækisins Pöry, er að
bresk stjórnvöld séu reiðubúin að
veita slíku verkefni umtalsverðan
fjárhagslegan stuðning. Þetta á ekki
að koma neinum á óvart. Ávallt hefur
verið gert ráð fyrir því að Ísland gæti
aðeins haft ávinning af lagningu raf-
orkustrengs ef Bretar myndu ábyrgj-
ast tiltekið lágmarksverð – margfalt
hærra en íslensku álverin greiða til
Landsvirkjunar – fyrir þá orku sem
yrði keypt í gegnum strenginn. Með
öðrum orðum að Bretar taki á sig þá
áhættu sem fylgir þessu risavaxna
fjárfestingaverk efni, rétt eins og þeir
hafa gert með önnur orkuverkefni í
því skyni að styðja við endurnýjan-
lega raforkuvinnslu. Fyrirsjáanlegur
og vaxandi orkuvandi Bretlands ger-
ir það að verkum að stjórnvöld þar í
landi hafa engra annarra kosta völ.
Niðurstaðan í þeim skýrsl-
um sem nú liggja fyrir er að Bret-
ar staðfesta að þeir séu tilbúnir til
að styrkja sæstrenginn með fjár-
hagslegum hætti. Þetta sætir mikl-
um tíðindum enda yrði það í fyrsta
skipti sem bresk stjórnvöld myndu
samþykkja að slíkur strengur félli
undir þau stuðningskerfi sem þau
hafa sett upp til að auka vægi end-
nýjanlegra orkugjafa. Sú staðreynd
endurspeglar vel þá sérstöðu sem
sæstrengur milli Íslands og Bret-
lands nýtur þar sem hann er talinn
vera einn arðbærasti orkukosturinn
sem Bretar hafa úr að velja. Næsta
skref íslenskra stjórnvalda hlýtur því
að vera að falast eftir frekari viðræð-
um við Breta til að fá úr því skorið
hvers konar stuðningskerfi gæti ver-
ið unnt að sérsníða svo að lagning
sæstrengs geti orðið að veruleika í
náinni framtíð.
Því hefur verið haldið fram að
Landsvirkjun þyrfti að ráðst í virkj-
anaframkvæmdir sem jafngiltu
tveimur Kárahnjúkavirkjunum til að
uppfylla þá 1.500 megavatta orku-
þörf sem sæstrengur til Bretlands
myndi kalla á. Hörður Arnarson,
forstjóri Landsvirkjunar, hefur hins
vegar bent á að þetta sé ekki alls
kostar rétt enda myndi sæstrengur
gefa Landsvirkjun færi á því að stór-
bæta nýtingu núverandi kerfis auk
þess sem til kæmi orka inn á kerf-
ið frá smærri virkjunum í vatnsafli,
vindi og jarðvarma. Þá þarf að horfa
til þess að það er ekkert launungar-
mál að annars vegar er uppi óvissa
um framtíð álversins í Straums-
vík, eins stærsta raforkukaupanda
Landsvirkjunar, og hins vegar um
hvort allar þær kísilmálmverksmiðj-
ur sem boðaðar hafa verið verði
reistar.
Íslandingar búa við þá sérstöðu
að eiga fyrirtæki í almenningseigu
sem er að selja eina eftirsóttustu
vöru í heiminum um þessar mund-
ir – örugga afhendingu á endurnýj-
anlegri orku. Gerbreytt landslag í
orkumálum Evrópu þýðir að okk-
ur standa nú til boða fjölbreyttari
valkostir til að selja orkuna og með
margfalt meiri arðsemi en áður hef-
ur þekkst. Fyrir liggur aftur á móti
að núverandi ríkisstjórn mun ekki
ganga lengra, eins og sakir standa,
í viðræðum við Breta um lagningu
sæstrengs. Vonandi mun næsta rík-
isstjórn hafa þann pólitíska kjark og
framtíðarsýn sem nauðsynlegt verð-
ur að búa yfir til að taka ákvörðun
um að ráðast í slíkt verk efni. Ískalt
hagsmunamat segir að það væri
glapræði að láta það renna okkur úr
greipum. n
Myndin Þrösturinn Gormur Þrastarunginn sem fannst munaðarlaus í síðustu viku og sagt var frá í síðasta blaði hefur hlotið nafnið Gormur. Hann braggast, étur og reynir
að fljúga. Gormur étur orma og kattamat. Það eru systurnar Ágústa og Eva sem bera hitann og þungann af uppeldinu. Þær eru hér á mynd ásamt Gormi og vinkonu
sinni, Þórdísi Önnu. mynD SIGtryGGur ArI
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„ Ískalt hagsmuna-
mat segir að það
væri glapræði að láta það
renna okkur úr greipum.