Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Qupperneq 22
Helgarblað 15.–18. júlí 201622 Fólk Viðtal
„Bara úr fjarlægð. Ég er löngu
hættur þarna og er ekkert að velta
málefnum RÚV fyrir mér, nema
hvað ég hlusta auðvitað stundum
og horfi stundum. Svo vinnur dótt-
ir mín þarna og ég fylgist auðvitað
með því sem hún er að gera.“
Gefandi lífsreynsla
Fyrr á þessu ári var sýnd í sjónvarpi
heimildamynd sem Páll gerði ásamt
Jóni Gústafssyni í samvinnu við Ís-
lenska erfðagreiningu um Alzhei-
mer-sjúkdóminn. Þeir eru nú að
leggja síðustu hönd á heimilda-
mynd um arfgengt brjóstakrabba-
mein. Hann er spurður um upplifun
sína af vinnunni við þessar myndir.
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt.
Og það allra skemmtilegasta hefur
verið að kynnast nýju fólki með allt
öðruvísi vandamál og viðfangsefni í
lífinu en maður á að venjast. Þegar
maður er búinn að vera í svona
störfum eins og ég er búinn að vera
í áratugum saman þá er maður að
umgangast og tala við fólk sem er
að miklu leyti með samstofna við-
fangsefni og verkefni. Þegar við fór-
um að gera þessar heimildamyndir
þá kynntist ég allt öðruvísi fólki með
allt öðruvísi reynsluheim.
Í þessari fyrstu heimildamynd
var fjallað um Alzheimer. Núna
erum við að fjalla um það að vera
með stökkbreytingu í svokölluðu
brakkageni sem gerir að verkum að
það geta verið 80 prósent líkur á því
að fá brjóstakrabbamein. Hvernig
tekst fólk á við vitneskjuna um það
að vera í tíu sinnum meiri áhættu en
allir aðrir við að fá tiltekið krabba-
mein og geta dáið úr því? Það þarf
meðal annars að taka ákvörðun um
hvort það eigi að undirgangast fyrir-
byggjandi aðgerð til að forða sér frá
þessum örlögum. Fyrir mig var það
gefandi lífsreynsla og viss opinber-
un að kynnast þessu fólki og verða
vitni að þeim hetjuskap og æðru-
leysi sem það sýnir í baráttu sinni.“
Ekki afhuga stjórnmálaþátttöku
Snúum okkur að pólitík. Þú hefur
gert eitthvað af því að skrifa blaða-
greinar um þjóðfélagsmál sem hafa
vakið nokkra athygli. Gætirðu hugs-
að þér að fara í stjórnmál?
„Þetta hefur stundum verið orð-
að við mig í gegnum tíðina og ég hef alltaf verið mjög afhuga því. Alveg
frá því ég var þingfréttamaður þá
hef ég hugsað sem svo: Þetta vil ég
ekki gera. Stuðningsmenn tveggja
stjórnmálaflokka hafa talað um það
við mig núna að fara í framboð í
haust. Það hefur svosem gerst áður
en þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef
ekki sagt þvert nei. Ég er að hugsa
málið.“
Viltu segja mér hvaða flokkar
þetta eru?
„Nei, nú er það mitt að vita og
þitt að giska.“
Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga
á stjórnmálum?
„Já, en fyrst og fremst sem áhorf-
andi og fjölmiðlamaður en ekki sem
þátttakandi. En í fyrsta skiptið núna
þá finn ég á sjálfum mér, og það
kom mér á óvart eftir allan þennan
tíma, að ég er ekki afhuga því.“
Hvar staðsetur þú þig í hinu póli-
tíska litrófi?
„Ef það ætti að pína mig til að
nota eitt orð væri það frjálslynd-
ur, og ég gæti ábyggilega fundið
því frjálslyndi stað í fleiri en einum
stjórnmálaflokki. Sennilega myndi
einhver vilja bæta við: hægra megin
við miðju - en þessi vinstri/hægri
skali dugar ekki jafnvel og áður til að
staðsetja fólk á hinu pólitíska litrófi.
Píratar fara með hæstum hæðum
núna, eru þeir vinstri flokkur eða
hægri flokkur? Ég veit það ekki; held
helst að þeir séu hvorugt. Það unga
fólk sem ég tala við notar ekki skipt-
inguna í hægri og vinstri með sama
hætti og áður tíðkaðist og hugsar
ekki eftir sömu línum og eldri kyn-
slóðin gerir. Smám saman er þessi
vinstri-hægri skali ekki lengur að
svara spurningum um það hvaða
pólitísku afstöðu fólk hefur í þeim
mæli sem hann gerði.“
Glatað traust
Það virðist vera ákveðin upplausn í
stjórnmálunum hér á landi, hefurðu
áhyggjur af því?
„Í haust eru átta ár liðin frá hrun-
inu og okkur hefur að mestu tekist
að laga efnahagslegu skemmdirn-
ar sem urðu. Hér er allt í blússandi
uppsveiflu; sjávarútvegurinn, ferða-
mannabransinn og aðrar atvinnu-
greinar dafna. Lífskjörin eru smám
saman að ná sér á strik og kaupmáttur
er að aukast. Það urðu hins vegar aðr-
ar skemmdir í hruninu. Traustið, sem
á að vera límið í samfélaginu, hvarf að
miklu leyti og það hefur nákvæmlega
ekkert gengið að endurheimta það.
Í öllum mannlegum samskiptum er
það sem betur fer þannig að maður
treystir þeim sem maður á í samskipt-
um við þangað til annað kemur í ljós.
Traustið er útgangspunkturinn, mað-
ur byrjar á að treysta nema maður
sé óeðlilega tortrygginn að upplagi.
Núna er þessu öfugt farið, menn byrja
á að tortryggja og vantreysta þangað
til annað kemur í ljós. Og þetta gerist
ekki af sjálfu sér.
Ítrekað sér fólk hluti sem sann-
færa það um að það sé kannski bara
öruggast að tortryggja allt. Alls kon-
ar dæmi hafa komið upp á síðustu
misserum. Stjórnendur í banka og
fyrirtæki sem er að fara á markað,
Síminn á sínum tíma, halda að það
sé enn í lagi, eftir hrun, að handpikka
vini sína sem fá að kaupa hlutabréf á
lágu verði og gera þá ríkari áður en
fyrirtækið fer á markað fyrir almenn-
ing. Fólk sér þetta og því blöskrar.
Það er hægt að taka fleiri dæmi.
Forystumenn í atvinnulífinu sitja á
fundi í stjórn Samtaka atvinnulífs-
ins, koma út af fundinum og segja
grafalvarlegir að það sé ekki svigrúm
til að hækka laun á Íslandi meira en
tvö til þrjú prósent, annars fari allt
til andskotans. Þetta sama fólk fer
sama dag á stjórnarfund, til dæm-
is í Granda eða VÍS, og hækkar eig-
in laun um 30–40 prósent á einu
bretti. Og þessir menn halda enn, eft-
ir hrun, að þetta sé allt í lagi og að það
gildi allt önnur lögmál um þá sjálfa
en alla aðra.
Núna nýlega sjáum við dæmi um
að Kjararáði finnst allt í lagi að hækka
ráðuneytisstjóra um 30 prósent í
launum meðan aðrir eiga að láta 3
prósentin duga.
Það er þessi hegðan í samfélaginu
sem gerir að verkum að traustið er
enn í núllpunkti. Fólk er alltaf að
sjá dæmi um það aftur og aftur að
það borgi sig bara að gera ráð fyr-
ir því í upphafi að rangt sé haft við
– og reikna með því þangað til ann-
að kemur í ljós. Þetta held ég að sé
miklu meiri vandi en þau efnahags-
legu áhrif sem urðu af hruninu.“
„Þarna líður mér best“
Að lokum, þegar ég ræddi við þig um
að koma í viðtal frestaðist það vegna
þess að þú vildir vera í Vestmanna-
eyjum og sigla á báti þínum. Er þetta
einhver stórútgerð?
„Þessi útgerð mín er stórlega orð-
um aukin en viljandi geri ég lítið
til að leiðrétta það. Ég reyni að vera
eins mikið í Vestmannaeyjum og ég
mögulega get og á litla tuðru sem
ég þvælist um á þegar veður leyf-
ir. Eini gallinn við það að sjá um
Sprengisand á sunnudagsmorgn-
um er að langar helgar sem ég vil
helst eiga alltaf í Vestmannaeyjum,
sérstaklega yfir sumartímann, hafa
orðið styttri en efni stóðu til.“
Þú ert alinn upp í Vestmannaeyj-
um, hefurðu sterkar taugar til þess
staðar?
„Ég hef alltaf sótt mikið þangað og
eftir því sem ég hef elst sæki ég enn
meira þangað, í æsku minnar spor,
eins og Ási í Bæ sagði. Það er eitthvað
við samfélagið, náttúruna og fólkið
sem gerir það að verkum að þarna
finnst mér alltaf að ég eigi heima og
þarna líður mér best. Bók eftir Stefán
Jónsson byrjar á þeirri staðhæfingu
að hann sé veiðimaður. Það skipti
engu hvaða störf hann hefði unnið
sér til viðurværis; aðspurður gæti
hann ekki sannara sagt en að hann
væri veiðimaður. Þetta er spurn-
ingin um það hvernig maður upplif-
ir sjálfan sig. Ef ég væri spurður eins
og Stebbi á löppinni: hvað ertu? þá er
fyrsta svarið sem mér dettur í hug: Ég
er Vestmannaeyingur.“ n
„Stuðningsmenn
tveggja stjórn-
málaflokka hafa talað
um það við mig núna að
fara í framboð í haust.
Það hefur svosem gerst
áður en þetta er í fyrsta
skiptið sem ég hef ekki
sagt þvert nei. Ég er að
hugsa málið.
Heimildamyndagerð
„Fyrir mig var það gefandi
lífsreynsla og viss opin-
berun að kynnast þessu
fólki og verða vitni að þeim
hetjuskap og æðruleysi sem
það sýnir í baráttu sinni.“
Mynd SiGtryGGur Ari
Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is
Póst-sendum um allt land
Allt til hanny
rða160 garnt
egundir