Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 15.–18. júlí 2016 Lífsstíll 29
1 Gefðu þér góðan tíma Þú vilt geta klárað verkið í einum
rykk.
2 Taktu allt út úr skápn-um og settu í hrúgu á gólfið.
ALLT.
3 Settu svipuð föt í flokka Þannig færðu betri yfirsýn og
sérð betur hverju er ofaukið.
4 Byrjaðu á að skoða föt sem þú notar ekki mikið
þessa dagana Ef þú ræðst í verkið
núna væru það vetrarfötin.
5 Þakkaðu þeim flíkum sem þú ákveður að losa
þig við Þær hafa á einhverjum
tímapunkti veitt þér hamingju og
þökkunum fylgir góð tilfinning.
6 Ekki henda flíkum bara vegna þess að þú ætlar
ekki að nota þær utan
heimilisins Það er líka mikilvægt að
slappa af í fallegum fötum heima.
7 Brjóttu saman það sem þú ákveður að eiga
Fallegur stafli er alltaf betri en hrúga.
8 Leggðu staflana lárétt í skúffur Þannig fæst betri
yfirsýn.
9 Hengdu upp þau föt sem þú telur að fari betur um
hangandi Hengdu þau léttustu og
stystu lengst til hægri og þau þyngstu
og síðustu lengst til vinstri. Þannig
verður fataúrvalið þitt girnilegra og
samræmið betra.
Hydra Maximum
Day Cream
Í nýja Hydra Maximum var gerð klínisk
rannsókn sem sýndi fram á að rakinn í
húðinni jókst um 41%
•Verndar húðina fyrir utanaðkomandi áhri-
fum•Styrkir undirstöðuna í húðinni•Veitir húðinni þá næringu sem að hún þarf
á að halda og hjálpar til við að varðveita hana•Hindrar ótímabæra öldrun•Finnur strax fyrir ferskleika í húðinni•Skilur húðina eftir
flauelsmjúka•Mjög gott á exem
og psoriasis•Verndar húðina
fyrir utanaðkoman-
di áhrifum•Styrkir un-
dirstöður í húðinni
Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is
Rakalína
Vatn er undirstaða fyrir húðina okkar og er
mikilvægt fyrir allar húðgerðir.
Hydratinglínan samanstandur af náttúrule-
gum efnum sem styðja við raka gleypa eigin-
leika fruma.
Þurr húð fær ljóma sinn á ný og verður
mýkri og sléttari með hverjum deginum.
Glæsibæ • www.sportlif.is
Macatron
testasterone
booster!
Eykur vöðvastyrk,
vöðvastækkun
og kynorku
Taktu til í lífinu með
KonMari-aðferðinni
Regla á heimilinu og ró í huganum
J
apanski tiltektargúrúinn Marie
Kondo hefur sigrað heiminn,
svo til, með aðferðunum sem
hún boðar. Fyrsta bók hennar
kom út árið 2011 og hefur far-
ið sigurför um heiminn. Bókin hef-
ur komið út í yfir 30 löndum, en hún
kom út hérlendis fyrr á árinu undir
heitinu „Taktu til í lífi þínu“. Marie
Kondo var í fyrra ein þeirra sem
Time-tímaritið taldi upp á lista 100
áhrifaríkustu einstaklinga í heimin-
um.
Marie boðar einfalda aðferð
til að endurskipuleggja heimilið,
grisja dót og taka til í lífi sínu. Sam-
kvæmt tiltektarheimspeki Marie
felst galdurinn í
að skoða hvern
hlut og spyrja sig
hvort hann veiti
manni ham-
ingju. Ef svo er
mælir hún með
því að halda í
hlutinn, annars
ekki. Þeir sem
hafa tileinkað
sér KonMari-
aðferðina segja
að tiltekt af
þessu tagi nái
líka inn á við.
Óreiða í huganum dvínar með betra
skipulagi á heimilinu. Hér eru 9 góð
ráð úr smiðju Marie Kondo fyrir
þá sem ætla að nýta sumarið til að
endurskoða fataskápinn. n
Allt á sínum stað Markmiðið er að hafa allt á vísum stað og að engu sé ofaukið. Mynd 123rf
Marie Kondo Hefur
hrint af stað tiltektar-
byltingu með skrifum
sínum.ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is