Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 2
Vikublað 3.–4. ágúst 20162 Fréttir Páley braut stjórnsýslulög Átti að afhenda ferilskrár P áley Borgþórsdóttir braut stjórnsýslulög þegar hún neit­ aði að afhenda ferilskrár og stigagjöf þeirra sem boðað­ ir voru í viðtal vegna starfs löglærðs fulltrúa hjá embættinu sem auglýst var í fyrra. Sautján einstaklingar sóttu um starfið en aðeins fimm fengu við­ tals­ boð. Einn þeirra sem sat eft­ ir með sárt ennið óskaði eftir feril­ skrám hinna fimm sem og upplýs­ ingum um stigagjöf en þeirri beiðni hafnaði Páley þrátt fyrir að um­ boðsmaður Alþingis hafi nokkrum árum fyrr ályktað í sambærilegu máli að slík gögn skyldu afhendast. DV greindi frá málinu í síðasta helgar­ blaði, en þar kom fram að tvær kvart­ anir væru á borði umboðsmanns Al­ þingis. Í umfjöllun umboðsmanns kem­ ur fram að Páley hafi talið að töluvert misræmi hafi verið á ferilskrá þess sem kærði og þeirra upplýsinga sem hún aflaði sér um störf og starfstíma hans. Það hafi skipt sköpum að mað­ urinn var ekki boðaður í viðtal og tel­ ur umboðsmaður að viðkomandi hefði átt að fá að tjá sig um framan­ greindar upplýsingar. Það hafi verið brot á andmælareglu stjórnsýslulaga. Niðurstaða umboðsmanns er á þá leið að lögreglustjórinn skuli þegar afhenda umbeðin gögn en auk þess er þeim tilmælum beint til lögreglu­ stjórans að hann taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem kæmu fram í álitinu. n ritsjorn@dv.is Lögreglumaðurinn verður ekki ákærður n Rannsókn á máli lögreglumannsins á Sauðárkróki lokið n „Fótur fyrir kærunni“ E mbætti héraðssaksóknara ætlar ekki að ákæra lög­ reglumann hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra á Sauð­ árkróki sem grunaður var um að hafa stungið sektargreiðslum fyrir umferðarlagabrot í vasann. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við DV en segir ljóst að fótur hafi verið fyrir kæru lögregluembættisins á hend­ ur starfsmanni þess. Manninum var vikið tímabundið úr starfi þegar rannsókn héraðssaksóknara hófst í byrjun maí síðastliðnum en hann hefur snúið aftur til starfa. „Það var tekin sú ákvörðun í þessu máli að falla frá saksókn. Niðurstaðan var sú að það hefði verið fótur fyrir kærunni en að mál­ ið væri ekki þess eðlis að það þætti rétt að fara með það í saksókn. Það var farið mjög vel yfir þetta mál og þetta var niðurstaðan,“ segir Ólafur Þór Hauksson. „Lítilvægt mál“ Líkt og kom fram í frétt DV um mál­ ið þann 24. maí þá hófst rannsóknin eftir að erlendur ferðamaður mót­ mælti sekt sem hann fékk vegna hraðaksturs í Hvalfjarðargöngum. Maðurinn fullyrti þá við lögreglu, áður en honum var sagt að umferð­ arlagabrotið hefði náðist á mynd, að hann hefði einungis einu sinni verið stöðvaður fyrir slíkt brot hér á landi. Þá hafi hann verið í öðrum landshluta og greitt sektina á staðn­ um. Ferðamaðurinn sýndi í kjölfar­ ið kvittun, undirritaða af lögreglu­ manninum, fyrir greiðslunni innan umdæmis lögreglunnar á Norður­ landi vestra. Fundust þá engin gögn um brotið hjá embættinu. Í kjölfar­ ið gaf það út kæru á hendur starfs­ manni sínum sem leiddi til rann­ sóknar héraðssaksóknara. Páll Björnsson, lögreglustjóri á Sauðárkróki, staðfestir í samtali við DV að lögreglumaðurinn sé snúinn aftur til starfa. „Maðurinn er kominn til starfa en þetta reyndist lítilvægt mál sem þarna var um að ræða. Í ljósi niður­ stöðunnar gæti svo farið að lög­ reglumaðurinn verði áminntur,“ segir Páll. Lögreglustjórinn baðst undan frekara viðtali um niðurstöð­ una og framtíð lögreglumannsins hjá embættinu og sagðist fyrst vilja klára málið innanhúss. Reyndur í starfi Lögreglumaðurinn, sem er með ára­ tuga reynslu í starfi, sagðist í áður­ nefndri frétt DV fullviss um að rann­ sóknin ætti eftir að sanna sakleysi hans. Um einföld mistök hefði verið að ræða enda hefði hann aldrei tek­ ið við reiðufé þegar um hraðasektir væri að ræða. „Ég get ekki ímyndað mér að það verði neitt mál úr þessu, það væri al­ veg með ólíkindum ef svo væri. Ég er búinn með um 1.500 hraðaskýrslur og þetta er bara aulaskapur að hafa ekki græjað þetta áður en ég fór utan. […] Ég er algjörlega pollróleg­ ur yfir því og ég vona að það verði farið ítarlega í gegnum þetta. Það er dapurt að geta ekki verið við störf og ég er hundfúll með það. Það hefði verið hægt að loka þessu máli og treysta á gamla manninn en þeir ákváðu þetta,“ sagði lögreglumaður­ inn í samtali við DV í maí. Fyrrverandi lögreglumaður á Austurlandi, Stefán Pedro Cabrera, var í nóvember í fyrra dæmdur í öðru máli í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, fjárdrátt og rangar sakar giftir. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014 en Stefán var meðal annars ákærður fyrir að sekta er­ lenda ferðamenn fyrir hraðakstur í tilfellum þar sem engin umferðar­ lög voru brotin. Peningunum stakk hann svo í eigin vasa. Grunur um brotin vaknaði eftir ábendingu frá ferðamanni sem hafði staðgreitt sekt til Stefáns. n Héraðssaksóknari Ólafur Þór Hauksson segir niðurstöðu embættisins þá að ákæra ekki í máli lögreglumannsins. Mynd SigtRygguR ARi Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is „Maðurinn er kominn til starfa en þetta reyndist lítilvægt mál sem þarna var um að ræða Örugg hýsing gagna Traustur rekstur tölvukerfa Sérhannaðar hugbúnaðarlausnir Hádegismóum 4 · 110 Reykjavík · 547 0000 · premis.is Við erum alltaf með lausnir Við sérhæfum okkur í uppsetningu og þjónustu við fyrirtæki sem vilja nýta sér kosti Office 365. Við erum svo sannarlega á heimavelli þar enda höfum við aðstoðað á annað hundrað fyrirtæki og sveitarfélög í vegferð þeirra í Office 365. SharePoint OneDrive CRM Office 2016 Yammer Exchange Skype for businessDelve Power BI ÞETTA ER OKKAR HEIMAVÖLLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.