Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Blaðsíða 7
Vikublað 3.–4. ágúst 2016 Fréttir 7
… komdu þá við hjá okkur
Ertu á leið í flug?
Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457
Hádegis-tilboð alla daga
Lamdi sig í andlitið með lyklum
Þetta rifrildi átti eftir að enda á
óhugnanlegan hátt. „Hann tók allt í
einu upp lykla á borðinu og byrjaði
að berja sig í andlitið. Síðan hringdi
hann í lögregluna og tilkynnti
að hann hefði orðið fórnarlamb
heimilis ofbeldis,“ segir Björg Amalía
og hristir höfuðið. Hún segir til-
vist myndbandsins vera sára. „Þetta
er afar niðurlægjandi enda er ég
ekki beint upp á mitt besta í mynd-
bandinu og það er svo gjörsamlega
tekið úr samhengi,“ segir Björg
Amalía. Þessi uppákoma var kornið
sem fyllti mælinn og í kjölfarið tókst
henni að koma Ara út af heimili
sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði
stundað það að taka af henni mynd-
ir, myndbönd og hljóðupptökur sem
hann hefur síðan notað sem vopn
gegn henni. „Ég held að hann sé
bara búinn að birta brot af því sem er
í hans fórum. En ég óttast ekki frekari
birtingar, hann getur ekki meitt mig
lengur,“ segir Björg Amalía.
Nektarmyndir til nágranna
Þetta var ekki eina opinberlega
niðurlægingin sem Björg Amalía
mátti þola. Skömmu eftir sambands-
slitin fengu íbúar í stigaganginum,
sem Björg Amalía býr í, senda nekt-
armynd af henni og á hana var skrif-
að að hún væri að selja sig fyrir dóp.
Ef leitað er eftir nafni hennar á leitar-
vélum sést líka ógrynni af Facebook-
síðum, færslum á samfélagsmiðlum
og myndum af henni í miður
„Þeir hringja og ég segi
þeim að halda kjafti“
Ari hafnar öllum ásökunum
Ari Sigurðsson segir frásögn Bjargar Amalíu fráleita og gagnrýnir störf lögreglunnar harðlega. Hann segir að Björg
beri ábyrgð á ofbeldinu og segist sjálfur vera fórnarlamb.
„Hún er búin að níðast á mér ansi lengi. Hún beitti mig heimilisofbeldi og það hefur rignt yfir mig hótunum
um líkamsmeiðingar frá kunningjum hennar og vinum,“ segir Ari. Hann harmar viðbrögð lögreglu og telur þau
óásættanleg. „Ég sendi öll gögnin á lögreglu en hún fór í sumarfrí og ekkert gerðist. Á meðan var mér hótað og
hótað af hinum og þessum gaurum sem ég þekkti ekki neitt. Sífelldar símahótanir og smáskilaboð. Ég reyndi þá
að semja við Björgu um að við myndum hvorugt kæra og þannig gæti ég kúplað mig út úr þessum vinskap og far-
ið að vinna. Það gekk hins vegar ekki eftir,“ segir Ari.
Þetta er áreiti
Eins og áður segir er Ari mjög gagnrýninn á störf lögreglu. „Mín upplifun er sú að konur komast upp með að
segja ansi mikið. Þær geta öskrað að verið sé að kyrkja sig og lögreglan handtekur manninn, án þess að spyrja
hvað kom fyrir hann,“ segir Ari. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi verið handtekinn eftir að til handalögmála
kom milli þeirra í fyrsta sinn. Þá hafi hann einnig verið færður af vettvangi eftir hnífaárásina en bendir á að Björg
Amalía hafi síðan farið upp á lögreglustöð og afsakað sig með þeim orðum að hún hafi farið með rangt mál.
Eins og fram kemur í viðtali við Björgu Amalíu hefur Ari birt myndir og myndbönd af samskiptum þeirra. Að
hans mati er það hans eina vörn til þess að fólk trúi því hvað hann hafi gengið í gegnum. „Mér finnst skrítið að
fólk haldi að ég, sem karlmaður sem lendi í þessu, eigi ekki að skipta mér af hlutunum. Sumir virðast telja að ég
eigi að halda kjafti og gleyma þessu. Það er ekki jafnrétti. Lögreglan hefur sinnt henni miklu betur og tekur mál-
stað hennar. Lögreglan er búin að hringja í mig, angra mig og ónáða mig. Þetta er áreiti,“ segir Ari sem getur ekki
ímyndað sér hvaða ástæða sé fyrir því að lögreglan gangi svo hart fram.
Hafa engan rétt
„Þeir hafa engan rétt til þess að hringja í mig fyrir hönd Bjargar og spyrja mig hvað ég sé að gera á netinu. Þeir
hringja og ég segi þeim að halda kjafti,“ segir Ari. Hann nefnir sem dæmi að lögreglukona hafi hringt í hann og
hótað honum undir rós að hann yrði að breyta efni á netinu annars yrði hann settur í nálgunarbann. „Ég sagði við
hana að hún réði ekki hvort að ég yrði settur í slíkt bann út af einhverju sem Björg Amalía segði. Það gengur ekki
og þú veist það jafnvel og ég, þú hótar mér ekkert nálgunarbanni,“ segir Ari. Að hans sögn hafi lögreglan síðar
hringt í hann og beðist afsökunar.
Ari telur sig ekki hafa gengið of langt með myndbandsbirtingum af Björgu Amalíu og aðstandendum hennar
og að það komi ekki til greina að taka myndböndin niður til þess að fá frið. „Ég sé enga ástæðu til þess. Þetta eru
myndbönd sem ég hef fullt leyfi til þess að birta. Ég hef yfirleitt lent í því að enginn trúir því að ég hafi lent í þessu
ofbeldi. Þetta er að mínu mati myndband á móti orði,“ segir Ari.
Sér enga ástæðu til þess
Aðspurður um aðgerðir sínar gegn vinkonu Bjargar Amalíu sem flúin er norður í land segir Ari. „Hún er
skemmdari manneskja en nokkur maður getur gert sér grein fyrir. Hún sendi mér myndband þar sem tæknilega
kemur fram heimilisofbeldi. Hún hringdi síðar og bað mig um að taka það myndband niður en ég sé enga ástæðu
til þess. Hún gerði grín að mér og heimilisofbeldi og ég ætla að halda þessu myndbandi á lofti sem karaktervitnis-
burði,“ segir Ari.
Hann segist hafa frétt fyrir tilviljun að vinkonan væri flutt norður og fengið vinnu. Hann hafi í framhaldinu haft
samband við yfirmann hennar með þau gögn sem hann hafi undir höndum. „Hún stökk í einhverja vörn og lok-
aði Facebook-síðu fyrirtækisins. Ég er gapandi yfir því að hún hafi kosið að þagga málið niður með þessum hætti,“
segir Ari.
Hann segist ekki hafa hugmynd um hver braut rúðurnar á heimili Bjargar Amalíu. „Hún hefur ásakað mig um
að drepa kettina sína og sagt að ég hafi nauðgað henni. Þannig er það ekki,“ segir Ari. Hann segir að baráttan hafi
ekki reynst honum erfið en að undarlegt sé að upplifa viðbrögð þeirra sem koma að málinu. „Karlmönnum er
ekki trúað,“ segir Ari að lokum.
Björg Amalía hundelt af eltihrelli
MyNdir Sigtryggur Ari
skemmtilegu ástandi. Yfirleitt fylgja
svívirðileg textaskilaboð með. „Það
viðbjóðslega er að þetta gerðist sama
dag og amma mín dó. Það vissi hann
vel,“ segir Björg Amalía. Hún segir
erfitt að upplifa varnarleysi gegn
slíkum árásum á mannorð sitt og
æru. Lögreglan geti ekkert gert og
óratíma taki að fá síðum með slíku
efni lokað. Takist það sprettur ný upp
með sama efni og ferlið hefst aftur.
„Það var hræðilegt að sjá þetta fyrst
og að einhverju leyti þá verður þetta
alltaf sárt. Ég ætla aftur á móti ekki
að láta þetta brjóta mig niður,“ segir
Björg Amalía. Samkvæmt upplýsing-
um DV hefur málið verið í ferli inn-
an lögreglunnar og eru um þrjár vik-
ur síðan það var síðast til afgreiðslu.
Þá var Ara gerð grein fyrir því að ef
hann héldi áfram ofsóknum sínum
yrði farið fram á nálgunarbann.
Brotnar rúður
Áreitið hefur ekki stoppað síðan og
meðal annars vaknaði Björg við það
að báðar rúðurnar í stofuglugganum
hennar molbrotnuðu um miðja nótt.
Skuggavera sást hlaupa á brott og
Björg Amalía er sannfærð um hver
var þar að verki. Áreitið hefur þó
ekki aðeins beinst gegn henni heldur
einnig flestum sem tengjast henni.
„Pabbi hefur
orðið mest
fyrir barðinu
á honum. Ég
veit í raun ekki
af hverju, þeir
rifust einu
sinni og það
virðist hafa ver-
ið nóg. Ari veit
hversu vænt
mér þykir um
föður minn og
það er kannski
ástæðan,“ segir
Björg. Meðal
annars hefur
faðir hennar
fengið ógrynn-
in öll af skila-
boðum, bæði
rafrænum
sem og í bréfa-
pósti, oftar
en ekki fylgja
hótanir með.
Sömu sögu
er að segja af
öðrum fjöl-
skyldumeð-
limum.
Vinkonan
flúði út á
land
Þá hafa verið
stofnaðar fjöl-
margar síður
til höfuðs vin-
konu Bjargar Amalíu auk þess sem
hún hefur verið áreitt með ískyggi-
legum hætti. Hún brá á það ráð að
flytja út á land og varð Árneshreppur
fyrir valinu þar sem hún fékk vinnu í
Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Áreitið
stoppaði ekki þar og hefur Ari reynt
að grafa undan starfi hennar með því
að hafa samband við kaupfélagsstjór-
ann og segja ljótar sögur. Þegar ekki
var tekið mark á þeim hefur áreitið
beinst að kaupfélagsstjóranum sjálf-
um og öðru starfsfólki kaupfélagsins.
Stofnaðar hafa verið Facebook-síður
í nafni kaupfélagsins þar sem mynd-
bönd af Björgu Amalíu og vinkon-
unni eru birt. Þá hefur Ari birt myndir
af kaupfélagsstjóranum og segir hann
styðja heimilisofbeldi en kaupfélags-
stjórinn Viktoría Rán vildi ekki tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað.
Þetta áreiti hefur verið formlega kært
til lögreglu. Hefur kaupfélagsstjórinn
brugðið á það ráð að loka Facebook-
síðu kaupfélagsins. Hefur Ari einnig
stofnað Facebook-síðu fyrir Kaupfé-
lag Norðfjarðar í Árneshreppi.
Þá var meðlimur í hljómsveit
Bjargar Amalíu fyrir því að nafni
hans og mynd af honum var skeytt
við nafnlausan dóm um barnaníðing
sem fór síðan í dreifingu á netinu. Ill-
mögulegt er að verjast slíkum árásum
á mannorð fólks.
Fá úrræði lögreglu
Björg Amalía hefur ítrekað verið í
sambandi við lögreglu út af áreiti Ara
en lögreglan hefur lítið getað gert til
þess að aðstoða hana. „Mér hefur
verið tekið mjög fálega og lögreglan
virðist ekki hafa nein úrræði til þess
að stöðva áreiti sem þetta. Ég vona
að með lagabreytingum verði hægt
að gefa lögreglunni frekari tæki til
þess að berjast gegn eltihrellum og
hefndarklámi og þess vegna fannst
mér mikilvægt að stíga fram. Þeir
sem eru fórnarlömb slíks þurfa að
segja sögu sína svo eitthvað verði
gert,“ segir Björg Amalía. n