Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 6
Vikublað 3.–4. ágúst 20166 Fréttir Erum á Facebook Gleði - Friður - Hamingja Nýjaland nyjaland@gmail.com • www.nyjaland.is Meðferðir Heilun, blómadroparáðgjöf, höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun Sími 517 4290 Ég ætla ekki að láta hann buga mig n Björg Amalía hefur verið of- sótt af fyrr- verandi sam- býlismanni n Vinir og fjölskylda verða einnig fyrir barðinu á manninum n Kaupfélags- stjóri ætlar að kæra É g brotnaði gjörsamlega niður. Líkaminn eiginlega hrundi og ég gat ekki gengið. Vinir mínir og fjölskylda gáfu mér hins vegar styrk til þess að rísa upp úr þessu og ég er sterkari fyrir vikið,“ segir Björg Amalía Ívarsdóttir sem hefur mátt glíma við látlaust áreiti manns sem hún átti í skammvinnu sambandi við fyrir rúmu ári. Maðurinn heitir Ari Sigurðsson. „Hann hefur sent flestum sem tengj- ast mér, meðal annars nágrönnum mínum, nektarmyndir af mér með ósmekklegum skilaboðum. Auk þess hefur Ari endurtekið stofnað Facebook-síðu þar sem hann birtir niðurlægjandi myndir og mynd- bönd af mér. Þá hefur hann ítrekað áreitt aðra fjölskyldumeðlimi og vini mína.“ Samkvæmt heimildum DV hefur Ari undanfarið herjað á íbúa í fá- mennu sveitarfélagi Árneshrepps en þangað flúði vinkona Bjargar Amalíu undan áreitinu. Björg Amalía vonar að vilji lögreglustjóra um sérstakt ákvæði til höfuðs eltihrellum nái fram að ganga og geti veitt henni frið. Allt lék í lyndi til að byrja með „Við kynntumst á stefnumótasíðu síðasta vor. Ég man að það var farið að verða aðeins sumarlegra og létt- ara yfir öllu. Til að byrja með sagði hann alla réttu hlutina og gerði allt fyrir mig. Ég mátti varla ná mér í kaffibolla þá var hann stokkinn til að færa mér hann,“ segir Björg Amalía. Hún heldur sjálf á rjúkandi bolla á kaffihúsi í Vesturbænum þar sem við mæltum okkur mót. Augljóst er á öllu hennar fasi að baráttan hefur tekið mikið á hana. „Á tímabili gat ég ekki farið út úr húsi af skömm og það er í raun enn erfitt. Ég ætla hins vegar ekki að láta þetta buga mig og þess vegna vil ég tala um þessa reynslu mína. Ekki síst til þess að hjálpa öðr- um sem glíma við eltihrella eða eru fórnarlömb hefndarkláms,“ segir Björg Amalía. Hrós og niðurlægjandi athugasemdir Að sögn Bjargar gekk sambandið svo vel að fljótlega var Ari fluttur inn til hennar. Þá skyndilega fór hegð- un hans að breytast. „Fljótlega byrj- aði hann á því að hrósa mér en á sama tíma koma með niðurlægjandi athugasemd. Til dæmis að buxurnar sem ég væri í væru flottar en að ég væri samt feit. Þetta er aðferð sem er notuð til þess að brjóta fólk niður og því miður tókst honum það. Það er ótrúlegt hvað hugsanir manns brenglast þegar slíkar athugasemd- ir dynja sífellt á manni,“ segir Björg Amalía. Ástandið versnaði smám saman, hrósyrðunum fækkaði en þeim andstyggilegu fjölgaði þar til þær voru einar eftir. Segist hafa verið kýld aftur og aftur Björg Amalía segist hafa upplifað mikla vanlíðan vegna andlegs of- beldis. Kveðst hún einnig hafa kært Ara fyrir heimilisofbeldi en ekki haldið kærunni til streitu. Hún bætir við að hún hafi verið brothætt á þess- um tíma og því guggnað. „Hann kenndi mér alltaf um allt og ég var farin að trúa því að ég væri gjörsamlega vonlaus. Að hann hefði orðið að stöðva mig með þessum hætti, ítrekuðum kjaftshöggum.“ Myndband klippt úr samhengi Ástarsambandið hélt áfram í nokkra mánuði en Björgu Amalíu leið sí- fellt verr og svo kom að því að hún fékk nóg. „Við vorum heima og vor- um búin að neyta áfengis. Þá sprakk ég og vildi henda honum út úr íbúð- inni og lífi mínu í eitt skipti fyrir öll. Ég beitti öllum úrræðum til þess að reyna að fá hann til að yfirgefa íbúðina, fyrst í góðu en síðan með hótunum um að hringja á lögregluna,“ segir Björg Amalía. Allt kom fyrir ekki og að sögn hennar hló Ari að orðum hennar og virti hana ekki viðlits. „Hann hæddist alltaf að öllu sem ég sagði og virti mig gjörsamlega að vettugi. Þá datt mér í hug að taka hníf úr eldhúsinu og standa fyrir framan hann á ógn- andi hátt. Markmiðið var að hræða hann en áfram hló hann. Í kjölfarið henti ég stól í áttina á honum en það hafði heldur engin áhrif,“ segir Björg Amalía. Meðan á atganginum stóð hafði Ari verið að taka upp myndband sem hann síðar hefur birt hvar sem því hefur verið við komið á netinu. Þá var stofnuð Twitter-síða með myndum og niðrandi athugasemdum um Björgu og þegar stórviðburðir hafa átt sér stað í ís- lensku samfélagi hefur síðunni verið deilt með því að merkja síðuna með vinsælum myllumerkjum. Þannig varð blaðamaður vitni að því þegar fréttamiðlar fjölluðu um forsetakosn- ingarnar að síðunni var deilt og hún merkt myllumerkinu #forseti. Björg Amalía hundelt af eltihrelli Myndir Sigtryggur Ari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.