Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Síða 12
Vikublað 3.–4. ágúst 201612 Fréttir Erlent
Sumargjöfin í ár!
Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Fæst á .is
avis.is
591 4000
Frá
1.650 kr.
á dag
Vissir þú að meðal heimilisbíll er
notaður í eina klukkustund á dag
Langtímaleiga er
þægilegur, sveigjanlegur
og skynsamlegur kostur
Á
R
N
A
S
Y
N
IR NOTAÐU ÞITT FÉ
SKYNSAMLEGA
R
úmlega 75.000 manns hafa
skrifað undir undirskrifta-
lista þar sem farið er fram
á að samkynhneigðu pari
verið heimilt að útskrifast
frá Guangdong-háskólanum í Kína.
Konurnar, Jean Ouyang og Xiaouy
Wang, voru báðar að útskrifast frá
skólanum. Við útskriftina fór Jean
Ouyang niður á annað hné og bað
Xiaouy Wang að giftast sér, og tók
Xiaouy bónorðinu.
Háskólinn heldur því fram að
með bónorðinu hafi konurnar brotið
reglur skólans. Eftir undirskriftasöfn-
unina, gríðarlega fjölmiðlaumfjöll-
un og kvartanir við skólann ákváðu
forsvarsmenn hans að afhenda kon-
unum útskriftarskírteinin, en und-
ir þeim formerkjum að það færi
hljóðlega. Var þeim sagt að læra að
halda „samkynhneigð sinni“ fyrir
sig. Þær eru eðli málsins ekki sáttar
við málavöxtu og segja að einn mikil-
vægasti dagur í þeirra lífi hafi orðið
fyrir hnekki. „Þetta átti að vera róm-
antískasti dagur lífs míns, en varð að
martröð,“ segir Xiaoyu Wang. „Ég er
algjörlega miður mín og var niður-
lægð. En ég ætla að berjast áfram.“
Háskólinn hefur afþakkað boð
um að tjá sig um málið, en réttindi
samkynhneigðra eru fótum troðin í
Kína. Fyrr á árinu krafðist samkyn-
hneigð kona þess að skólabók sem
sagði samkynhneigð vera geðrösk-
un yrði tekin af kennsluskrá og
höfðaði mál þess efnis. Samkyn-
hneigður maður hefur einnig lögsótt
geðsjúkrahús þar sem reynt var að
„lækna“ hann með ofbeldi og lyfjum
eftir að eiginkona hans lét flytja hann
nauðugan þangað eftir að hann kom
út úr skápnum. n
Í banni eftir bónorð
Samkynhneigðu pari neitað um útskriftarskírteini
Ást Jean Ouyang bað Xia-
ouy Wang að giftast sér.
Ræna og rupla avókadó
Uppskerubrestur á lárperu gerir fólk örvæntingafullt
Þ
að getur reynst erfitt að
nálgast lárperur, avókadó,
á suðurhveli jarðar um
þessar mundir. Í Ástralíu og
Nýja-Sjálandi hafa nú skap-
ast hálfgerðir undirheimar þar sem
avókadó gengur kaupum og sölum,
dýrum dómum. Uppskerubrestur
veldur því að erfitt getur reynst að
nálgast ávöxtinn og aukin neysla hef-
ur orðið til þess að lárperan
stoppar stutt við í búðum.
Verð á lárperu hefur
náð hæstu hæðum
og hafa sumir
veitingastaðir,
til að mynda
mexíkóskir,
ákveðið að fjarlægja t.d. guacamole
af matseðlinum, en eins og kunnugir
vita er lárpera grunnurinn að slíkum
veitingum.
En það eru alltaf einhverjir sem sjá
tækifæri í svartnættinu. Glæpamenn
hafa látið greipar sópa hjá bændum
sem rækta ávöxtinn á Nýja-Sjálandi.
Gerast þeir æ bíræfnari. Einn bóndi
greinir frá því að í skjóli nætur komi
menn á sendiferðabílum og pallbíl-
um og troðfylli þá af ávöxtum. Góss-
ið er svo selt á uppsprengdu verði á
svörtum markaði.
Bevan Jelley markaðsstjóri
segir málið mjög alvarlegt og
að það færist í aukana að
fólk steli avókadó. „Við
höfum heyrt fréttir af
því að fólk brjótist
inn í aldingarð-
ana og fylli
pallbílana.
Ræktendur
finna teppi
og sængur-
ver, full af
lárperum eftir að þjófarnir hafa látið
sig hverfa.“
En það getur líka verið hættulegt
að stela ávöxtunum, sérstaklega áður
en þeir hafa náð að þroskast að fullu.
Það getur verið ávísun á magapínu,
veikindi af völdum skordýraeiturs og
svo er fólk að fá vöru sem stenst ekki
gæðastaðla.
„Þetta er óþroskað, sumir hafa ný-
lega verið úðaðir með skordýraeitri
og gætu fyrir vikið enn verið með eitr-
ið á hýðinu,“ segir lögreglumaðurinn
Aaron Fraser. „Það er einhver sem
stórgræðir á þessari sölu, með því að
selja avókadó á svörtum markaði.“
Vonir eru bundnar við að hægt
verði að binda endi á lárperuneyðar-
ástandið í september og október,
þegar ávöxturinn hefur náð fullum
þroska og hægt verður að selja hann
aftur í búðunum. En til þess að það
verði hægt verður hann auðvitað að
fá að þroskast í aldingarðinum. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Dýrmætt Eftirspurnin
er talsvert meiri en framboðið og fyrir
vikið eru lárperur seldar á uppsprengdu
verði. MynD Oliver HOffMann
fjölhæf Lárpera
eða avókadó er
ávöxtur sem vex á
lárperutré. Lárperur
hafa verið ræktaðar í
þúsundir ára og á tréð
rætur sínar að rekja
til Mexíkó. Ávöxturinn
hefur náð sífellt meiri
vinsældum, sérstak-
lega á suðurhveli
jarðar og í Vestur-
heimi, og er oft erfitt
að anna eftirspurn.
MynD SaitvOprOSOv
„Það er
einhver
sem stórgræðir
á þessari sölu
Fær ekki
reynslulausn
Melissu Wright hefur verið til-
kynnt að hún fái ekki lausn úr
fangelsi á skilorði, en árið 2002
var hún dæmd fyrir að brenna
dóttur sína í bakaraofni. Barnið,
Ashley Smith, var 14 mánaða
gamalt, en Wright setti hana inn
í brennheitan ofn á heimili sínu í
Alabama í Bandaríkjunum. Ashley
hlaut, eðli málsins samkvæmt,
alvarleg þriðja stigs brunasár sem
þöktu þriðjung af líkama henn-
ar. Á þeim fjórtán árum sem liðin
eru hefur Ashley þurft að gangast
undir 28 aðgerðir. Melissa Wright
var dæmd til 25 ára fangelsisvistar
fyrir tilraun til manndráps en fór í
ár fram á skilorð. Í síðustu viku tók
skilorðsnefnd fyrir beiðni Melissu
um reynslulausn og á mánudag
komst nefndin að þeirri niður-
stöðu að Melissa þyrfti að vera
lengur á bak við lás og slá.