Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 16
Vikublað 3.–4. ágúst 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
adams hágæða bón
og hreinsivörur
auðvelt
í notkun
frábær
ending
H Jacobsen eHf - ReykJavíkuRvegi 66 - s: 699 3135
Ó
lafur Ragnar Grímsson mótaði
forsetaembættið eftir eigin höfði
á valdatíð sinni, við gremju
sumra en ánægju mun fleiri.
Hann var sannarlega ekki óumdeild-
ur forseti en skoðanakannanir sýndu
að hann naut alla jafna stuðnings og
velvilja meirihluta þjóðarinnar. Hann
vann enda með hagsmuni þjóðar-
innar að leiðarljósi, sem sýndi sig vel
þegar hann lagði kapp á að ræða við
alla mögulega erlenda fjölmiðla í
Icesave-málinu og tala máli Íslands
meðan íslensku stjórn-
málamennirnir þögðu
máttleysislega og virtust
ráðlausir. Ólafur Ragnar
tók slaginn í Icesave-
málinu eins og þjóð-
in vildi að hann gerði.
Valdatíð hans var vissu-
lega ekki án mistaka,
eins og þegar hann á
góðæristíma talaði máli
útrásarvíkinga. Hann
hafði sér til afsökunar
að vita ekki betur,
eins og flestir. Eins og
skáldið góða, Þórarinn
Eldjárn, sagði svo rétti-
lega: „Það var ekki fyrr
en eftir hrunið sem allir
sáu það fyrir.“
Ólafur Ragnar var
fyrirferðarmikill for-
seti sem ljómaði af
sjálfsöryggi. Hann
greip iðulega fram fyrir
hendurnar á stjórn-
málamönnum, sem margir létu
hann fara ósegjanlega í taugarnar á
sér. Fæstir þeirra höfðu roð við hon-
um, kannski enginn þeirra. Óbeit
ákveðinna hópa á Ólafi Ragnari var
á stundum hjákátleg. Þessum hópi
er örugglega létt nú þegar hann hef-
ur látið af embætti eftir langa og far-
sæla valdatíð. Þjóðin á örugglega eft-
ir að heyra meira frá merkilegum
manni sem hefur sterkan og áberandi
persónuleika og nýtur þess að láta til
sín taka.
Þjóðin hefur fengið nýjan forseta,
Guðna Th. Jóhannesson, hógværan
og alþýðlegan mann. Guðni hefur nú
þegar, á fyrstu dögum í embætti, sleg-
ið nýjan tón. Fyrsta opinbera heim-
sókn hans var til Sólheima og hann
verður fyrsti forsetinn sem tekur þátt
í Hinsegin dögum þegar hann flytur
hátíðar ávarp á stóra sviðinu á Arnar-
hóli. Víðsýni, mannúð og virðing fyrir
mannréttinum eru það veganesti sem
hann kýs að flytja með sér á Bessa-
staði. Það verður vart betra!
Það má skamma þjóðina fyrir
ýmis legt en þegar kemur að forseta-
kjöri hefur henni ætíð tekist vel upp.
Forsetar þjóðarinnar hafa verið far-
sælir í starfi, lagt sig fram við að vinna
þjóð sinni gagn og hafa haft mikil
áhrif. Þar eru áhrif Vigdísar Finnboga-
dóttur mest áberandi. Hún var sterk
og mikilvæg fyrirmynd ungra stúlkna
og kvenna og kjör hennar skipti
gríðarlega miklu máli fyrir þær.
Skoðanakannanir sýna að þjóð-
inni er annt um forsetaembættið og
lætur sig varða hver skipar það emb-
ætti. Nýjum forseta, Guðna Th. Jó-
hannessyni, er óskað velfarnaðar í
starfi og forvera hans, Ólafi Ragnari
Grímssyni, er þakkað fyrir sín góðu og
mikilvægu störf í þágu þjóðarinnar. n
Farsæld forsetanna
Ekkert miðar hjá Oddnýju
Tveir mánuðir eru síðan Oddný G.
Harðardóttir var kjörin formaður
Samfylkingarinnar og boðaði 130
daga áætlun sem miðaði að því að
rífa fylgi flokksins upp. Ekkert hef-
ur gengið í þeim efnum og tíminn
líður. Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnun Gallup er fylgi Samfylk-
ingarinnar einungis átta prósent.
Viðreisn, flokkurinn sem Oddný
sagði að enginn jafnaðar maður
myndi styðja, er orðinn stærri en
Samfylkingin. Bjargar ráð Samfylk-
ingar átti að vera að losa sig við
Árna Pál Árnason úr formannsstóli
og þá átti fylgið að aukast með nýj-
um formanni. Sú hefur hins vegar
ekki orðið raunin.
Sprengur frá Ólafi
Ragnari
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar sér
meðal annars að sinna skriftum
og gera upp ferilinn nú þegar
hann hefur látið
af embætti forseta
Íslands. Hann seg-
ist ætla að nota
einkagögn til að
koma sinni sýn á
ýmsa atburði til
skila. Það hlýtur
að vera fagnaðarefni þegar valda-
menn gefa sér tíma til að miðla
reynslu sinni. Ólafur Ragnar hefur
örugglega margt merkilegt fram
að færa. Margir bíða spenntir eft-
ir því að Ólafur Ragnar geri upp
samskipti sín og Sigmundar Davíðs
og einnig samskiptin við Jóhönnu
Sigurðardóttur og Steingrím J. Sig-
fússon í Icesave-málinu. Senni-
lega er von á sprengjum.
Sandra Ellertsdóttir berst við krabbamein. – DV
Ég ætla að ná bata og
halda áfram að berjast
Hilmar Leifsson samþykkti afsökunarbeiðni Benjamíns Þórs. – DV
Ég er búinn að
slíðra sverðin
Auður Alfífa Ketilsdóttir segir óþarfa að fara á öll fjöllin. – DV
Eitt fjall dugar alveg
„Það má skamma
þjóðina fyrir ýmis
legt en þegar kemur að
forsetakjöri hefur henni
ætíð tekist vel upp.
Myndin Hinsegin dagar Hinsegin dagar í Reykjavík hófust á þriðjudag með því að tröppurnar að Menntaskólanum í Reykjavík voru málaðar í regnbogans litum. Dagskráin er
þétt en nær að líkindum hámarki á laugardag kl. 14 þegar gleðigangan verður gengin frá BSÍ og að Arnarhóli. mynD SiGtRyGGuR ARi
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is