Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 18
Vikublað 3.–4. ágúst 201618 Menning U m þessar mundir er verið að negla upp dauðan kettling og fleiri dýr á veggi í Pakk- húsi Hróksins í Reykjavík. Dýrin eru partur af verkum myndlistarkonunnar Ingu Maríu Brynjarsdóttur sem verða sýnd á sýningunni In the Storm sem verður opnuð á laugardag. Í verkum sínum vinnur Inga María oftar en ekki með náttúruna og dýralíf – eða öllu heldur dýradauða. Í útskriftarverki sínu úr mastersnámi við LHÍ fyrr á árinu blandaði hún til að mynda saman teikningum, ljós- myndum, skrifuðum frásögnum, dýrshömum og uppstoppuðum dýr- um, allt frá skordýrum til heimilis- dýra. Ekki ógeð heldur gersemi „Í grunninn er ég teiknari og geri mikið af dýralífsmyndum, sem eru þó ekki týpískar heldur yfirleitt frekar afskræmdar. Ég tek þær úr samhengi þannig að þeir sem þekkja til sjá að eitthvað sé rangt – en almenningur sér það þó ekki endilega,“ segir Inga María. „Ég hef mikinn áhuga á náttúru og dýralífi, og þetta er oft dálítil fantasía um stökkbreytingar og annað. Heimurinn er að breytast svo gríðar- lega og dýrin með. Ég er svolítið að leika mér með það,“ segir hún. En af hverju fórstu að vinna með dýrahræ, uppstoppuð dýr og upp- strekkta hami? „Fyrir mér er þetta nátengt teikn- ingunni. Ég ákvað að fara í þetta til að tengjast dýrunum aðeins bet- ur. Fyrir flestum er þetta bara ógeð sem þeir keyra framhjá en fyrir mér er þetta gersemi – að skoða hvernig dýrið og hamurinn er. Það er í raun ekkert ógeðslegt við þetta, því þetta er bara hluti af lífinu og ferlinu,“ segir hún. „Fyrir mér er saga dýranna líka mikilvæg, hvernig ég finn dýrin og hvort þau séu persónulega tengd mér. Kötturinn sem ég er með í sýn- ingunni í Pakkhúsinu er til dæmis kettlingur frá læðunni minni, sem var alveg ofvirk og hoppaði niður af þriðju hæð alltaf þegar hún var á lóðaríi,“ segir Inga og nefnir einnig þröst sem hún fann dauðan á Miklu- brautinni og hreinsaði, en nú hefur hann verið lánaður sem leikmunur í íslenska kvikmynd. Vinnur með dýrin af virðingu En hvernig verður þú þér úti um öll þessi dýrahræ? „Meindýraeyðir Reykjavíkur- borgar safnar dauðum rottum fyrir mig sem ég næ svo reglulega í. Fólk hringir oft í mig og bendir mér á dýrahræ hér og þar. Ein vinkona mín hefur verið að senda mér mýs og ýmis dýr, sem hún hefur fundið, með hraðpósti. Ég fékk símtal frá henni um daginn þegar hún var í sauð- burði þar sem hún spurði hvort ég vildi fá sent lamb sem hafði drepist – ég afþakkaði það reyndar. Svo fór ég að kaupa hundamat um daginn og datt allt í einu í hug að þau hlytu nú að vera með einhver dýr sem hefðu drepist. Ég spurði og endaði á því að koma heim með tuttugu fulla hundaskítspoka. Mér leið eins og ég væri lítill krakki nýkominn úr Kolaportinu með lukkupakka.“ Hefur þú lært einhvers staðar að vinna dýrin, til dæmis hjá hamskera? „Nei, en það er planið á næst- unni. Fyrst vildi ég ekki vita neitt því mér finnst mikilvægt að læra sjálf frá grunni, prófa mig áfram. Það er líka ákveðin ögrun, maður þarf alltaf að fara aðeins lengra út fyrir þæginda- sviðið. En ég prófa mig bara áfram, til dæmis við að ná beinagrindinni út. Um daginn ætlaði ég að prófa að ná beinagrind úr rottu sem ég hafði fengið. Ég skellti henni bara í pottinn og byrjaði að sjóða. Yfirleitt er lyktin bærileg – nema þú opnir garnirnar – en í þetta skiptið var hún svo mikil að ég komst varla af klósettinu. Um leið og ég kom fram varð lyktin svo mikil að ég varð að hlaupa aftur inn á klósett,“ segir hún og hlær. Inga María segir að viðbrögð áhorfenda við verkunum séu yfirleitt góð: „Ég vinn með þetta af virðingu. Ég er að sýna fólki það sem er. Og flestir í kringum mig eru orðnir frekar vanir þessu. Þegar krakkarn- ir opna frystinn heima er þar oft gæs eða rotta, og þau segja bara: „Æi, Mamma!““ n „Það er í raun ekk- ert ógeðslegt við þetta, því þetta er bara hluti af lífinu og ferlinu. Ekki sjóða rottur! Inga María mælir ekki með því að rottur séu soðnar til að ná beinagrindinni úr þeim – lyktin sem gýs upp er ógeðsleg. Mynd Inga María BrynjarsdóttIr Dauður köttur negldur upp á vegg í Pakk- húsinun Listakonan Inga María Brynjarsdóttir er með frystikistur fullar af dauðum dýrum n Ekki ógeð heldur gersemi teiknar og hamflettir dýr Inga María Brynjarsdóttir hefur mikinn áhuga á náttúru og dýralífi og fæst við það í listaverkum sínum. Mynd sIgtryggur arI Mynd Inga María BrynjarsdóttIr Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.