Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Blaðsíða 21
Vikublað 3.–4. ágúst 2016 Menning 21
fyrir hlé er búið að rústa Enterprise
ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Simon Pegg (Shaun of the Dead,
Hot Fuzz) er kannski hættur að gera
fyndnar myndir sjálfur, en hann
hressir upp á Hollywood-stórmyndir
með húmor sínum, bæði sem hand-
ritshöfundur og leikari. Nokkur atriði
í hinni ágætu Ant-Man voru frá hon-
um komin og handbragð hans leynir
sér ekki hér.
Kirk kafteinn er kominn með
byssu belti Han Sóló og er lítið fyrir
samræður en til í að skjóta fyrst. Samt
saknar maður pælinganna sem fylgdu
gömlu myndunum. Það að ferðast
um óravíddir alheimsins er áhugavert
í sjálfu sér, og maður væri alveg til í
fleiri undur en byssubardaga.
Helsti gallinn er þó að menn eru
hér greinilega búnir að horfa of mikið
á Guardians of the Galaxy. Popptón-
list frá seinni hluta 20. aldar gegnir
veigamiklu hlutverki en það að leysa
vandann með því að setja Beastie
Boys á fóninn er aðeins of mikið af
því góða. Myndin fer því kannski ekki
ótroðnar slóðir, en á frekar dræmu
stórmyndasumri er hún vel yfir
meðal lagi. n
hvort Franz Schubert hafi verið fyrir
karlmenn eða ekki, en við ákváðum
að sleppa slíkum tónskáldum til
að efna ekki til rifrildis,“ segir Árni
Heimir.
Aðspurður segist hann ekki viss
um að kynhneigðin hafi áhrif á tón-
listina sjálfa en segir það hvað fólk
heyri í tónlistinni hins vegar oft á tíð-
um vera mótað af vitneskju um líf
og langanir tónskáldanna. Oft eykst
þekkingin hins vegar með tímanum
og viðtökurnar breytast.
„Kannski er besta dæmið af Tsjaj-
kovskíj. Á meðan hann lifði vissi
enginn neitt um samkynhneigð
hans – að minnsta kosti ekki í Vestur-
Evrópu. Þá var orðræðan um tón-
listina á þann veg að þetta væri sterk
og karlmannleg tónlist, en svo um
leið og þessi hluti sögunnar fór að
koma í ljós fór fólk að tala um tón-
listina á allt annan hátt. Mér finnst
þetta mjög áhugavert, það sem við
vitum hefur áhrif á hvað við heyrum
út úr tónlist.“ n
Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is
Póst-sendum um allt land
Allt til hanny
rða160 garnt
egundir
Hommar og hinsegin tónverk
geti sótt sér fyrirmyndir víða
Pjotr Tsjajkovskíj
(1840–1893)
Eitt helsta tónskáld síðrómantíska tímans. Þessi
Rússi samdi meðal annars balletana Hnotubrjótinn og
Svanavatnið. Tsjajkovskíj átti í skammlífu hjónabandi en
í seinni tíð hefur orðið ljóst að hann var samkynhneigður.
Reynaldo
Hahn
(1874–1947)
Venesúelamaðurinn
Reynaldo Hahn bjó
lengst af í Frakklandi
þar sem hann samdi
tónlist, stýrði hljóm-
sveitum og skrifaði
gagnrýni. Hann var
ástmaður franska
rithöfundarins Marcels
Proust.
Á geimferð Taívanski leikstjórinn Justin Lin, sem hefur áður leikstýrt nokkrum Fast and
Furious-myndum, er meira fyrir geislabyssuhasar en tilvistarlegar vangaveltur um heima og
geima.
Sundfataklædd Hillary
hulin með íslamskri slæðu
U
mdeildu götulistaverki
af Hillary Clinton á vegg
í Maribyrnong, rétt fyrir
utan Melbourne í Ástralíu,
hefur verið breytt eftir kvartanir frá
borgurum og hótanir frá bæjarráði.
Myndin, sem er af bandaríska
forsetaframbjóðandanum í
efnislitlum sundbol, er máluð á
hliðarvegg hjólabrettabúðar af
ástralska götulistamanninum
Lushsux. Eftir að verkið var sett upp
bárust bæjarráðinu kvartanir frá
vegfarendum og í kjölfarið sendi ráðið
frá sér hótun um að sekta eiganda
veggjarins. Ástæðan var ekki að verkið
þætti móðgun við Clinton heldur var
það sagt fara yfir velsæmismörk að
sýna hálfnakta konu og það sagt í
andstöðu við hugmyndir bæjarbúa
um kynjajafnrétti.
Í stað þess að taka verkið niður
brá Lushsux á það ráð að mála á
forsetaframbjóðandann niqab,
klæðnað sem hylur allan líkamann
og andlitið fyrir utan augu. Fyrir
neðan skrifaði hann: „Ef þú móðgast
við að sjá þessa múslimakonu ert
þú þröngsýnn, rasisti, karlremba og
haldinn hræðslu gagnvart íslam.“
Bandarísk stjórnmál eru
listamanninum greinilega ofarlega í
huga enda hefur hann einnig málað
dónamyndir af Donald og Melaniu
Trump. n