Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 6
Ókeypis kynningartími á morgun kl. 20:00 Ármúli 11, 3. hæð Skráning á www.dale.is Skapaðu nýtt sjónarhorn Vonar hið besta LögregLumáL Ungur maður slapp án teljandi meiðsla eftir að hafa ekið Toyota Corolla bifreið á fullri ferð ofan í Ölfusá eftir eltingaleik við lög- reglu í gær. Eftirförin hófst í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan 10 og var mikil umferð á meðan á eftirförinni stóð. Mikil hætta skapaðist þegar bílnum var ekið á miklum hraða um hverfi borgarinnar, Hellisheiði, Hveragerði og inn á Selfoss. Lögreglan lokaði brúnni með svo- kallaðri fastri lokun, þar sem bílum var komið fyrir við brúarendann, en áður var búið að reyna að stöðva för mannsins með því að aka utan í bíl hans, nota naglamottu og koma lög- reglubíl fram fyrir án árangurs. Þegar lögreglumenn ætluðu að komast fram fyrir bílinn ók ökumaðurinn utan í lögreglubílana. Hið minnsta sjö lögreglubílar, meðal annars bílar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra og tvö mótorhjól tóku þátt í aðgerðunum sem minnti frekar á amerískan elt- ingaleik en íslenskan veruleika. Þegar leikar bárust að Selfossi sá ökumaðurinn enga aðra leið en að aka fram hjá Jórunnartúni 2, sem Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, átti og Þórarinn Ingólfsson, faðir Ingós veðurguðs, á núna, og beint ofan í ána. Gaf hann í síðustu metrana. Bíl- inn rak þar undir Ölfusárbrú þar sem hann steytti á kletti og festist. Bíllinn, tólf ára gömul Toyota Corolla, er í eigu Bílahallarinnar-Bílaryðvörn sem Jón Ragnarsson, margfaldur Íslands- meistari í rallý, á og rekur. Jón segir að bíllinn hafi verið í láni. „Ég hef meiri áhyggjur af hvort maðurinn hafi meiðst. Hann virðist vera sæmilega heill. Annað veit ég ekki. En við berum ábyrgð á bílnum. Það er kannski fyrir mestu að hann fór í ána en ekki fram- an á einhvern bíl í látunum,“ segir Jón. Maðurinn komst af sjálfsdáðum út úr bílnum og upp á þak þar sem hann komst í línu sem björgunarsveitar- menn köstuðu til hans frá brúnni. Hann beið svo á þaki bílsins þar til menn á báti komu honum til bjargar. – bb, skh Ungi maðurinn gaf í síðustu metrana Lögregla segir líðan mannsins góða eftir atvikum. FréttabLaðið/MHH Ungur maður endaði á tólf ára gamalli Toyota Corolla, sem hann hafði fengið lánaða, í Ölfusá í gær. Ótrúlegt verður að teljast að hann hafi sloppið aðeins kaldur og hrakinn. VIÐSKIPTI Tryggingafélagið Sjóvá bætti við eignarhlut sinn í olíufélag- inu N1 í síðustu viku og átti síðasta fimmtudag samtals 5.740.836 hluti eða 2,3 prósent hlutafjár í félag- inu. Tryggingafélagið er þar með aftur á lista yfir stærstu hluthafa í N1, en þar hefur félagið ekki verið undanfarnar vikur. Miðað við gengi hlutabréfa N1 í gær er eignarhlutur Sjóvár metinn á um 690 milljónir króna. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi – lífeyrissjóður og Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins eru eftir sem áður stærstu hluthafar í olíufélaginu. Eins og kunnugt er hefur olíu- félagið tilkynnt um áform sín um að kaupa Festi, næststærsta smásölu- félag landsins. – kij Sjóvá bætir við hlut sinn í N1 Hermann björnsson, forstjóri Sjóvár. FréttabLaðið/VaLgarður Eignarhlutur Sjóvár er metinn á um 690 milljónir króna. Spænskur maður, búsettur í norðvesturhluta landsins, horfir á reykinn rísa við sjónarrönd. Handan landamæranna, í Portúgal, hafa fimmtíu hekt- arar lands brunnið í miklum skógareldum. Rúmlega sextíu hafa farist í eldinum en flestir brunnu þegar þeir króuðust af í bílum sínum. Nágranna- lönd hafa aðstoðað við slökkvistarf en ekki hefur enn tekist að ná tökum á eldinum. FréttabLaðið/EPa 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ r I Ð j u D A g u r6 f r é T T I r ∙ f r é T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 F -B 4 F C 1 D 1 F -B 3 C 0 1 D 1 F -B 2 8 4 1 D 1 F -B 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.