Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 20
Íslendingar henda miklu af nýtanlegum mat,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á
sviði sjálfbærni hjá Umhverfis-
stofnun. Tölfræði nýjustu rann-
sóknar Umhverfisstofnunar á
matarsóun Íslendinga talar sínu
máli.
„Úr eldhúsum landsmanna fara
að meðaltali 62 kíló af mat í ruslið
árlega, þar af 23 kíló af nýtan-
legum mat. Sem þýðir að þegar við
kaupum fjóra innkaupapoka af
matvöru í Bónus fer að meðaltali
einn beint í ruslið,“ upplýsir Hildur
og betur má ef duga skal.
Vefurinn matarsóun.is er hluti
af sóknaráætlun Umhverfis- og
auðlindaráðneytisins í loftlags-
málum og úrgangsforvarnastefnu.
Vefurinn fór í loftið í fyrra en að
honum standa ýmsar stofnanir og
frjáls félagasamtök.
„Kveikjan að vefnum var sú að
það var ekki til neinn vettvangur á
íslensku fyrir fræðslu um matarsó-
un og leiðbeiningar um hvernig
hægt er að minnka hana,“ segir
Hildur. „Það vefst til dæmis fyrir
mörgum að kaupa rétt magn hrá-
efnis í matinn en á matarsóun.is er
meðal annars að finna skammta-
reikni til að aðstoða fólk við að
áætla rétt magn í innkaupum.“
Matarsóun.is er líka virk síða
á Facebook þar sem hægt er að
finna nýjustu fréttir og hollráð um
matarsóun.
„Það er ríkt í Íslendingum að
elda mikið og hafa miklu meira en
nóg á veisluborðum. Við viljum
breyta þessu viðhorfi og teljum
meiri dyggð að vera nákvæmur
í veisluföngum og þurfa ekki að
henda neinu né sitja uppi með
marengstertur svo vikum skiptir.
Verkfæri eins og skammtareiknir-
inn hjálpar manni að áætla betur
magn hráefnis miðað við fjölda
gesta,“ upplýsir Hildur.
Notaðu nefið!
Á matarsóun.is er mikið af fróð-
leik og tillögum að aðgerðum sem
hægt er að fara í á heimilum til að
minnka matarsóun. Til dæmis má
finna tíu húsráð gegn matarsóun
sem eru einföld ráð til að leggja sitt
af mörkum.
Einnig hefur neytendateymi
Umhverfisstofnunar verið í
vitundarvakningarherferð um
geymsluþolsmerkingar undir
heitinu „Notaðu nefið!“ sem skýrir
mun á merkingunum „Síðasti
notkunardagur“ og „Best fyrir“.
„Þessar tvær merkingar vefjast
oft fyrir neytendum. „Síðasti
notkunardagur“ er tilgreindur á
matvælum sem eru viðkvæm fyrir
örveruvexti og varan getur því
orðið skaðleg heilsu ef hennar er
neytt eftir síðasta notkunardag. Því
ber að virða þessa dagsetningu og
ekki einungis treysta á skynfærin
þegar kemur að neyslu slíkra mat-
væla. „Best fyrir“ segir hins vegar til
um lágmarksgeymsluþol matvæla
og gefur til kynna gæði frekar
en öryggi matvæla þar sem þær
sýna hvenær matvælin standast
gæðakröfur framleiðanda. En svo
framarlega sem matvælin lykta og
smakkast eðlilega og umbúðirnar
eru órofnar er oftast í meira en
góðu lagi með vöruna og flott að
treysta bara á skynfærin,“ útskýrir
Hildur.
Önnur heilræði á matarsóun.is
snúa að geymslu matvæla.
„Við erum gjörn á að hafa
ísskápana ekki nógu kalda, en
matur geymist mun betur í vel
kældum ísskáp og er þá miðað
við fjórar gráður. Gott er að nýta
frystinn vel og koma matvöru sem
er að verða gömul fyrir í frysti svo
hægt sé að nýta hana síðar. Gott er
að hafa í huga að setja dagsetningu
á mat sem fer í frysti því frystivara
geymist ekki endalaust. Ein af
gildrum matarsóunar er það sem
gleymist í frystinum og til að koma
skikki á þá matarkistu er haft ofar-
lega það sem maður vill nýta fyrst.
Það sama á við um ísskápinn; að
raða elstu matvörunum fremst til
að þær séu notaðar fyrst.“
Marin epli alveg jafn góð
Á heimsvísu er einum þriðja af
framleiddri matarvöru hent, þar
með talið það sem fellur frá í fram-
leiðsluferli, í flutningum og svo við
matreiðslu og matarneyslu.
„Vitund um matarsóun fer sem
betur fer vaxandi og sem dæmi má
nefna hóf Landspítalinn nýlega
samstarf við Samhjálp til að draga
úr matarsóun í mötuneyti spítal-
ans. Nú eru allir afgangs matar-
skammtar úr mötuneytinu gefnir
til þurfandi gesta Samhjálpar og
fara um 240 skammtar vikulega
frá Landspítala til Samhjálpar,“
upplýsir Hildur um framtak
Landspítala sem nú hefur verið
tilnefndur til umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs vegna framlags
síns til minni matarsóunar, meiri
endurvinnslu, minni sóunar og
minni einnota notkunar.
Hildur segir hlaðborð veitinga-
húsa einnig ýta undir matarsóun
og séu æ fleiri í þeirra röðum farin
að til dæmis nota minni diska-
stærðir í því skyni að minnka
matarsóun. „Þá fær fólk sér minna
í einu og fer frekar oftar ef maginn
vill meira, í stað þess að hrúga mat
á stóra diska sem endar að mestu í
ruslinu.“
Í mötuneyti Umhverfisstofnunar
hefur pöntunarkerfi verið tekið í
gagnið til að minnka matarsóun.
„Þá fær starfsfólk sendan mat-
seðil fyrir vikuna og getur skráð sig
fyrirfram í mat sem gerir mötu-
neytinu kleift að áætla fjölda
skammta betur. Þetta átak hefur
minnkað matarsóun mötuneytis-
ins mikið.“
Nóg er til af verkfærum handa
þeim sem vilja láta til sín taka gegn
matarsóun.
„Númer eitt, tvö og þrjú er að
skipuleggja innkaup vel og horfa
fram á við. Gott er að taka síma-
mynd af innihaldi ísskápsins áður
en haldið er í búðina til að sjá hvað
er til. Innkaupalisti kemur í veg fyrir
að fólk missi sig við kaup á alls kyns
óþarfa. Sjálf nota ég innkaupakörfu
í stað innkaupakerru til að finna
fyrir þyngd á því sem ég versla. Það
minnkar sóun og að kaupa ekki mat
í óþarflega miklu magni.“
Hildur segir auðvelt að finna
Facebook-hópa þar sem fjölskyldur
hittast og elda fyrir hverja aðra,
hópa sem elda saman og síður þar
sem matur fæst gefins.
„Reglurnar eru þó þannig að
ekki má gefa mat úr stóreldhúsum
hvernig sem er og vert að kynna sér
þau viðmið áður en slíkt er gert. Á
heimilum er hins vegar um að gera
að nýta sér að frysta nýtanlegan
mat, eins og afgangs jurtir með
smjöri eða olíu í klakaboxi til að
steikja úr, afgangs vínber sem eru
svalandi og góð í drykki eða sem
snarl, og súpur má gera úr frosnu
eða fersku afgangsgrænmeti. Þá er
upplagt að slá inn afgangs hráefni
sem til er heima á þar til gerðum
uppskriftasíðum og fá upp girni-
legar uppskriftir til að vinna úr.“
Þá bætir Hildur því við að
Evrópusambandið geri strangar
kröfur um útlit grænmetis og
ávaxta.
„Þannig má agúrka ekki fara á
markað nema útlitið sé fullkomið
og stærð og þyngd nái viðmið-
unarstöðlum. Umhverfisstofnun
hvetur hins vegar neytendur og
framleiðendur að slaka á útlits-
kröfunum á grænmeti og ávexti
því bragðið er það sama. Eins og
með epli sem hafa kannski marist
á stöku stað í flutningum; marið
má skera í burtu og njóta eplisins
eftir sem áður eins og annarra
góðra epla. Með aukinni vitundar-
vakningu um matarsóun munu
þessir staðlar þó vonandi verða
endurskoðaðir með það að mark-
miði að draga úr matarsóun.“
Hildur Harðar-
dóttir er sér-
fræðingur á
sviði sjálfbærni
hjá Umhverfis-
stofnun. Hún
segir ríkt í
Íslendingum að
elda of mikið
og hafa yfrið
nóg á veislu-
borðum en því
viðhorfi þurfi
að breyta. Meiri
dyggð sé að
vera nákvæmur
í veisluföngum,
henda engu og
þurfa ekki að
sitja uppi með
marengstertur
vikum saman.
MYND/STEFÁN
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Framhald af forsíðu ➛
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Flokkunarílát
til notkunar innanhúss
Berghellu 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2500 • gamar@gamar.is • gamar.is
3 x 11 l.
Mál: 25 x 47/44 cm.
EITT HÓLF 20 l.
Mál: 26/59 cm.
Allar upplýsingar
í síma 535 2500
1 x 8 l. KARFA
Fyrir lífræna söfnun
Mál: 18 x 22/22 cm.
2 x 11 l.
Mál: 25 x 31/44 cm.
FLOKKUNARBARIR
Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.
21
.3
22
1/
4.
17
2 x 30 l.
Mál: 25 x 31/44 cm.
3 x 15 l.
Mál: 26/59/60 cm.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
0
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
F
-B
9
E
C
1
D
1
F
-B
8
B
0
1
D
1
F
-B
7
7
4
1
D
1
F
-B
6
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K