Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 24
Guðrún segist hafa verið alin upp í umhverfishyggju. „Ég ferðaðist mikið um landið með foreldrum mínum sem barn og alltaf var lögð mikil áhersla á góða umgengni við náttúruna og að taka vel til eftir sig. Grænn lífs- stíll var þannig partur af uppeldi mínu,“ segir hún. „Í kringum 1990 byrjaði ég svo að flokka sorp. Ég varð reyndar fyrir miklum von- brigðum þegar ég kom í fyrsta skipti í flokkunarstöðina Sorpu en þá var öllu flokkuðu rusli hent í einn og sama gáminn. Ég var ekki hress með það og skrifaði bréf til viðkomandi yfirvalda. En þrátt fyrir vonbrigðin varð flokkunin að lífsstíl hjá mér strax þarna,“ segir Guðrún sem flutti nokkrum árum seinna á Snæfellsnesið ásamt eiginmanni sínum heitnum, Guð- laugi Bergmann. Þar tóku þau upp grænan lífsstíl alla leið og voru með sjálfbærnistefnu frá fyrsta degi. Hjónin ráku fyrsta vottaða hót- elið á Íslandi á Hellnum. „Fyrst eftir að við fluttum vestur voru ekki komnar flokkunarstöðvar á Vestur- landi. Við urðum því að taka ruslið með okkur til Reykjavíkur, meðal annars flokkað gler og pappír. Við vorum líka dugleg að endurnýta gamla hluti . Fólkið í kringum okkur í sveitinni var hálf hrætt við þessa brjálæðinga úr Reykjavík,“ segir Guðrún og hlær. „Í dag er fólk mjög ánægt með hversu sveitar- félögin hafa breyst fyrir vestan eftir að þau fengu umhverfisvottun Earth Check,“ segir Guðrún, sem vann að umhverfisvottunar- verkefninu fyrir sveitarfélögin á Snæfellsnesi, auk þess að vera með átaksverkefnið Grænn apríl í fimm ár. Hótelið á Hellnum var það fyrsta hérlendis sem fékk vottun og fyrsta hótelið í Evrópu sem fékk platínumvottun eftir að hafa verið tíu ár í vottunarferli. „Því miður eru ekki allir með svona hugsjón og skilning á landinu og mikilvægi þess að vernda náttúruna. Það voru mjög margir erlendir ferðamenn sem pöntuðu gistingu hjá mér vegna þess að hótelið var vottað. Ég er undrandi á ferðaþjónustu- fyrirtækjum að fara ekki alfarið út í vottun, þar sem það myndi lyfta ferðaþjónustu hér upp á allt annað plan. Ég hef margsinnis bent á þetta á ferðamálaráðstefnum en alltaf talað fyrir daufum eyrum,“ segir Guðrún. Meðal þess sem hún gerði á hótelinu var endurnýting á ferða- mannabæklingum. Fólk átti það til að henda bæklingum í ruslið. Hún setti upp kassa þar sem mátti setja notaða bæklinga eða bækur sem aðrir gátu nálgast. Þá var hún með matjurtagarð og nýtti allt græn- metið sem var lífrænt ræktað. „Sem betur fer er aukin meðvitund um umhverfisvernd en það er sorglegt hversu langan tíma þetta tekur. Við erum svolítið gjörn á að gera ekki neitt þar til einhver katastrófa verður. Það á við um ferðaþjónustu og margt annað. Núna er til dæmis mikil umræða um vopnaburð lög- reglu. Mér sýnist að þeir sem eru hvað mest á móti séu þeir sömu og myndu öskra hæst ef eitthvað kæmi fyrir og löggæsla væri ekki á staðnum,“ segir Guðrún, sem var að flytja í síðustu viku og flokkaði auðvitað allt sem þurfti að henda. „Ég gerði mér ferð í Sorpu með eina rafhlöðu. Ég er bara svona. Get ekki annað en flokkað, það er bara minn lífsstíll. En stundum þarf að setja á bann svo hlutirnir breytist. Yfirvöld í Kaliforníu hafa bannað plastpoka í verslunum. Kannski þurfum við að gera það líka til að fólk fari almennt að mæta með margnota pota.“ Því miður eru ekki allir með svona hugsjón og skilning á landinu og mikilvægi þess að vernda nátt- úruna. Það voru mjög margir erlendir ferða- menn sem pöntuðu gistingu hjá mér vegna þess að hótelið var vottað. Elín Albertsdóttir elin@365.is Guðrún Bergmann er brautryðjandi hér á landi þegar kemur að umhverfisvernd og grænum lífsstíl og hefur sjálf flokkað sorp í tæp þrjátíu ár. mynd/GVA Grænn lífsstíll er hugsjón Guðrún Bergmann er sannkall- aður braut- ryðjandi þegar kemur að grænum lífsstíl. Undri ehf - Stapabraut 3a, 260 Reykjanesbæ - Sími 421 6574 – www.undri.is – undri@undri.is Vörur Undra fást í stórmörkuðum, bensínstöðum og byggingavöruverslunum um land allt. Undri Penslasápa, Undri Iðanaðarhreinsilögur, UNDRI Línusápa er vottaðar og bera umhverfismerki Svansins. Íslensk framleiðsla unnið úr náttúrlegum hráefnum 100% vistvæn og standast kröfur OECD um hratt niðurbrot í náttúrunni. Allt um vörurnar frá Undra á: www.undri.is UNDRI Blettahreinsir - UNDRI Garðahreinsir - UNDRI Glans Bílasápa og Bón - UNDRI Tjöruhreinsir - UNDRI Penslasápa - UNDRI Flísahreinsir - UNDRI Kvoðusápa -UNDRI Línusápa Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar er áætlað að hver íbúi Evrópu- sambandsins noti að meðaltali um 500 plast- poka á ári, flesta þeirra einungis einu sinni. Á árinu 2008 voru fram- leiddar 3,4 milljónir tonna af plastpokum í Evrópusam- bandinu. Fram kemur í lands áætlun Íslands um meðhöndlun úrgangs fyrir árin 2013–2024 að ætla megi að um 70 milljónum plastpoka sé fleygt á hverju ári hér á landi en það eru um 1.120 tonn af plasti, sem í þarf 2.240 tonn af olíu til að framleiða. Á Íslandi eru ekki til magntölur yfir einnota plast en plastúr- gangur, þar með talið einnota plast og allar plastumbúðir, eru um 5.000 tonn á ári. 70 milljónum plastpoka hent á ári Betra er að nota fjölnotapoka. 6 KynnInGARBLAÐ 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U dAG U R 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 F -9 2 6 C 1 D 1 F -9 1 3 0 1 D 1 F -8 F F 4 1 D 1 F -8 E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.