Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 11
Fráveitumál við Mývatn hafa verið í brennidepli. Í upphafi er rétt að leiðrétta algengan misskilning í umræðunni. Halda mætti að öllu skólpi sé dælt beint í Mývatn. Þetta er auðvitað alrangt því hér tíðkast víða tveggja þrepa hreinsun og heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að sveitarfélagið og rekstraraðilar uppfylli lög og reglur. Mývetningar hafa að mörgu leyti verið til fyrirmyndar í fráveitumál­ um í gegnum tíðina en árið 2012 var kröfunum breytt með einu penna­ striki og gerðar íþyngjandi kröfur á Mývetninga með því sem kallað er „umfram tveggja þrepa hreinsun“. Hvað það þýðir er í raun verkfræði­ legt úrlausnarefni en kostnaðurinn við slíka hreinsun er mikill. Í síðustu viku sendu sveitar­ félagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Skútustaðahreppi inn sameiginlega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heil­ brigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Unnið var út frá gildum, markmiðum og framtíðarsýn. Fram­ tíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni. Umbótaáætlunin er unnin vegna krafna HNE þar sem lögð er fram krafa um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvern­ ig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsi­ virki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Tímasett áætlun um úrbætur átti að berast HNE ekki seinna en 17. júní. Lögð er fram fimm ára tímasett umbótaáætlun sem byggir á samþættingu aðgerða. Gerðir eru ýmsir fyrirvarar á áætlun­ inni, bæði lagalegir og ekki síst hvað varðar aðkomu ríkisvaldsins um fjármögnun. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur á jafnframt í viðræðum við Norður­ orku um aðkomu að veitumálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að viðræður við ríkisvaldið og Norður­ orku standi til áramóta. Verði seink­ un á viðræðunum má reikna með að seinkun verði á ferlinu sem því nemur þar sem fjárhagsleg aðkoma ríkisins er ein helsta forsendan fyrir framgangi verkefnisins. Undir­ búningur af hálfu sveitarfélagsins er þegar hafinn með breytingum á deiliskipulagi og fleira. Rekstrar­ aðilar hafa einnig hafið undirbún­ ing af sinni hálfu. Heildarkostnaður fráveitufram­ kvæmdanna fyrir sveitarfélagið er áætlaður um 500­700 m.kr. en fyrir rekstraraðila má áætla að kostnað­ urinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sveitarfélagið hefur fundað með umhverfisráðherra og fjármála­ ráðherra um aðkomu ríkisvaldsins hvað varðar fjármögnun og lofar fundurinn góðu um framhaldið. Sameiginlegir hagsmunir Hver og einn rekstraraðili er ábyrgur fyrir sinni umbótaáætlun líkt og sveitarfélagið en helstu ástæður fyrir að skila inn sameigin­ legri umbótaáætlun eru sameigin­ legir hagsmunir, samlegðaráhrif, hagkvæmni og samþætting verk­ efnisþátta í þeim tilfellum þar sem rekstraraðilar eru staðsettir í skil­ greindum þéttbýliskjarna. Sam­ kvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna kemur fram að uppbygging fráveitna sé á ábyrgð sveitarfélaga og því er mikilvægt fyrir rekstraraðila að vita hvenær þeir geta tengt sig inn á safnkerfi fráveitu sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá. Ákvæði verndarlaganna um Mývatn og Laxá stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhags­ legar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram sbr. krafa Heilbrigðisnefndar Norðlands eystra. Þær eru veru­ lega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallarhagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuld­ bindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð umbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið. Ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar fram­ kvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar. Á fundi full­ trúa sveitarstjórnar með fjármála­ ráðherra og umhverfisráðherra fyrir skömmu greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið ætlar að setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns, sem er fagnaðar­ efni. Fimm ára úrbótaáætlun með fyrirvara um fjármögnun ríkisins Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri Skútustaða- hrepps Leitin að hinu fullkomna heilbrigðiskerfi FRÓÐLEIKSFUNDUR KPMG MIÐVIKUDAG 21. JÚNÍ | 8:30 - 9:30 BORGARTÚNI 27 | 8. HÆÐ Á þessum fróðleiksfundi mun Dr. Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health leitast við að svara spurningunni hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé til. Áhugaverður fundur fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem hafa áhuga stefnumótun í þeim geira. Boðið er upp á léttan morgunverð og er þátttaka án endurgjalds. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku á kpmg.is Gildi–lífeyrissjóður Aukaársfundur 2017 Dagskrá fundarins Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis–lífeyrissjóðs. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á fundinum. Tillögur til breytinga á samþykktum má sjá á vef sjóðsins og liggja þær einnig frammi á skrifstofu sjóðsins. Stjórn Gildis–lífeyrissjóðs. 1. Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 22. júní kl. 17.00 www.gildi.is Það er gamalt pólitískt herbragð þegar umræða um eitthvert mál er orðin óþægileg fyrir stjórn­ málamenn að beina athygli fólks í aðra átt. Hér á landi hefur þetta verið kölluð smjörklípuaðferðin og er með því vísað í ömmu fyrrverandi forsætisráðherra sem smurði dálítilli smjörklípu á kött­ inn sinn ef hann sýndi t.d. fiskinum sem verið var að verka óþarfa athygli. Kötturinn fór þá að eltast við smjör­ klípuna. Fyrir ekki svo mörgum dögum var heitasta umræðuefnið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum skipun dómara í nýtt millidómstig. Óhætt er að segja að gjörðir dómsmálaráðherra og ríkis­ stjórnarinnar í því máli hafi laskað orðspor dómsins alvarlega áður en hann tók til starfa enda lyktuðu þær af pólitískri hefnigirni, flokkshygli og nepótisma. Í þeirri umræðu sem spratt í kjölfarið áttu ráðherra og stuðningsmenn henn­ ar undir högg að sækja svo vægt sé til orða tekið. En hvað gerist þá? Skyndi­ lega birtast alvopnaðir lögreglumenn á fjölskylduhátíð og boðaður var enn frekari vopnaburður á þjóðhátíðardag­ inn. Það er skemmst frá því að segja að starfshættir dómsmálaráðherra gufuðu snarlega upp úr samfélagsmiðlunum og af síðum dagblaðanna og í staðinn hömuðust menn í að vera með eða á móti vopnaburði lögreglunnar. Aðspurður hvort þessi aðgerð væri vegna breytinga á hættustigi svaraði ríkislögreglustjóri því til að svo væri ekki, hættustig væri hið sama og ekki virtust heldur liggja fyrir neinar nýjar upplýsingar sem þyrfti að bregðast við. Það læðist því óneitanlega að manni sá grunur að uppátækið sé smjörklípa til að draga athyglina frá vinnubrögðum dómsmálaráðherra. Ef sú er raunin þá hefur það svo sannarlega tekist. Enginn minnist lengur á dómararáðn­ ingar. Gallinn við þessa smjörklípu er hins vegar sá að deilurnar um skipun dómaranna eru ekki horfnar, þær liggja bara niðri um stund en munu blossa upp aftur þegar kærur vegna þeirra koma fyrir dóm. Yfirvöld dóms­ og lögreglumála eru því einungis að míga í skóinn sinn. Almennt nýtur lögreglan hér á landi trausts og hún er ein af fáum stofn­ unum samfélagsins sem héldu orðspori sínu óhögguðu gegnum hrunið. Það þarf hins vegar ekki nema eitt alvarlegt atvik til að það orðspor fari sömu leið og orðspor millidómstigsins nýja. Það má því segja, ef þetta er smjörklípa, að þá séu yfirvöld löggæslu og dómsmála svo sannarlega að leika sér að eldinum. Smjörklípa? Guðmundur J. Guðmundsson kennari S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 2 0 . J ú n í 2 0 1 7 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 F -8 D 7 C 1 D 1 F -8 C 4 0 1 D 1 F -8 B 0 4 1 D 1 F -8 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.