Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 26
Það er frábært að fá tilnefningu til þessara verðlauna og viðurkenning. Þau verða veitt í nóvember við hátíðlega athöfn í Finnlandi og er verðlaunaféð fimm milljónir,“ segir Rakel Garðarsdóttir en þær Elva Björk Barkardóttir hafa verið tilnefndar til umhverfisverð- launa Norðurlandaráðs. Tilnefninguna hljóta þær fyrir líkamsskrúbb sem þær framleiða úr endurnýttum kaffikorgi, þara, sjávarsalti og olíum. Skrúbburinn er fyrsta varan í snyrtivörulínunni Verandi og byggir á hugmynda- fræði um minni sóun og umhverfis- vitund. „Það er miklu sóað í heiminum í dag, af öllu. Ísland er þar engin undantekning. Almennt finnst mér hráefni og afurðir illa nýtt,“ segir Rakel. Hún hafi því stofnað sam- tökin Vakandi til að vekja athygli á matarsóun og í spjalli yfir kaffibolla hafi þær Elva fengið hugmyndina að Verandi líkamsskrúbbnum. Mikil virkni í korginum „Kaffi kemur langa vegalend til Íslands og þegar búið er að hella einu sinni upp á espresso er korginum hent. Samt er um það bil 90 prósent virkni enn þá í kaffi- korginum. Ég tók einnig eftir því að korgurinn fer ekki alls staðar í líf- rænan úrgang. Á mörgum stöðum er honum hent og endar í landfyll- ingu. Það tekur bæði upp land og breytist þar í metangas. Ég hafði sjálf notað kaffikorginn heima, bæði í beðin og sem sturtuskrúbb. Þurrkaði hann einfaldlega og notaði án olía. Okkur Elvu langaði hins vegar að gera þetta dálítið fínt og notum þara, sjávarsalt og olíur í skrúbbinn. Við fengum inni hjá Matís og helltum okkur út í þróunarvinnu,“ útskýrir Rakel. Lífrænt ræktað Korginn fá þær frá veitingastað IKEA, þar sem mikið fellur til dag- lega. Umhverfissjónarmið fyrir- tækisins höfðu einnig sitt að segja. „Við völdum að nota kaffið frá IKEA þar sem þar er einungis notað lífrænt ræktað kaffi og IKEA stundar einnig sanngjarna við- skiptahætti (Fair trade). Samstarfið við IKEA er frábært og í raun kom mér á óvart hvað kaffið er mikil gæðavara frá þeim,“ segir Rakel. Skaðlaust umhverfinu „Við gerum einnig kröfu um að olí- urnar sem við notum í skrúbbinn séu hreinar og komi frá heiðar- legum stöðum. Önnur innihalds- efni eru þari og sjávarsalt en við vinnum út frá þeirri hugmyndafræð að afurðin geti runnið skaðlaust út í sjó. Fjöldi snyrtivara inniheldur mikið magn eiturefna, paraben og plastefni svo dæmi séu tekin og allt rennur þetta út í sjóinn á endanum. Sérstaklega geta skrúbbar inni- haldið plastagnir og það eru þá þær sem skrúbba húðina. Fiskar éta plastagnirnar og svo borðum við fiskinn. Það er ekki góð hringrás. Náttúrulegar snyrtivörur verða þó alltaf vinsælli og vinsælli en þá þarf einnig að hafa í huga að ekki sé gengið á auðlindir við framleiðslu þeirra. Það er að mörgu að huga í þessum efnum og ég er viss um að endurnýting á hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu, verði þróunin með snyrtivörur, þar sem það er hægt,“ segir Rakel. Þær Elva hafi þegar hafið frekari þróun á fleiri vörum. „Við erum að skoða byggsag frá Vallanesi og erum að þróa úr afgöngum frá Omnom súkkulaði. Þá erum við einnig að skoða þróun á vörum úr bláberja- og krækiberja- hrati sem verður til við saftgerð. Þetta gengur allt mjög vel og er ótrúlega gaman. Mjög krefjandi auðvitað, við viljum ekki stytta okkur leið. Þetta snýst um hugsjón, að gera heiminn aðeins betri en hann er og sóa minna.“ Þá erum við einnig að skoða þróun á vörum úr bláberja og krækiberjahrati sem verður til við saftgerð. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Þvottaefnið MILT fyrir barnið er umhverfisvottað og hentar ákaflega vel fyrir ungbörn og þá sem eru með viðkvæma húð. MILT þvottaefnið er umhverfisvænt og án ofnæmisvaldandi efna. Það inniheldur hvorki ilm- eða litarefni. MILT þvottaefnið hefur verið þróað til að draga úr líkum á ofnæmisviðbrögðum. Þvottaefnið er með Svansvottun en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norð- urlandanna. MILT fyrir barnið er einnig með bláa kransinn en hann er staðfesting frá dönsku astma- og ofnæmissamtökunum um að varan hafi verið þróuð til þess að minnka líkur á ofnæmisviðbrögðum. Húð ungra barna er þunn og viðkvæm. Ónæmiskerfið er sömuleiðis óþroskað. Þess vegna skiptir miklu máli að erta ekki húð barnanna að óþörfu. Þvottaefnið MILT fyrir barnið þvær barna- fötin með góðum árangri án þess að valda ertingu. MILT framleiðir einnig MILT fyrir allan þvott en það hentar öllum hinum í fjöl- skyldunni. Mikilvægt er að þvo barnaföt fyrir fyrstu notkun en það er gert til að minnka líkurnar á því að framleiðsluefni í fötunum erti húðina og valdi jafnvel ofnæmis- viðbrögðum. Einnig er gott að skola þvottinn aukalega í lokin en flestar þvottavélar bjóða upp á slíka stillingu. Verðandi eða nýbakaðir for- eldrar geta skráð sig á MILT.is og fá þá senda gjöf frá MILT. Í versl- unum er einnig hægt að taka þátt í skemmtilegum sumarleik. Glæsi- legir vinningar eru í boði. Án ofnæmisvaldandi efna Neytendur reyna að vera meðvitaðir um þá kosti sem valdir eru fyrir börnin þeirra. Þess vegna hefur Mjöll Frigg ákveðið að endur- kynna þvottaefnið MILT fyrir barnið. Rakel og Elva Björk hyggja á frekari vöru- þróun úr hráefni sem fellur til við aðra fram- leiðslu, svo sem úr súkkulaði, byggi og berja- hrati. FRétta- BLaðið/anton BRink tilnefndar til verðlauna Þær Rakel Garðarsdóttir og Elva Björk Barkardóttir hafa verið tilnefndar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir líkamsskrúbb úr kaffikorgi. 8 kYnninGaRBLað 2 0 . j ú N í 2 0 1 7 Þ R i ðJ U DaG U R 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 F -9 7 5 C 1 D 1 F -9 6 2 0 1 D 1 F -9 4 E 4 1 D 1 F -9 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.