Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 2
Ég myndi hins vegar
gjarnan vilja að við
tækjum okkur myndarlega á
því við getum gert ýmislegt í
málefnum varðandi offitu og
sjúkdómum henni tengdri.
Auðun Sigurðsson,
skurðlæknir
Fjölmennt Ármannshlaup
Ármannshlaup Eimskips var hlaupið í gærkvöldi. Lagt var af stað frá vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn í Reykjavík og var það jafnframt lokapunkt-
ur þess. Hlaupaleiðin var tíu kílómetrar og var munurinn á hæsta og lægsta punkti leiðarinnar einungis 6,7 metrar. Fréttablaðið/anton brink
Veður
Suðaustan og austan 8-13 m/s í dag,
en heldur hægari síðdegis. Rigning
með köflum og hiti 10 til 17 stig,
hlýjast á Norðurlandi. sjá síðu 28
BENIDORM
7. júlí í 7 nætur
Fljúgðu í sól á morgun
Netverð á mann frá kr. 100.405 m.v. 3 fullorðna
í herbergi. Netverð á mann frá kr. 105.295 m.v.
2 fullorðna í herbergi.
Flash Hotel
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
100.405
m/hálfu fæði
18+
ára
Fleiri
gistivalkostir
í boði
Allt að
25.000 kr.
afsl. á mann
Flugsæti
frá kr.
29.900
báðar leiðir m/
sköttum, tösku og
handfarangri.
HEILBRIGðIsMáL Um 200 maga-
bandsaðgerðir eru gerðar á einka-
stofu hér á landi ár hvert. Skurð-
læknirinn að baki stofunni segir að
þörf sé á samstilltu átaki í tengslum
við offitu hér á landi.
Auðun Sigurðsson hefur gert
magabandsaðgerðir hér á landi í
rúm tvö ár. Áður gerði hann slíkar
aðgerðir á sjúkrahúsi í Bretlandi.
Aðgerðin felst í því að silíkonteygju
er komið fyrir utan um magahálsinn
til að þrengja að maganum og slá á
svengdartilfinningu.
„Þegar ég kom heim var mjög
mikið að gera enda hafði ekki verið
boðið upp á aðgerðir sem þessar
hér á landi nema í smáum stíl,“
segir Auðun. „Síðan þá hefur dregið
örlítið úr ásókn í aðgerðirnar sam-
hliða því að það dró úr uppsöfnuðu
eftirspurninni.“
Þegar Auðun fór af stað með
stofuna gerði hann ráð fyrir því að
nokkur hluti viðskiptavina hans
væri fólk sem kæmi hingað frá
útlöndum. Minna hefur verið um
slíkt en áætlað var sökum sterkrar
stöðu krónunnar. Eitthvað sé þó um
að Íslendingar búsettir erlendis, sem
hafa heyrt af meðferðinni frá fólki
hér heima, komi hingað í aðgerðina.
Þeir sem velja að fara í aðgerð-
ina þurfa að greiða hana alfarið úr
eigin vasa þar sem tryggingafélög
eða sjúkratryggingar taka ekki þátt
í kostnaðinum. Það hafi ekki komið
í veg fyrir að fólk úr hinum ýmsu
stéttum hafi lagst undir hnífinn.
Auðun segir að hann muni ekki taka
þátt í neinni pólitík í tengslum við
kostnaðarþátttökuna. Hann sinni
þeim sjúklingum sem til hans leita
og reyni að gera það vel.
„Ég myndi hins vegar gjarnan vilja
að við tækjum okkur myndarlega á
því við getum gert ýmislegt í mál-
efnum varðandi offitu og sjúkdóma
henni tengda,“ segir Auðun. Bendir
hann í því sambandi á samstillt átak
allra aðila varðandi reykingar hér á
árum áður. Unnið hafi verið að því
markvisst að bæta málin og á end-
anum hafi kúltúrinn breyst.
„Þjóðin er alltaf að þyngjast
og því fylgja ýmsir sjúkdómar,“
segir Auðun og nefnir meðal ann-
ars sykursýki í því sambandi. „Við
þurfum að gera eitthvað svipað og
með reykingarnar og hjálpa fólki
að lenda ekki í þessum vandræðum.
Ég sný mér þá að einhverju öðru ef
það verður ekkert að gera í maga-
bandsaðgerðunum.“
johannoli@frettabladid.is
Of feitir fá silíkonteygju
til að þrengja magann
aðgerðin tekur um þrjátíu mínútur og fara flestir heim samdægurs. MYnD/aðSEnD
Íslenskur skurðlæknir
vill að gripið verði til
samstillts átaks til að
sporna gegn því að land
inn þyngist enn frek
ar. Hann segir að upp
söfnuð eftirspurn hafi
verið eftir magabands
aðgerðum enda lengi
ekki boðið upp á slíkar
aðgerðir hér á landi.
DANMÖRK Meina á körlum undir 21
árs að dvelja á tjaldstæðinu á Hró-
arskelduhátíðinni í tilraunaskyni í
tvö ár. Þetta er innlegg Henriks Mar-
stal, tónlistarmanns, rithöfundar og
frambjóðanda til danska þingsins, í
umræðuna. Á nýliðinni Hróarskeldu-
hátíð var tilkynnt um sex nauðganir.
Aðstandendum hátíðarinnar
líst ekki á tillögu tónlistarmanns-
ins. Verið sé að hrinda öðrum hug-
myndum í framkvæmd. Nú séu
tónlistarhátíðarhaldarar auk þess í
samvinnu við nokkur samtök sem
berjast gegn kynferðislegu ofbeldi.
Þeir sem stóðu að Bråvallatón-
listarhátíðinni í Norrköping í Svíþjóð
um síðastliðna helgi hafa lýst því yfir
að hún verði ekki haldin á næsta ári.
Þeir séu þar með að taka afstöðu gegn
kynferðislegu ofbeldi.
Tilkynnt var um fjórar nauðganir á
Bråvallahátíðinni og 23 önnur kyn-
ferðisbrot. – ibs
Yngri en 21 árs fái ekki aðgang
tilkynnt var um sex nauðganir á nýliðinni Hróarskelduhátíð. norDiCPHotoS/GEttY
VIðsKIptI Sala í verslunum smá-
sölurisans Haga dróst saman um
8,5 prósent í krónum talið í júní-
mánuði miðað við sama tímabil
í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar
starfsemi. Þá minnkaði framlegð
samstæðunnar um 0,4 prósentustig
á milli ára.
Þetta kemur fram í tilkynningu
Haga til Kauphallarinnar en þar
segir að „breytt markaðsumhverfi
[hafi] haft áhrif á rekstur og mark-
aðsstöðu félagsins.“
Bráðabirgðauppgjör júnímán-
aðar liggi nú fyrir og ljóst sé að
þessi breytta markaðsstaða muni
„hafa nokkur áhrif á afkomu ann-
ars fjórðungs, en of snemmt er að
segja til um hve mikil áhrifin verða
á afkomu næstu ársfjórðunga eða til
framtíðar,“ að því er segir í tilkynn-
ingu Haga. – hae
Tekjur Haga
minnka vegna
Costco
6 . j ú L í 2 0 1 7 F I M M t u D A G u R2 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð
0
6
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:5
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
3
-9
8
7
0
1
D
4
3
-9
7
3
4
1
D
4
3
-9
5
F
8
1
D
4
3
-9
4
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
5
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K