Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 16
Við, talsmenn norrænu verka-lýðshreyfingarinnar, skrif-uðum í fyrrasumar grein sem
birtist á síðum dagblaða á Norður-
löndum undir yfirskriftinni „Rödd
Norðurlanda þarf að heyrast“. Áhug-
inn á norræna líkaninu er mikill á
alþjóðlegum vettvangi. Umheimur-
inn gerir sér grein fyrir því að við hér
á Norðurlöndum höfum sýnt fram á
að ekki aðeins er mögulegt að sam-
eina með góðum árangri hagvöxt og
samkeppnishæfi með alhliða velferð
og efnahagslegum jöfnuði, það er
líka æskilegt. Jafnt af félagslegum
sem efnahagslegum ástæðum.
Við fögnum því þeirri ákvörð-
un að Angela Merkel, í krafti for-
mennsku Þýskalands innan G20,
skuli hafa boðið Ernu Solberg, for-
sætisráðherra Noregs, sem fer með
formennsku í Norrænu ráðherra-
nefndinni, að taka þátt í ársfundi
þjóða sem mynda 20 sterkustu hag-
kerfi heimsins sem fer fram í Ham-
borg 7. og 8. júlí. Rödd Norðurlanda
þarf að heyrast á vettvangi G20, ekki
einungis af þeirri ástæðu að Norður-
löndin eru tólfta stærsta hagkerfið
í heiminum, heldur einnig vegna
þess að Norðurlöndin eru braut-
ryðjendur þegar kemur að sjálfbærri
efnahagslegri og félagslegri þróun.
Helstu rökin fyrir þeirri verndar-
stefnu og þeim popúlisma sem
býr að baki kosningu Trumps og
niðurstöðu Brexit má finna í þróun
efnahagslegs ójöfnuðar síðustu ára.
Margar rannsóknir hafa staðfest
að allt frá árinu 1980 hefur þró-
unin verið á þann veg að sífellt færri
hirða æ stærri skerf af auðlindum
samfélagsins. Þetta er að miklu leyti
afleiðing þeirrar efnahagsstefnu
sem síðan á 9. áratug síðustu aldar
miðaði að því að draga úr eftirliti
og hömlum, breyta skattkerfinu og
draga úr opinberri fjárfestingu.
Ójöfnuðurinn hefur einnig vaxið
á Norðurlöndum og sums staðar
mikið. Í samanburði við önnur ríki
Vesturlanda teljast okkar norrænu
jafnréttissamfélög þó á meðal þeirra
ríkja þar sem mestur jöfnuður ríkir.
Það er því mikilvægt að Erna Solberg
tali rödd Norðurlanda á leiðtoga-
fundinum í Hamborg 7. og 8. júlí og
setji í forgang þessi sex atriði sem
Norðurlönd þekkja og hafa reynslu
af:
Efla þarf skipulag, félagslega
umræðu og samstarf á milli aðila
vinnumarkaðarins, ekki síst innan
ESB, en einnig á landsvísu, norræna
vísu og alþjóðlega. Norðurlöndin
eru samkeppnishæf og þar ríkir
mikill efnahagslegur jöfnuður, m.a.
vegna þess að vinnumarkaðurinn er
skipulagður og einkennist af jafn-
ræði á milli aðila hans.
Draga ber úr atvinnuleysi með því
að G20 ríkin leggi fram sameiginlega
opinbera fjárfestingarstefnu sem
rýfur hægan hagvöxt.
Stuðla ber að jafnrétti kynjanna
og hárri atvinnuþátttöku með því að
móta fjölskyldustefnu, velferðarkerfi
með tekjutengdum almannatrygg-
ingum, sömu laun skulu vera fyrir
sömu vinnu auk möguleika á endur-
menntun og þróun vinnufærni.
Efnahagslegur
ójöfnuður er vont mál
Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undan-farnar vikur og þótt slíkt
hafi gerst áður hafa samtökin alla
jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar
sem stjórnarmenn, starfsfólk og for-
maður hafa unnið sem ein heild að
baráttumálum neytenda.
Ég hef verið félagsmaður í Neyt-
endasamtökunum í mörg ár. Ég
hef greitt sjálfur mín félagsgjöld
án þess að kvarta, líkt og skatta
sem ég veit að fara að mestu í góð
samfélagsleg málefni. Mér þótti
stundum, eða öllu heldur var sagt,
að Neytendasamtökin væru heldur
hægfara. Ég naut samt góðs af því
að vera félagsmaður þegar tölvu-
fyrirtæki í bænum reyndi að snuða
dóttur mína um ábyrgð á fartölvu og
þagði um þekktan framleiðslugalla
í skjákorti vélarinnar. Þar fengum
við félagsgjaldið mitt endurgreitt
margfalt það árið.
Árangur Neytendasamtakanna
Þegar ég loks gaf mér tíma til að lesa
viðtal við Jóhannes Gunnarsson,
fyrrverandi formann, í marstölublaði
Neytendablaðsins áttaði ég mig á að
mikilvægi Neytendasamtakanna er
síst minna árið 2017 en þegar þau
voru stofnuð fyrir 64 árum. Hagur
þess að úrlausn fannst varðandi vél
dóttur minnar hverfur í skuggann af
þeim árangri sem barátta samtakanna
hefur skilað fyrir alla neytendur,
félagsmenn sem og aðra.
Starf samtakanna felst ekki aðeins
í aðstoð fyrir einstaklinga og því sem
ratar í fjölmiða. Neytendasamtökin
hafa í raun náð ótrúlegum árangri
miðað við smæð og fáa félagsmenn. Í
viðtalinu fer Jóhannes yfir mörg bar-
áttumál samtakanna í gegnum árin
og áratugina og ég fyllist lotningu.
Frægast er líklega kartöflumálið þegar
fámenn hagsmunasamtök þurftu
árum saman að berjast á móti ríkis-
rekinni grænmetisverslun sem seldi
óætar kartöflur og flokkaði jafnvel
sem fyrsta flokks.
Neytendasamtökin bentu á líklegt
verðsamráð olíufélaganna sem mögu-
lega var undanfari opinberrar rann-
sóknar á stórfelldu samkeppnisbroti
þeirra og náði fram bótum fyrir þá
neytendur sem sýnt gátu fram á tjón
af völdum samráðsins. Barátta við
ósanngjarnt og ógegnsætt ábyrgðar-
mannakerfi lánastofnana er annað
dæmi um öflugt starf Neytendasam-
takanna. Erfitt er að meta árangur
stöðugrar baráttu samtakanna fyrir
réttlátari smásölumarkaði fyrir land-
búnaðarvörur. Margir telja að á þeim
vettvangi hafi hagsmunaöfl barist
fyrir hag annarra en neytenda með
miklum ítökum í íslenskum stjórn-
málum. Um hag neytenda í núverandi
landbúnaðarkerfi er mikið deilt og
mun ég ekki leiða þá deilu til lykta
hér.
Við þetta er að bæta að frá og með
15. júní heyrðu reikigjöld vegna fjar-
skiptanotkunar innan EES sögunni til.
Það er meðal annars vegna áralangrar
baráttu Samtaka evrópskra neytenda-
samtaka, BEUC, sem íslensku Neyt-
endasamtökin eru hluti af.
Samhengi hagsmunaafla
Ýmis hagsmunasamtök seljenda og
framleiðenda sinna hagsmunagæslu
af miklu kappi og hafa úr mun meira
fjármagni að spila en Neytendasam-
tökin. Í ljósi smæðar samtakanna
sem velta um 70-80 milljónum króna
árlega er árangur þeirra mikill. Ef
neytendur eru ósáttir við núverandi
neytendaumhverfi, þá get ég ekki
hugsað mér hvernig staðan væri ef
Neytendasamtökin hefðu aldrei verið
stofnuð.
Mikilvægi neytenda
Ég mun áfram starfa í stjórn Neyt-
endasamtakanna og mun ég fús hlusta
á raddir félagsmanna sem koma fram
með tillögur um betrumbætur. Það
er sjálfsagt og eðlilegt að félagsmenn
bendi á það sem betur má fara. En full-
yrðingar um að samtökin séu ekki að
standa sig get ég ekki samþykkt eftir
að hafa lesið viðtalið við Jóhannes
og kynnt mér sögu samtakanna. Það
er ekki síður neytendavitund lands-
manna sem þarf að efla en staða Neyt-
endasamtakanna.
Núverandi erfiðleikar eru tíma-
bundnir og úr þeim verður leyst og
því biðjum við félagsmenn að sýna
okkur biðlund. Um síðir mun nást
lending í stjórnarkreppu Neytenda-
samtakanna, þau munu lifa áfram.
Á þeim tíma sem gustað hefur um
stjórn samtakanna hefur starfsfólk
samtakanna unnið ötult starf fyrir
félagsmenn og í raun alla neytendur.
Starfsfólkið verður endurráðið þannig
að það geti haldið áfram að bera Neyt-
endasamtökin uppi með ykkar aðstoð.
Framtíðin
Stjórn Neytendasamtakanna og öflugt
starfsfólk sér um rekstur Neytenda-
samtakanna. Við þurfum vissulega
fleiri félagsmenn til að stunda áfram
kraftmikið starf fyrir hag neytenda.
Afl Neytendasamtakanna felst í sam-
takamætti og fjölda félagsmanna.
Neytendamál snúast um svo miklu
meira en tilkomu Costco og lægra
vöruverð. Vísbendingum um lægra
vöruverð tökum við fagnandi en neyt-
endur þurfa áfram að standa saman og
berjast fyrir bættu neytendaumhverfi
á öllum sviðum. Gerumst félagsmenn
og vinnum saman að betra neytenda-
umhverfi.
Neytendasamtökin vinna fyrir þig
Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949:
„Og nú, hálfu fimmta ári eftir
stofnun lýðveldisins rofar ekki enn
fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér
þurfum að fá sem fyrst og almennur
áhugi var um hjá þjóðinni og stjórn-
málaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst.
Í því efni búum við ennþá við bætta
flík, sem sniðin var upprunalega fyrir
annað land, með öðrum viðhorfum,
fyrir heilli öld.“
Ísland er sem sagt lýðveldi en með
stjórnarskrá sem byggir í meginat-
riðum á stjórnskipan konungsríkisins
Danmerkur frá 1849!
Við lýðveldisstofnun gáfu allir
stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni
opinberlega hátíðleg loforð um að
endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins
á grundvelli valddreifingar og lýðræðis.
Í stað geðþóttavalds konungs skyldi
koma skýr skipting valda og ábyrgðar
á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og
ráðherra. Loforðin hafa verið svikin.
Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa
um grundvallaratriði í stjórn lands-
ins þar sem t.d. valdhafar túlka völd
sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum
og hagsmunum hverju sinni. Þannig
ætlaði forsætisráðherra landsins sum-
arið 2004 að taka öll völd í landinu
og „kanna heimild forseta til að synja
um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“.
(Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform
forsætisráðherra urðu að engu vegna
staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar. Enginn efast lengur um
rétt forsetans til að vísa umdeildum
lagafrumvörpum sem Alþingi hefur
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Núverandi dómsmálaráðherra hefur
verið stefnt vegna skipunar dómara í
Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til
splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun
Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki
ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt –
ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var
Alþingis og endanlegt skipunarvald í
höndum forseta Íslands. Þetta segir í
greinargerð íslenska ríkisins í máli sem
einn umsækjendanna um stöðu dóm-
ara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.)
Árið 2004 taldi sem sagt einn ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins að forseti
Íslands væri með öllu valdalaus. 2017
kemur svo annar ráðherra sama flokks
og telur að Ísland sé ennþá konungs-
ríki þar sem forseti Íslands fari með
skipunarvald, ráði að vild hverjir verða
dómarar og hverjir ekki. Dómsmála-
ráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á
slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt
túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra
vegna skipunar dómara að beinast að
hinum raunverulega handhafa, forseta
Íslands, en ekki að valdlausa ráðherr-
anum.
Íslenska lýðveldið er vissulega í
sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er
stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnar-
skráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð
mismunandi valdhafa með skýrum
hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu
er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra
sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda
hver á annan eftir geðþótta. Við þurf-
um nýjan Samfélagssáttmála og nýja
stjórnarskrá í samræmi við vilja 67%
kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20.
okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir
Alþingi að standa undir nafni sem lög-
gjafarþing þjóðarinnar og eyða allri
óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan
landsins.
Ber forseti Íslands
ábyrgð á skipun
dómara við Landsrétt?
Frægast er líklega kartöflumál-
ið þegar fámenn hagsmuna-
samtök þurftu árum saman
að berjast á móti ríkisrekinni
grænmetisverslun sem seldi
óætar kartöflur og flokkaði
jafnvel sem fyrsta flokks.
Stefán
Hrafn Jónsson
félagsfræðingur,
varaformaður
Neytendasam-
takanna
Við þurfum nýjan Samfélags-
sáttmála og nýja stjórnar-
skrá í samræmi við vilja 67%
kjósenda í þjóðaratkvæða-
greiðslu 20. okt. 2012. Betra
er seint en aldrei fyrir Alþingi
að standa undir nafni sem
löggjafarþing þjóðarinnar og
eyða allri óvissu um stjórnar-
skrá og stjórnskipan landsins.
Svanur
Kristjánsson
prófessor í
stjórnmálafræði
við Háskóla
Íslands
Forsetar Alþýðusambanda
allra Norðurlandanna
Fjárfesta skal í menntun, færni
og símenntun fyrir alla. Sú áskor-
un að bjóða alhliða menntun sem
eykur félagslegan jöfnuð er ein
forsenda þess að hægt sé að byggja
upp jafnréttissamfélag þar sem
allir hafa jafna möguleika. Þekk-
ing er hornsteinn lýðræðissam-
félagsins.
Grípa þarf til samstilltra aðgerða
í því skyni að auðvelda aðlögun
hælisleitenda og flóttamanna í
móttökulandi, með því að bæta
ráðningarkjör og félagslega vernd,
tryggja símenntun og góða mennt-
un, allt frá leikskóla til framhalds-
og háskóla.
Takast þarf á við þær áskoranir
sem leiða af nýjum tegundum fyrir-
tækja í stafrænu hagkerfi, þegar
kemur að samkeppni, fjárfesting-
um og skattlagningu. Tryggja þarf
öryggi, réttindi og ráðningarskil-
yrði starfsmanna í hinu stafræna
hagkerfi.
visir.is Lengri útgáfa af greininni
er á Vísi
6 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
0
6
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:5
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
3
-A
2
5
0
1
D
4
3
-A
1
1
4
1
D
4
3
-9
F
D
8
1
D
4
3
-9
E
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
5
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K