Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 36
Fótbolti Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn á nýjan leik eftir erfið meiðsli sem stofnuðu þátttöku hennar á EM í Hollandi í hættu. Það hefur birt til á undanförnum vikum og Dagný er óðum að ná fyrri styrk. „Ég myndi segja að staðan væri hrikalega góð. Ég er búin að æfa vel síðustu tvo mánuði og er klár í þetta verkefni,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað var það nákvæmlega sem hrjáði hana? „Ég fékk högg fyrir tveimur árum og hélt áfram að þjösnast á því. Það kom í ljós að þetta voru liðbönd sem tengdust frá mjaðmagrindinni og út í bak. Ég þurfti að styrkja allt í kring og fara í sprautumeðferðir. Þetta var spurning um hversu hratt liðböndin myndu gróa. Það er komið núna og ég hef verið á fullu undanfarna tvo mánuði,“ sagði Dagný. Rangæingurinn lék allan leik- inn með félagsliði sínu, Portland Thorns, um helgina. Það var aðeins hennar fjórði leikur með liðinu á tímabilinu. Dagný missti af byrjun tímabilsins en sneri aftur í sigri á Sky Blue 3. júní. Það var þá fyrsti leikur Dagnýjar í þrjá mánuði, eða frá því hún spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 tapi Íslands fyrir Japan á Algarve- mótinu 3. mars. Það eru einu mín- úturnar sem hún hefur spilað með íslenska landsliðinu á árinu. Fljót að komast í form „Ég myndi ekki segja að leikformið sé í toppstandi enda bara búin að spila einn 90 mínútna leik. En einn af mínum styrkleikum sem leikmaður er að ég er mjög fljót að koma mér í stand og vera í góðu hlaupaformi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin hef ég ekki miklar áhyggjur,“ sagði Dagný. Hún var valin í íslenska hópinn sem mætti Írlandi og Brasilíu í tveimur vináttulandsleikjum í júní. Dagný kom ekkert við sögu gegn Írlandi og daginn fyrir leikinn gegn Brasilíu var tilkynnt að hún myndi ekki spila hann og væri á leiðinni aftur til Portland. Freyr Alexandersson landsliðs- þjálfari hefur síðan greint frá því að Dagný hafi neyðst til að sleppa landsleikjunum tveimur. Annars hefði hún væntanlega ekki spilað meira með Portland á tímabilinu. Dagný segir erfitt að hafa verið sett í þessa stöðu. Þeir borga launin mín „Það var hrikalega fúlt. Ég missti af aprílverkefninu með landsliðinu og hlakkaði mikið til verkefnisins í júní. En þeir borga launin mín og ég lenti svolítið á milli. Ég þurfti að gera það sem þeir sögðu mér að gera. Auðvitað vill enginn lenda í þessu en ég þurfti að takast á við það,“ sagði Dagný sem hefur verið í herbúðum Portland síðan 2015. Hún segir framtíð sína óráðna. „Samningurinn minn rennur út í lok árs. Ef ég á að vera alveg hrein- skilin er ég ekkert búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Mér líkar vel þarna en auðvitað er ég langt í burtu. Ég ætla að einbeita mér að EM og svo nota ég það sem eftir er árs til að hugsa hvað ég ætla að gera,“ sagði Dagný. En lítur hún á EM sem glugga til að komast annað? „Það er ákveðinn gluggi ef mann langar til Evrópu. En ég veit ekkert hvort ég ætla að fara þangað eða vera áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Dagný sem segist kunna betur við sig hjá Portland en þegar hún var í herbúðum Bayern München seinni hluta tímabilsins 2015. Kvennaboltinn betur metinn „Já, mér finnst það miklu skemmti- legra. Kvennaboltinn er betur metinn þarna; fleiri áhorfendur og betur hugsað um man. Manni líður meira eins og atvinnumanni þarna en í Bayern,“ sagði Dagný. Hún nýtur þess að vera byrjuð að æfa með landsliðinu. „Síðustu tveir dagar hafa gengið hrikalega vel. Það er gaman að hitta stelpurnar aftur og andinn í liðinu er góður. Við erum allar rosalega spenntar og klárar í verkefnið,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt annað Evrópumót en hún var einn- ig með á EM 2013. ingvithor@365.is Þurfti að gera það sem þeir sögðu mér að gera Eftir erfið meiðsli er Dagný Brynjarsdóttir komin aftur á ferðina og segist vera klár í slaginn fyrir EM í Hollandi. Hún segist hafa verið sett í erfiða stöðu af fé- lagsliði sínu í síðasta landsliðsverkefni. Dagný segir óvíst hvað taki við hjá sér. Dagný Brynjarsdóttir gat ekki spilað síðustu leiki íslenska liðsins fyrir EM 2017 þar sem félagsliðið hennar Portland vildi fá hana heim. FréttaBlaðið/EyÞór Kvennaboltinn er betur metinn þarna; fleiri áhorfendur og betur hugsað um mann. Dagný Brynjarsdóttir Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is RAFMAGNSVESPUR Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! 149.900,- Svört, rauð eða hvít Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! FYRIR FLESTAR GERÐIR BÍLA... GORMAR HÖGGDEYFAR VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ! STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS DýRASTuR Í Sögu ARSEnAl Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal gekk í gærkvöldi frá kaupum á franska framherjanum Alexandre lacazette frá lyon á 46,6 milljónir punda eða 6,3 milljarða króna. Hann er því dýrasti leikmaður í sögu lundúnafélagsins en mest borgaði það 42,4 milljónir punda fyrir Mesut özil árið 2013. Það sem meira er þá getur kaupverðið farið upp á 52,6 milljónir punda eða sjö milljarða íslenskra króna með árangurstengdum greiðslum þannig Frakkinn verður sá langdýrasti í sögu Arsenal. Þessi 28 ára gamli framherji skoraði 129 mörk í 275 leikjum fyrir lyon eftir að brjóta sér leið inn í aðalliðið árið 2009. SnoRRi KynnTuR Í DAg Snorri Steinn guðjónsson, fyrrver- andi landsliðsmaður í handbolta og silfurdrengur, verður kynntur sem leikmaður og þjálfari Vals í olís-deild karla í handbolta í dag. Valsmenn boðuðu til blaðamanna- fundar í hádeginu í dag þar sem tíðindin verða endanlega staðfest en íþróttadeild sagði frá þessu fyrir tveimur vikum. Árni Þór Sig- tryggsson verður einnig kynntur sem leikmaður liðsins. Vísir verður með mikla umfjöllun um fundinn í dag sem hefst klukkan 12.30 að Hlíðarenda. 6 . j ú l í 2 0 1 7 F i M M t U D A G U R24 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 0 6 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :5 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 3 -D 8 A 0 1 D 4 3 -D 7 6 4 1 D 4 3 -D 6 2 8 1 D 4 3 -D 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.