Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 22
Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu
vikurnar í afplánun fara í að borða
og sofa því íslenski kvenfanginn er
aðframkominn af næringarskorti,
svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún
hefur náð áttum hefst svo leit að
leiðum til að komast í vímu á nýjan
leik. Hún er með tugi mála til með
ferðar hjá lögreglu og ótal dóma á
bakinu – alla skilorðsbundna.
Stoppum aðeins við síðasta
orðið, skilorð. Dómarar hafa heim
ild til að binda refsidóma skilorði
og með því að rýna í tölfræði dóm
stólanna má sjá að þeirri heimild
er beitt ótæpilega þegar kemur að
konum. Frá fyrsta skilorðsbundna
dóminum hefur hinum íslenska
kvenfanga tekist að eyðileggja
nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í
sárum og talar ekki við hana, börn
in komin í fóstur og henni hefur
tekist að svíkja alla vini sína. Þegar
hún loksins er lokuð inni þá er það
til að stöðva langa brotahrinu eða
vegna þess að síðasti glæpurinn var
nægilega alvarlegur.
Fá enga raunverulega hjálp
Í afplánuninni fá konurnar enga
raunverulega hjálp. Þær eru í
geymslu rétt eins og karlar sem
afplána refsidóma á Íslandi, en
oftar en ekki er ástand kvenna mun
verra. Að vera með fjórum konum í
afplánun getur verið eins og dvöl á
deild þrjátíu karlmanna. Og þessu
er ekki haldið fram af léttúð. Engin
kona í afplánun fær sálfræðimeð
ferð eða að hitta geðlækni. Vinna
fyrir þær er mjög takmörkuð og
nánast engin kona stundar nám í
afplánun, einmitt vegna þess hversu
langt leiddar þær eru. Enginn kenn
ari er til að aðstoða og þær einfald
lega geta ekki einbeitt sér að námi
eða nokkru öðru.
Nýverið gagnrýndi Jón Þór Óla
son, lektor við lagadeild Háskóla
Íslands, það fyrirkomulag hér á
landi að Fangelsismálastofnun taki
ákvörðun um það hvort dómþoli
fái að taka út refsingu sína með
samfélagsþjónustu. Ungir afbrota
menn fái almennt skilorðsbundna
dóma og uppfylli því ekki skilyrði
fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dóm
stólar hefðu heimild til að dæma
samfélagsþjónustu, annaðhvort
sem sjálfstæða refsitegund eða sem
sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi,
mætti veita ungum brotamönnum
meira aðhald og beina sumum
hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði
Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.
Grípa þarf inn í mun fyrr
Taka ber undir með Jóni Þór en orð
hans má miklu frekar heimfæra
yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að
grípa inn í mun fyrr og ásamt því
að veita dómstólum heimild til að
dæma samfélagsþjónustu myndi
Afstaða vilja sjá dómara oftar binda
frestun á fullnustu refsingar því skil
yrði að viðkomandi gangist undir
vímuefnameðferð. Því heimildin er
sannarlega til staðar.
Tökum höndum saman og björg
um þeim ungu konum sem eiga á
hættu að missa allt sitt vegna lin
kindar í garð þeirra. Þeim er ekki
greiði gerður með skilorðsdómum
ef ekki fylgja inngrip til betrunar.
Björgum ungu konunum
Engin kona í afplánun fær
sálfræðimeðferð eða að hitta
geðlækni. Vinna fyrir þær er
mjög takmörkuð og nánast
engin kona stundar nám í
afplánun, einmitt vegna þess
hversu langt leiddar þær eru.
Enginn kennari er til að að-
stoða og þær einfaldlega geta
ekki einbeitt sér að námi eða
nokkru öðru.
Guðmundur
Ingi Þóroddsson
formaður Af-
stöðu, félags
fanga á Íslandi
Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun
halda áfram að aukast og eins er
ljóst að meira verður framleitt af
bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur
fiskeldis mun skapa fjölda nýrra
starfa bæði við eldið og í tengdum
greinum.
Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt
og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt
fólk, sem er reiðubúið til þess að
taka þátt í uppbyggingu á nýjum
atvinnuvegi, sem skipta mun sköp
um fyrir fæðuöryggi mannkyns í
framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst
þekkingar og segja má að fyrri áföll
í fiskeldi, hér á landi sem annars
staðar, tengist fyrst og fremst skorti
á þekkingu.
Skólakerfið vel í stakk búið
Eðlilegum kröfum, sem uppi eru
um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf
meðal annars að mæta með því að
tryggja að starfsfólk sé vel menntað
og skilji vel þá ábyrgð sem það ber
gagnvart náttúru og öðrum starfs
greinum. Sem betur fer er íslenskt
skólakerfi vel í stakk búið til þess að
sinna þessu verkefni.
Störf í laxeldi verða flest utan
Reykjavíkursvæðisins og munu
treysta byggð á Austfjörðum og
Vestfjörðum. Einnig er mikið fjár
fest í bleikjueldi á Reykjanesi og
seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á
Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt
vel sem atvinnugrein í minni sjávar
byggðum, þar sem aldalöng hefð er
fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Fram
leiðni í áframeldi er mikil, þannig að
fámenn samfélög geta staðið undir
mikilli framleiðslu.
Ábyrgð starfsmanna mikil
Sérhæfð störf í fiskeldi tengjast
umsjón með seiðaeldi og áfram
eldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er
mikil, því það er árangur þeirra sem
endanlega ræður því hvernig fyrir
tækjunum mun reiða af og hversu
mikil umhverfisáhrif starfsemin
hefur. Það er nauðsynlegt að þessir
starfsmenn hafi góða þekkingu á líf
fræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í
eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis.
Háskólinn á Hólum hefur um
árabil boðið eins árs háskólanám í
fiskeldi á diplómastigi, sem er góður
undirbúningur fyrir þessi störf.
Það eru meðmæli með náminu að
stjórnendur fiskeldisstöðva hafa
hvatt starfsmenn sína til þess að
sækja sér þessa menntun. Einingar
úr diplómanáminu er líka hægt að
fá metnar í BS nám í sjávarútvegs
fræðum við Háskólann á Akureyri.
Stjórnun og rekstur eru stór þáttur
í sjávarútvegsfræðanáminu og það
er góður undirbúningur fyrir stjórn
endur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt
námsframboð við aðra háskóla, t.d.
í matvælafræðum og strandsvæða
stjórnun, mun einnig nýtast vel við
uppbyggingu fiskeldis og eftirlits
störf tengd greininni.
Tryggja þarf menntun
Nærri helmingur af störfum í fisk
eldi eru almenn störf við eldi, sem
ekki krefjast háskólamenntunar.
Þessir starfsmenn þurfa engu að
síður að hafa undirstöðuþekk
ingu á fiskeldi og það er mikilvægt
að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á
vegum símenntunarmiðstöðva. Nú
er unnið að undirbúningi fyrir slíkt
nám á Vestfjörðum og Fisktækni
skólinn í Grindavík býður nám í
fiskeldi á framhaldsskólastigi.
Það þarf að mennta fjölda fólks
til starfa í greininni á næstu árum.
Ný störf í fiskeldi opna spennandi
möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu
við hæfi í heimabyggð og ekki síður
fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og
nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög
bjóða. Það þarf að tryggja greiðan
aðgang að menntun í fiskeldi á þeim
svæðum þar sem þessi mikilvæga
atvinnugrein er stunduð. Símennt
unarmiðstöðvar munu bjóða nám
skeið fyrir almennt starfsfólk í
fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin
eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám
í fiskeldi er boðið í fjarnámi við
Háskólann á Hólum og eins er nám
í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi.
Það eru því allar dyr opnar fyrir þá
sem vilja sækja sér menntun í fisk
eldi og leggja sitt af mörkum til að
byggja það vel upp til framtíðar.
Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur
fyrir fiskeldi framtíðarinnar
Helgi
Thorarensen
prófessor við
Háskólann á
Hólum
Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hag
fræðingur og fjárfestir, frá áformum
Eykon Energy um að bora ekki eina
heldur þrjár borholur á Dreka
svæðinu til að freista þess að dæla
upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía
finnist muni ríkið græða milljarða
og enginn kostnaður muni falla á
ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að
athuga.
1) Það er löngu vitað að brennsla
á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum
loftslagsbreytingum sem ógna nú
öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands
er þar ekki undanskilið. Á tímum
hnattvæðingar erum við ekki
eyland í neinum öðrum skilningi en
landfræðilegum: Breyttur veruleiki
í breyttu loftslagi mun raska jafn
vægi á alþjóðavettvangi á komandi
áratugum með ófyrirséðum afleið
ingum fyrir þjóð sem treystir jafn
mikið á innflutning og við gerum.
2) Ísland mun þurfa að laga inn
viði að loftslagsbreytingum. Við
gætum þurft að byggja varnargarða
við strendur, flytja byggð og finna
aðrar leiðir til að framleiða rafmagn
en með fallvatni frá jökulám þegar
jöklarnir bráðna. Það hefur í för
með sér kostnað sem mun að öllum
líkindum falla á ríkissjóð.
3) Það er sannað að brennsla á
olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á
vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og
ógnin við sjávarútveginn, sem lengi
hefur verið undirstöðuatvinnugrein
Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór
tekur upp meiri koltvísýring en
heitur og súrnar því sérstaklega
hratt. Hver dropi af olíu frá Dreka
svæðinu sem verður brenndur á
næstu árum mun því hafa bein áhrif
á hafið í kringum Ísland og þá fiski
stofna sem við nýtum.
4) Olíuleki frá borholu á Dreka
svæðinu gæti haft hrikalegar afleið
ingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi
og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið
sem varð í Mexíkóflóa árið 2010
kostaði um 7.000 milljarða íslenskra
króna. Það er afar hæpið að ríkið
hafi bolmagn til að borga þann
reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem
Heiðar er í forsvari fyrir það?
5) Við vitum að loftslagsbreyt
ingar koma til með að valda hörm
ungum í framtíðinni – þær eru
þegar farnar að gera það, til dæmis
með tíðari skógareldum, flóðum og
öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu
sem við brennum því meiri verða
hörmungarnar. Að sama skapi
eykst hættan á því að við setjum af
stað keðjuverkun sem verður ekki
stöðvuð. Og hættan er raunveruleg.
6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
reiknaði út árið 2015 að notkun
jarðefnaeldsneytis kosti skattgreið
endur um heim allan 5,3 billjónir
Bandaríkjadala á ári.
7) Ríki heims skuldbundu sig
með Parísarsáttmálanum til að
halda hlýnun jarðar innan við 2°C.
Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá
má ekki brenna þeim 20 milljörðum
tunna af olíu sem Heiðar vonast til
að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að
halda megum við ekki brenna nema
1/5 af þekktum eldsneytislindum.
Heiðar er að leita að nýjum og áður
óþekktum lindum og þar með að
veðja á að Parísarsamkomulagið –
sem ríkisstjórn Íslands hefur nóta
bene fullgilt – haldi ekki.
Heiðar segir að ef þetta gangi
eftir og olía finnist þá muni Ísland
gjörbreytast og verða í stöðu til að
„hjálpa umheiminum“.
En sannleikurinn er auðvitað sá
að stærsta framlag Íslendinga í bar
áttunni fyrir betri heimi gæti ein
faldlega verið að hverfa frá áformum
um olíuvinnslu og láta olíuna sem
kann að leynast á Drekasvæðinu
vera. Það er það eina siðferðilega
rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir
okkur að „hjálpa umheiminum“.
En Heiðar Guðjónsson talar ekki
um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar
er að tala um hagnað. Hann er að
tala um peninga.
Ef við, Íslendingar, ætlum í alvör
unni að loka augunum fyrir stað
reyndum og láta stjórnast af græðgi
þá skulum við vita að þetta verða
aldrei annað en blóðpeningar. Og
Ísland verður ekki samt.
„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“
Heiðar segir að ef þetta gangi
eftir og olía finnist þá muni
Ísland gjörbreytast og verða í
stöðu til að „hjálpa umheim-
inum“. En sannleikurinn er
auðvitað sá að stærsta fram-
lag Íslendinga í baráttunni
fyrir betri heimi gæti ein-
faldlega verið að hverfa frá
áformum um olíuvinnslu
og láta olíuna sem kann að
leynast á Drekasvæðinu vera.
Hildur
Knútsdóttir
rithöfundur
Fiskeldi í Berufirði.
6 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
0
6
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:5
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
3
-D
D
9
0
1
D
4
3
-D
C
5
4
1
D
4
3
-D
B
1
8
1
D
4
3
-D
9
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
5
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K