Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.06.2017, Qupperneq 2
Mikið úrval af limgerðisklippum - með bensínmótor, rafmótor eða fyrir 18 og 36V rafhlöður Limgerðis- klippur ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is  Rabarbarinn tekinn upp á Árbæjarsafni Á Árbæjarsafninu vex heilmikið af rabarbara. Hann var tekinn upp í gær enda er best að nýta hann snemma á sumrin. Það er gamalt húsráð að ef rabarbarinn er ekki nýttur strax sé best að geyma hann í ísskáp, helst með blöðunum á. frettablaðið/andri marínó Veður Vestlæg eða breytileg átt, 3-8. Skýjað að mestu og stöku skúrir, einkum sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austan til. sjá síðu 16 VIðsKIPTI Fjórir fjárfestahópar eru sagðir hafa áhuga á að festa kaup á fatakeðjunum Coast, Oasis og Ware- house af Kaupþingi. Keðjurnar hafa verið til sölu frá því í nóvember í fyrra og stendur vilji Kaupþings til þess að selja þær saman í einu lagi. Áhugasamir kaupendur eru fjár- festingarsjóðurinn Alteri Partners, suður-afrísku tískukeðjurnar Foschini Group og Truworths og Edinburgh Woollen Mill, smásölu- keðja breska kaupsýslumannsins Philips Day, að því er segir í frétt Bloomberg. Þegar Kaupþing setti fatakeðj- urnar á sölu í fyrra var uppsett verð um 100 milljónir punda, sem jafn- gildir um 13,2 milljörðum króna, en talið er að líklegt kaupverð geti nú verið meira en helmingi lægra eða á bilinu 35 til 55 milljónir punda. Félagið Aurora Fashions rekur keðjurnar þrjár, Coast, Oasis og Warehouse, en það hefur verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009. Áður voru þær í eigu félagsins Mosaic Fash ions, sem varð gjaldþrota í kjöl- far hrunsins, en Baugur Group var stærsti eigandi þess félags. Líkt og margar verslanakeðjur hafa verslanir Aurora Fashions átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Fatasala hefur dregist verulega saman í Bretlandi og þá er einka- neysla jafnframt minni en áður. – kij Bitist um fatakeðjur Kaupþings Dómsmál LS Retail hefur stefnt eiganda Norðurturnsins við Smára- lind og Íslandsbanka eftir að kröfu hugbúnaðarfyrirtækisins um að það fái að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna var hafnað. Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Harðar deilur milli leigutaka í Norðurturninum komu, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, upp eftir að Íslandsbanki tilkynnti að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar í Norðurturninn. Samkvæmt stefnunni, sem blaðið hefur undir höndum, gerir LS Retail kröfu um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslands- banki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Hugbúnaðarfyrirtækið gerir kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði staðsett fyrir ofan það. Samkvæmt stefnunni var LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbún- aðarfyrirtæki og leigir fimm hæðir í turninum, fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturn- inn eða í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smára- lindar. Það hafi síðan breyst með tilkynningu Íslandsbanka í apríl í fyrra. Stjórnendur LS Retail hafi einnig í júní 2016 mótmælt harð- lega áformum um að heiti bygging- arinnar yrði breytt í Íslandsbanka- turninn og að lógó dótturfélaganna Ergo og VÍB yrðu einnig hengd utan á hana. LS Retail skorar í stefnunni  á Norðurturninn að leggja fram upp- færða hluthafaskrá Norðurturnsins Íslandsbanka stefnt út af lógódeilu í turninum Hugbúnaðarfyrirætkið LS Retail hefur stefnt Íslandsbanka og Norðurturninum og vill fá að hengja vörumerki sitt utan á bygginguna. Stefnan þingfest í héraðs- dómi í vikunni en deilur milli leigjenda í húsinu hafa staðið yfir í rúmt ár. íslandsbanki fór fram á að nafni norðurturnsins yrði breytt í íslandsbanka- turninn. Sú krafa féll í grýtta jörð. fréttablaðið/GVa en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 prósenta hlut. Einnig að Íslandsbanki leggi fram lánasamn- inga hans við Norðurturninn og leigusamning Íslandsbanka. Sigrún Dóra Sævinsdóttir, rekstr- arstjóri LS Retail, sagði í samtali við Fréttablaðið þann 16. júní að fyrir- tækið fari fram á að jafnræðis verði gætt varðandi merkingar utan á húsinu. LS Retail hafi ítrekað lagt fram málamiðlunartillögur sem hafi verið hafnað. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, vildi þá ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. haraldur@frettabladid.is Samkvæmt stefnunni var LS Retail fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn. Verslunin Oasis hefur verið til sölu undanfarna mánuði. fréttablaðið/ePa VEGAmál Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skoraði í síðustu viku á þingmenn kjördæmisins að tryggja að fjár- magn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanes- braut innan bæjarmarkanna. Um sé að ræða brýnt öryggis- og hags- munamál. Bæjarstjórnin ítrekaði á fundi sínum mikilvægi þess að mörkuð yrði heildarstefna fyrir fram- kvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda væri ákveðin og fjár- magn tryggt. Bærinn bendir á að þegar heildar fjármagn til vegafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu sé skoðað sé ljóst að framkvæmdir við Reykjanesbraut hafa verið af skornum skammti undanfarin ár. Brýnt sé að bæta úr því hið fyrsta. – kij Vilja tryggja fé til framkvæmda 2 6 . j ú n í 2 0 1 7 m á n u D A G u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T A B l A ð I ð 2 6 -0 6 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 D -6 F 4 0 1 D 2 D -6 E 0 4 1 D 2 D -6 C C 8 1 D 2 D -6 B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.