Fréttablaðið - 26.06.2017, Page 14

Fréttablaðið - 26.06.2017, Page 14
Líf þeirra Gísla Egils og Ingu Elsu hefur breyst eftir að þau hófu að gefa út vinsælar mat- reiðslubækur. Bækurnar hafa komið út hér á landi og víða um heim. Þær hafa vakið mikla athygli enda leggja þau hjónin áherslu á flóru Íslands. Gísli Egill er ljósmyndari og Inga Elsa rekur auglýsingastofu. Bæði eru þau menntaðir leiðsögumenn og hafa starfað mikið á þeim vettvangi. Núna reka þau gististaðinn og veitinga- húsið Brimslóð Atelier á Blönduósi þar sem þau taka á móti erlendum ferðamönnum í mat, á námskeið eða í gistingu. „Inga Elsa er alin upp í Austur- Húnavatnssýslu og upphafleg hugmynd okkar með því að fjárfesta í húsi á Blönduósi var sú að dætur okkar fengju að kynnast sveitinni. Áhugamál okkar snúast um landið, náttúruna og mat en á Brimslóð getum við nýtt alla þessa reynslu okkar og þekkingu í nýsköpun í ferðaþjónustu. Við höfum tekið á móti hópum í dagskrá um íslenska matarhefð og -sögu. Fólkið fær hádegisverð þar sem maturinn tengist sögunni. Einnig erum við með námskeið þar sem leitað er fanga í náttúrunni. Í framhaldinu eldum við úr hráefninu og kennum fólki að nota íslenskar jurtir,“ segir Gísli Egill. „Við erum ekki stórtæk í gistingu, aðeins með fjögur herbergi sem taka tíu gesti. Það er mikil fjárfesting í uppbyggingunni en margir gestir koma í heimsókn eftir að hafa lesið bækurnar okkar. Þannig vinnur þetta allt saman,“ segir Gísli en á booking. com er Brimslóð með 9,7 í einkunn og yfir hundrað afar jákvæð ummæli. Árið 2015 gerðu þau hjónin mat- reiðslubók, La Cuisine Scandinave, fyrir stærsta bókaforlag í Frakklandi, Hachette, og vakti hún mikla athygli. Bókin kom út í Belgíu og Hollandi fyrir síðustu jól. Hún kemur síðan út í Þýskalandi í haust. Gísli Egill segir að þau séu alltaf með margt í pípunum en nú ætli þau að leggja alla áherslu á Brimslóð. Meðal gesta í sumar eru nokkrir að koma í annað skiptið sem hlýtur að teljast góð meðmæli. „Við erum staðsett við sjóinn sem fólki þykir afar sérstakt. Á þessum stað höfum við unnið bækurnar okkar og ýmis auglýsingatengd verkefni auk þess að reka ferðaþjónustu. Okkur líður vel á Brimslóð,“ segir Gísli Egill. Grænar sumarsúpur Gísli Egill og Inga Elsa gefa hér lesendum uppskriftir að grænum sumarsúpum sem þau voru með í bókinni sinni, Sveitasæla. „Bókin snýst svolítið um húsið okkar á Blönduósi þar sem við leitum fanga í náttúrunni og nærumhverfinu,“ segir hann. „Það er upplagt að nota í súpugerð þau salatblöð sem fá kannski ekki hæstu einkunn hvað útlit varðar eða eru götótt eftir sniglaheimsóknir. Þegar líður að hausti og salatstöngl- arnir verða trefjaríkari, síar maður súpuna gegnum gróft sigti. Brenninetlur má oft finna í grennd við gömul hús eða eyðibýli. Taka verður blöðin snemma eða áður en plantan blómstrar. Nota verður hanska við tínsluna til þess að losna við brunasviðann sem kemur ef bert hörund kemur við plöntuna. Gott er að skola blöðin vel í vatni. Hættan á sviða minnkar strax eftir vatnsskolunina og hverfur alveg eftir suðuna. Súrur eru frábært hráefni. Þær inni- halda oxalsýru eins og rabarbarinn. Við hráefnisöflunina er best að leita fanga á rakari stöðum, t.d. við ár- eða lækjarfarvegi eða skurði. Þar má oft finna stórar og safaríkar súru- blöðkur. Súrurnar breyta um lit við suðuna og taka á sig brúnleitan blæ. Hvönnin hefur verið matjurt á Íslandi frá aldaöðli og finnst víða. Í súpu notum við blöðin og best er að hafa þau sem yngst.“ Salatsúpa Handa 4–6 1 laukur, saxaður 1 salathaus eða sambærilegt magn af salatblöðum 1 lítri kjúklinga- eða grænmetis- soð 10–15 mintublöð 1 msk. olía til steikingar 2–3 msk. sýrður rjómi Salt og svartur pipar Hitið olíu í potti og eldið laukinn þar til hann verður glær. Bætið heitu soðinu í pottinn. Hitið þar til fer að sjóða, bætið þá salatblöðunum í pottinn. Eldið við lágan hita í 3–5 mínútur. Bætið þá mintu blöðunum út í og takið pottinn af hitanum. Notið sprota eða matvinnsluvél til þess að mauka súpuna. Hrærið sýrða rjómann út í. Smakkið til með salti og pipar. Berið t.d. fram með sneið af ristuðu súrdeigsbrauði. Súrusúpa Handa 4–6 1 laukur, saxaður 2 kartöflur, skornar í litla bita 1 msk. olía til steikingar 2 lítrar hundasúrur, lauslega pakkað, stórir stilkar fjarlægðir 1 lítri grænmetis- eða kjúklingasoð 100 ml mjólk 4 egg Salt og svartur pipar Hitið olíu í potti og mýkið laukinn og kartöflurnar í 6–8 mínútur við meðalhita. Bætið grænmetissoðinu út í og hitið þar til fer að sjóða. Setjið þá hundasúrur út í og lækkið hitann strax og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Maukið súpuna með sprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjómanum við, hitið, en sjóðið ekki. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið egg að smekk, skerið í tvennt og berið fram í súpunni. Hvannarsúpa Handa 4–6 1 laukur, saxaður 2 kartöflur 2 lítrar gróft niðursöxuð hvannar- blöð 1 lítri grænmetissoð 100 ml rjómi Olía til steikingar Salt og svartur pipar Saxið laukinn og kartöflurnar og mýkið í olíu í potti í 6–8 mínútur. Grófsaxið hvannarblöðin og setjið út í pottinn. Bætið þá grænmetissoðinu saman við og látið suðuna koma upp. Látið malla undir loki í 5–7 mínútur. Slökkvið undir og bætið rjómanum við. Maukið súpuna með sprota eða í matvinnsluvél. Smakkið súpuna til með salti og pipar. Skreytið ef til vill með söxuðum hvannarblöðum eða steinselju. Berið súpuna fram. Brenninetlusúpa Handa 4–6 150 g netlulauf, u.þ.b. 1½ lítri, laust pakkað, það má nota súrur í stað hluta af netlunum 1 msk. olía til steikingar 1 laukur, saxaður 2 sellerístilkar, skornir í bita 1 hvítlauksrif, fínsaxað 1 tsk. timjan 2 tsk. hrísgrjón 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð Salt og svartur pipar 4 msk. sýrður rjómi Þvoið netlurnar undir rennandi vatni. Fjarlægið hörð lauf. Sjóðið vatn í stórum potti, saltið vel. Dýfið netlunum ofan í sjóðandi vatnið í fáeinar mínútur. Takið þær upp og setjið í ískalt vatn. Takið netlurnar upp úr og hristið vatnið af. Saxið fínt niður. Hitið olíu í potti og bætið út í lauknum, sellerístilkunum, timjan og hvítlauk. Mýkið í u.þ.b. 10 mín. Bætið þá við soðinu og hrísgrjónunum og látið malla í 10–15 mínútur. Setjið þá netlur saman við og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til netlurnar eru orðnar mjúkar. Maukið súpuna með sprota eða í matvinnsluvél. Saltið og piprið. Berið fram með einni matskeið af sýrðum rjóma á hvern disk. Krapís Krapa er best að borða innan nokk- urra daga frá lögun. Aðferðin við krapagerðina er einföld. Búið er til sykurvatn og hráefnin eru maukuð saman við kalt sykurvatnið með sprota. Sigtið og frystið. Hrærið upp í krapanum í 2–3 sinnum á hálftíma fresti þegar hann er byrjaður að kristallast lítillega. Til að fá mýkri áferð er hægt að bæta 1–2 msk. af hreinum vodka saman við. Uppskriftirnar miðast við 4–6. Birkikrapi 400 ml vatn 175 g sykur ¾ l fersk birkilauf 1 msk. sítrónusafi Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið. Skolið vel af laufunum og setjið þau saman við sykurvatnið. Maukið með sprota í 4 mínútur. Sigtið í gegnum fínt sigti. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti. Epla- og rauðrófukrapi 200 ml vatn 90 g sykur 3 græn epli, afhýdd og fínt rifin 1 sítróna, safinn 125 g rauðrófa, fínt rifin Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið. Rífið niður eplin og vætið maukið með sítrónusafa. Bætið rifinni rauðrófu saman við. Maukið með sprota. Þrýstið maukinu í gegnum gróft sigti en notið fínt sigti ef þið viljið fá mýkri áferð Setjið í skál og frystið. Hrærið krapann upp 3–4 sinnum á hálftíma fresti. Súrukrapi 1 lítri nýtíndar súrur 400 ml vatn 170 g sykur 1 sítróna, safinn Skolið vel af súrunum og hristið vatnið af þeim. Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið og setjið súrurnar saman við. Maukið með sprota í dágóða stund. Bætið sítrónusafa saman við. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Hvannarsúpa. Súrusúpa. Birkikrapi. Brenninetlusúpa. Elín Albertsdóttir elin@365.is Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Rennihurðarbrautir í úrvali Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 pið 8-22 I FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. nit iðað og ske tilegt ná fyrir þá, sem vilja ky nast Íslandi í máli og myn- du . Námið er opið öllu þeim, sem áhuga hafa á að læra hver ing standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðam nna um Ísland. Stuðst r við nám krá menntamálaráðuneyt sins m viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jar f æði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Ma nleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldná , auk þes sem farið er í vettvangsferðir. msögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögu ám við Ferðamálas óla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þett nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri U sögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskól Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar se fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinn möguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . j ú n Í 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 2 6 -0 6 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 D -8 C E 0 1 D 2 D -8 B A 4 1 D 2 D -8 A 6 8 1 D 2 D -8 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.