Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf., Ráðhúsinu, Dalvík, sími 466 1300. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Blaðamaður: Halldór Ingi. Netfang: halldor@rimar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Prentvinnsla: Asprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700. Predikunarstóll Urðakirkju Forsíðumynd jólablaðs Norðurslóðar er að þessu sinni af kristsmynd sem máluð er á predikunarstól Urðakirkju. Kristsmyndin er ein nokkurra mynda sem prýða stólinn. Hinar sýna guðspjallamennina fjóra og ýmsar biblíulegar tákn- myndir. Stóllinn er málaður af Jóni Hallgrímssyni sem fæddur var 1741 og dáinn 1808. Jón var mikilvirkur málari á sinni tíð og eru enn varðveittar 10 altaristöflur sem hann málaði. Jón var sonur Hallgríms Jónssonar frá Naustum sem einnig var málari og málaði meðal annars altaristöfluna frá Upsum sem Arni Hjartarson gerir að umfjöllunarefni í grein sinni hér til hliðar. Jón Hallgrímsson málaði meðal annars stórbrotna altaristöflu í Grenjaðarstaðarkirkju til minningar um séra Björn Magnússon prófast en Björn var mikill vinur og velgjörðarmaður Jóns og fjölskyldu hans og studdi hann til utanfarar til að nema málara- list í Kaupmannahöfn. Dóttir séra Magnúsar, Anna, var gift Lárusi Schieving klausturhaldara. Þau bjuggu á Urðum. Lárus lét gera nýjan predikunarstól fyrir kirkjuna árið 1766 og fékk Jón Hallgrímsson þennan fjölskylduvin þeirra hjóna til verksins. Arið 1791 gáfu þau hjón kirkjunni síðan altaristöflu sem einnig var máluð af Jóni. Hún er nú í Þjóðminjasafninu og þykir með betri verkum hans. í Kirkjurokinu svokallaða 20. september árið 1900 fauk Urða- kirkja af grunni sínum og brotnaði í spón. Predikunarstólnum var bjargað úr brakinu stórskemmdum og var gert við hann eins vel og hægt var. Altaristöflunni eftir Arngrím Gíslason sem enn prýðir kirkjuna var sömuleiðis bjargað úr rústunum og þurfti hún töluverðrar viðgerðar við. Neðst á predikunarstólnum er áletrunin: Sr. Lars. H.S. Schieving Anno 1766; Mefecit JH. Efst er áletrun á dönsku: Til Guds Ære og kirkens Zier (Guði til dýrðar og kirkjunni til prýðis). Þessar upplýsingar er að finna í bók Þóru Kristjánsdóttur: Mynd á þili, Islenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld. Mynd- irnar tók ívar Brynjólfsson fyrir Þjóðminjasafn Islands og veitti hann Norðurslóð góðfúslegt leyfi til birtingar þeirra. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Sigur jónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Askur Askurinn þessi er frá Tjörn í Svarfaðardal og er eign minjasafnsins á Akureyri. Askar voru helstu matarílát á alþýðuheimilum hér áður fyrr. María Magðalena og Kristur á Upsum Byggðasafnið á Hvoli er ger- semi og geymir marga góða gripi. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á uppsetningu þess hafa heppnast með ágæturn, gripirnir njóta sín vel og stílhreint yfirbragð er á hverri sýningardeild. Sérstaða þess meðal byggðasafna kemur líka vel fram. Öll eiga þau það sameiginlegt að þar er slatti af klifberum, neftóbakspontum, gömlum útvarpstækjum og því um líku en flest hafa þau líka eitthvað að sýna sem hvergi er ann- arsstaðar að finna. Sérstaða safnsins á Hvoli felst í stof- unum tveimur Jóhannsstofu risa og Kristjánsstofu. Jarð- skjálftahornið er einnig sér á parti. En safnið hefur einnig að geyma ýmsa ein- stæða muni, svo sem myndir Arngríms málara og sjálfan Upsakrist. Þótt þar sé raun- ar aðeins um eftirmynd að ræða þá er hún hárnákvæm og gleður augað jafn mikið og frummyndin en hefur auk þess þann kost að óhætt er að fara um hana höndum og lykta af viðnum, sem algerlega væri bannað ella. Upsakirkja geymdi fleiri dýr- gripi en róðukrossinn fræga á sinni tíð. Þar var urn skeið ágæt altaristafla eftir Hallgrím Jónsson tréskurðarmeistara og málara á Upsum, einn merkasta myndlistamann 18. aldar á íslandi. Hún er nú á sýningu í Bogasal Þjóðminjasafns meðal annarra öndvegisverka íslenskrar kirkju- listar. Taflan er máluð árið 1771 og skartaði yfir altarinu ásamt með krossinum fræga allt fram að kirkjurokinu alræmda árið 1900. Þá fauk kirkjan af grunni og allt sem í henni var. Þegar kirkjan var endurreist voru ýmsir kirkjugripir endurnýjaðir en Forngripasafnið í Reykjavík keypti bæði Upsakrist og altaristöfluna góðu. Þessi altaristafla er svo merkileg að full ástæða væri til að byggðasafnið eignaðist eftir- mynd af henni og hefði við hlið Upsakrists eins og var í kirkjunum gömlu. Myndin er af síðustu kvöldmáltíðinni en það mótíf var ríkjandi á alt- aristöflum fyrri alda. Oftar en ekki var um eftir- mynd eða stælingu á hinni frægu kvöldmáltíðar- mynd Leonardos da Vincis að ræða. Það ætt- armót sést þó ekki glögglega á töflu Hallgríms málara úr Upsakirkju þótt hið listræna og trúarlega táknmál sé af sömu rót. Eins og kunn- ugt er var Leonardo hallur undir þá bannfærðu skoðun að María Magðalena hefði verið einn af postulunum tólf og hugsanlega unnusta Krists. Kaþólsku miðaldakirkjunni, með öllu sínu karl- veldi og kvenhatri, hafði þó með aldalangri ritskoðun og kúgun tekist að breiða yfir þessa kenningu. Aðeins örfáir söfnuðir og trúarlegar leynireglur varðveittu leyndarmálið. Leonardo da Vinci var meðlimur í einni slíkri reglu, Bræðralagi Síons. Vitneskjan um kvenpostulann Maríu Magðalenu skín í gegn í nokkrum verka hans. Þeirra kunnast er kvöldmáltíðarmyndin Hluti af altaristöflu Hallgríms Jóns- sonar úr Upsakirkju sem sýnir Jesú við síðustu kvöldmáltíðina með konu sér við hlið sem að líkindum María Magðalena. Takið eftir hvernig Hstamaðurinn beinir athygli áhorfandans að hvelfdum kviði konunnar. Pétur postuli heldur á lyklum leyndardómanna yfir höfði hennar. fræga. Eftirmynd af henni prýðir til dæmis altaristöfluna í Tjarnarkirkju. Postularnir sitja kringum borð hver með sitt kennitákn og Jesú Kristur fyrir miðju. Síðhært ungmenni situr honum til hægri handar og hallar höfði sínu að öxl hans með ást og blíðu í kvenlegum andlits- dráttum. Hin opinbera túlkun er að þetta sé Jóhannes, yngsti postulinn,en listamaðurinn var auðvitað að gefa í skyn að hér væri raunar um konu að ræða, ástkonu Krists. Svo virðist sem Hallgrímur Jónsson hafi verið á sama máli og Leonardo da Vinci en hann gengur þó fetinu framar. Á mynd hans er sannarlega ekki um neinn unglingspilt að ræða, þar er það jarphærð kona sem hallar sér að Frelsaranum með augun lukt og dreyminn svip. Undir bleikum kjólnum mótar fyrir brjóstum og hún strýkur hægri hönd yfir hvelfdan kvið. Varla fer á milli mála að þetta er María Magðalena og hún er þunguð. Yfir höfði hennar hampar Pétur postuli stórum lyklum, lyklunum að táknmáli myndarinnar. Þeir sem lesið hafa hina frægu skáldsögu Dans Browns um Da Vinci lykilinn, eða þær fræði- bækur sem hann styðst við, kannast við þessar fornu launhelgar og fordæmdu skoðanir. Þær hafa verið að koma fram í dagsljósið á allra síðustu árum, eftir því sem rannsóknum miðar fram, svo sem á Dauðahafshandritunum svo- kölluðu, en þau fundust í helli í Jórdandal 1950 sem kunnugt er. Það vekur furðu að svo er að sjá sem þessi best geymdu leyndarmál kristinnar kirkju hafi verið á vitorði manna á Upsaströnd á 18. öld og kveikir þá spurningu hvort Bræðralag Síons, sem Leonardo da Vinci tilheyrði á sinni tíð, hafi teygt anga sína út hingað, að ströndinni við hið ysta haf. ÁH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.