Norðurslóð - 15.12.2005, Side 12

Norðurslóð - 15.12.2005, Side 12
12 - Norðurslóð Ferðin frá Kálfshamarsvík Viðtal við Friðgeir Jóhannsson Friðgeir Jóhannson er góðkunnur Dalvíkingur. Fjörlegur karl og reffilegur, virkur í félagslífi, eltir til dæmis spilasamkomur eldri borgara en líka íþróttamót og böll. Svo ríður hann út. Elli kerling hefur þó gert honum skráveifu, meðal annars skemmt fyrir honum heyrnina og þó einkanlega lungun. Stundum ríður hann út með súrefniskút í bakpoka og loftslöngur við nef. Hann varð 85 ára í sumar. Kristín Sölvadóttir og afkomendur Friðgeir er fæddur árið 1920 á bænum Ósi norð- arlega á Skagaströnd, skammt frá Kálfshamarsvík þar sem var allstór verstöð fram á 4. áratug síð- ustu aldar. Foreldrarnir voru Jóhann Jósepsson og Rebekka Guðmundsdóttir. Foreldrar Reb- ekku þjuggu um tíma við Kálfshamarsvík en síðar á Flankastöðum við þorpið Skagaströnd. Jóhann, faðir Friðgeirs var fæddur 1893, lausaleiksbarn Kristínar Sölvadóttur sem var eina barn Sölva Helgasonar landhlaupara. Sölvi átti hana með „Júllu litlu“, Júlíönu Sveinbjarnardóttur sem hann bar um sveitir og óbyggðir í poka. Kristín var hreppsómagi en var síðan vinnukona á ýms- um bæjum í Húnavatnssýslu. Hún eignaðist ann- an son í lausaleik, Sigurjón Eyjólfsson, en sigldi síðan til Ameríku 1899 sonalaus. Gefum Friðgeiri orðið: - Það sagði mér gömul kona heima að Kristín hefði verið bráðlagleg og greind. Á leiðinni vestur kynnist hún Færeyingnum Jóhannesi Jónssyni og þau giftast og eignast sitt fyrsta barn 1900 og svo eitt barn á ári þar til hún deyr af barnsförum 1905. Áður höfðu þau sent peninga heim til að fá sendan vestur Sigurjón son hennar sem var þá 9 ára. Pabbi var eftir það eina barn hennar hér á landi. Hann hafði samband við hálfsystkini sín lengi vel og ekki síst Jóhannes Færeying föður þeirra, og á 3. áratugnum var hann að hugsa um að flytja vestur með fjölskylduna en Jóhannes réði honum frá því að koma með þennan hóp. Upp úr því held ég að sambandið hafi rofnað þangað til löngu seinna. Upp úr 1970 riáði Ragnheiður systir Friðgeirs sambandi yið frændsystkinin í Kanada. Árið 1974 kom Sigurlín dóttir Krist- ínar og hitti þá Jóhann bróður sinn og litlu síðar kom Lilja, sú sem fæddist þegar móðirin dó. Friðgeir segir: - Þær töluðu íslensku, og börn þeirra hafa líka komið hér og sum talað íslensku. Þetta fólk býr í Manitoba og reyndar víðar í Kanada. Þangað fórum við Ragnheiður systir mín árið 1990. Lilja býr í borg sem heitir Vernon vestan við Klettafjöllin. Þau sóttu okkur á bíl til Calgary og keyrðu með okkur vestur yfir fjöllin. Það var geysilega gaman, nema hvað vestan fjallanna var hitinn alveg að drepa mig. - Hvar fæddist faðir þinn? - Hann fæddist 1893 á Eyjar- koti. Faðir hans hét Jósep Magnússon, bóndi á Ósi. Krístín hafði verið þar vinnukona. Þá var Jósep hættur að búa, var 66-7 ára og hafði misst konuna. Pabbi var aldrei hjá móður sinni, hann fór fyrst að Ásbúðum en stuttu seinna sótti Jósep hann þangað. Jósep átti miklu eldri son sem líka hét Jóhann. Hann lét hann hafa jörðina Ós upp á það að hann tæki strákinn að sér. Jóhann eldri varð skamm- lífur. Kona hans hét Friðgerður og hún veiktist af holdsveiki og fór suður á Laugarnesspítala 1912 og dó þar. Þá tók Ingibjörg móðir hennar við pabba og ól hann upp að nokkru leyti. Ég heiti eftir þeim mæðgum, Frið- geir Ingibjörn. Þær höfðu gengið frá erfðaskrá fyrir pabba sem hljóðaði upp á að hann fengi jörð- ina Ós þegar hann yrði tvítugur. Hann fór svo að búa þar 1918. Sá sem bjó þar næst á undan hét Sigurður Jónsson og mamma var vinnukona hjá honum. Þegar pabbi tók við höfðu þau mamma kynnst og hún varð eftir hjá honum. Foreldrar mínir eignuð- ust níu börn og sjö komust upp. Ég var fyrsta barnið sem lifði. Á Ósi og í Höfnum - Var ekki útrœði frá Kálfsham- arsvík? - Jú, jú. Það gengu þarna 12 og 14 bátar á sumrin. Þetta var meiri útgerðarstöð en á Skaga- strönd fram yfir 1930 en hætti eftir að höfnin kom á Skaga- strönd. - Hvernig býli var Ós? - Þetta var landlítil jörð en þar hafði mönnum yfirleitt vegnað vel. Fjörubeitin var góð. Bærinn stóð á sjávarkambi. Maður þurfti að passa að féð færi ekki í fjöruna á vorin, þá fengu lömbin „fjör- uskjögur" en á veturna mátti alltaf beita þar þó allt væri á kafi í snjó. Pabbi átti líka árabát og við veiddum í soðið. En pabbi var alltaf sárafátækur. Árið 1935 var heimilið leyst upp. Það hafði gengið einhver helvítis lungna- pest í fénu á þessu svæði veturinn áður og hann missti helminginn af fénu. Hann hafði tekið lán út á jörðina og veðsett kindurnar hjá kaupfélaginu. Þegar farinn var svona stór hluti af því sem veð- sett var þá gengu þeir að honum og hirtu af honum kindurnar. Þá var heimilinu sundrað og flestum krökkunum komið fyrir. Næsta vetur fór pabbi á vertíð suður á Vatnsleysuströnd. Stuttu seinna fór mamma frá honum. Hún giftist manni úr Hafnarfirði sem hafði verið á sumarvertíð í Kálfshamarsvík og fór með honum suður með yngstu systur mína, Hólmfríði Margréti. Pabbi var svo áfram á Ósi eftir þessa einu vertíð, og Ragnheiður systir var hjá honum. Áður hafði Friðgeiri verið komið til vandalausra. Frá því um sjö ára aldur og til fermingar var hann hjá Sigurði bónda í Höfnum. Hafnir eru hlunninda- jörð og stórbýli nyrst á Skaga. Þetta kom til af því að dreng- urinn slasaðist, hryggbrotnciði í árabátnum, þegar feðgarnir voru að sækja kornvöru suður á Kálfshamarsnes. - Það vissi enginn fyrr en löngu seinna að ég hefði hrygg- brotnað. En á eftir gat ég mig ekki hreyft og var alltaf grenj- andi. Sigurður í Höfnum taldi til frændsemi við okkur og bauð pabba að taka mig. En ég undi þar illa og þurfti alltaf að fara heim annað slagið. Þannig gekk það í ein 2-3 ár, en þá fór ég alfar- inn að Höfnum. Nema þegar ég var í skóla á Kálfshamarsnesi þá bjó ég heima. Kannski tvo mán- uði á vetri. - Hvers konar heimili var á Höfnum? - Það var gott heimili. Auð- legð mikil. Mig minnir að Sigurð- ur ætti 7 jarðir. Ætli hann hafi ekki verið ríkasti maður sýslunn- ar. Hafnir var mikil hlunninda- jörð, óhemju reki, geysimikið æðarvarp og dúntekja og svo selveiði. Sigurður fékk upp í 140 kópa að vorinu á þessum árum. Þeir voru veiddir í net. Skinnin voru verkuð og hert. Þarna eru nokkrar eyjar og sú stærsta kall- ast Landey. Hann nýtti æðarvarp í nokkrum eyjum. Það var ráðs- kona í Höfnum. Sigurður átti með henni eina stelpu sem var 1- 2 árum yngri en ég og við vorum miklir vinir. En ráðskonan fór meðan ég var þarna. Ég kenndi mér urn það en sjálfsagt var það rugl. Ég var í miklu afhaldi hjá karlinum en ekki hjá henni. Ég var hrekkjóttur og hún þoldi það illa en Sigurður hrekkjóttur sjálfur og hafði gaman af. Svo vildi hún að ég snérist fyrir sig en Sigurður hélt mér í útiverk- um. Þetta var eitt deilumálið milli þeirra. Og einn dag var hún sótt með dóti sínu á trillu frá Kálfshamarsvík. Mér fannst það vera mér að kenna en sjálfsagt var það vitleysa. Sigurður seldi Hafnir 1940, Jóni Benediktssyni frá Aðalbóli í Víðidal. Vertíðir á Suðurnesjum og sjoppurekstur í Reykjavík Friðgeir fór frá Höfnum eftir fermingu. Fimmtán ára, íársbyrj- un 1936, fór hann á vertíð. Hann varð samferða föður sínum suður en fór í aðra verstöð, nefnilega til Grindavíkur, að Ásgarði til Dagbjarts Einarssonar útgerð- armanns. Hann fékk hálft kaup þar, 150 krónur fyrir vertíðina, sem voru 4 mánuðir. Friðgeir Jóhannsson 27 ára. Giftingarárið 1947, nýfluttur til Dalvíkur. - Við beittum sjálfir, gerðum að og gerðum allt sjálfir. Það var beitt á nóttunni, farið snemma niður, kannski eitt, tvö þrjú, og svo farið þegar búið var að beita. Það var ekkert sofið, kannski 2 tímar. Formaðurinn Ragnar var frændi minn og djöfuls þræla- pískur. - Var þetta ekki nokkuð hart fyrir 15 ára ungling? - Jú, sjálfsagt. Guðmundur sonur Dagbjarts var jafngamall mér. Við vorum látnir vinna eins og þeir fullorðnu. Ég var látinn bera lifrarstampa á móti fullorðn- um í bræðsluna. Fyrripart ver- tíðar vorum við á línu en seinni partinn á netum. Mér leiddust alltaf netin en kunni vel við línu og svo trollið. Friðgeir var þarna 3 vertíð- ir, í öllum þremur hverjunum í Grindavík, fyrst Járngerðar- staðahverfi svo Staðarhverfi og Þórkötlustaðahverfi. - Þar var skemmtilegasta vertíðin í Staðarhverfi. Gömul hjón gerðu út með syni sínum þarna frá Stað í Grindavík. Öll skipshöfnin bjó í bænum á Stað, við vorum 7-8 alls. Jón Helgason hét karlinn, lengi vitavörður á Reykjanesvita. Þau hjónin voru alveg englar í augum okkar strák- anna. Þarna var annar Geiri, félagi minn, og við héldum uppi fjöri. Gamla konan sagði að oft hefði verið kátt á Stað en aldrei eins. Við Geiri hnoðuðum saman bullvísum og ef gamla manninum líkaði þær þá keypti hann þær af okkur og lét okkur fá reyk- tóbakspoka fyrir. Þarna var ég gerður að mótorista á bátnum. Eftir það var ég oftast í vélinni. Á sumrin var Friðgeir á trill- um frá Skagaströnd en á Suð- urnesjum á vetrum. Þetta líkaði honum vel. Á sjónum vildi hann vera. - Ég veit ekki af hverju. Hvort það var af því ég var fæddur á sjávarbakkanum. í Halaveðrinu 1925 gekk sjór á bæinn á Ósi og eyðilagði t.d. mikið af heyi í tóft- inni. Við systkinin ólumst þarna upp í fjörunni og vorum þar í kapphlaupi við ölduna. Friðgeir flutti alfarinn suður 1940, í Hafnarfjörð fyrst og réð sig á togarann Júpíter undir skip- stjórn Bjarna Ingimarssonar sem var vinnuharður í meira lagi, var þar 11 mánuði. Eftir það réði hann sig á bifreiðastöðina Bifröst við Hverfisgötu, afgreiddi bensín og tók við pöntunum á leigubíla. Þá var herinn kominn og notaði mikið bílana á Bifröst. Olafur Ketilsson frá Laugarvatni rak stöðina. En jafnhliða þessari vinnu stundaði Friðgeir sjoppu- rekstur. - Þarna hafði ég kynnst konu, Ástu Hannesdóttur frá Stykkis- hólmi, sem rak kaffisjoppu sem Guðmundur í Nýborg hafði reist en þeir Kveldúlfsbræður áttu, og stóð rétt hjá Sænska frysti- húsinu sem kallað var (þar sem nú er Seðlabanki). Sjoppan var kölluð Baðstofan. Hún var fyrst og fremst hugsuð fyrir hafnar- verkamenn. Guðmundur samdi við Ástu um reksturinn gegn því að hún eignaðist þriðjung í sjoppunni ef hann seldi hana. Svo vill hann selja eftir eitt ár, fyrir 18.000 krónur. Þá átti hún þar í 6.000 og 12.000 vantaði. Við vorum eitthvað saman þarna og hún bað mig að hjálpa sér að útvega peninga. Ásta var dugleg, falleg og greind kona, 13 árum eldri en ég, fráskilin og með eina dóttur hjá sér. Ég fór til Ólafs vinnuveitanda míns, og þegar hann hafði látið mig bjóða sér tvisvar í kaffi, lánaði hann mér peningana gegn því að ég legði ákveðna upphæð inn á bók hjá sér mánaðarlega. Og það gekk allt eftir. Svo trúlofuðumst við Ásta og áttum sjoppuna saman. Sjoppur gengu vel á þessum árum, og þessi líka. Hún seldi kaffi, brauð og öl. Það þurfti oft að reka út fólk sem sat við bjórdrykkju þegar hafnarverka- menn komu í kaffi. Við seldum svo þennan rekstur 1944 eða '45. Þá var komin einhver upp- stytta milli okkar Ástu. Þó kunni ég óskaplega vel við hana, en kannski fannst mér undir niðri hún vera of fullorðin fyrir mig. Líka fannst mér alltaf ég þurfa á sjóinn inn á milli. Fyrir og eftir sjoppurekstur- inn stundaði Friðgeir ýmiss konar sjómennsku, á togurum, vertíðarbátum og á trillu. - Helsti félagi minn á þessum árum hét Sefán Ragnar Pálsson, sá sem Stefán minn heitir eftir. Hann var líka úr Kálfshamarsvík, Friðgeir og Elíngunnur með bömum, flutt á mölina á Dalvík. Bömin eru Stefán Ragnar, Rebekka Sigríður, Jóhann Þór og Ragnheiður Rut. Friðgeir stundar morgunútreiðar á nírœðisaldri. Hér á gœðingnum Degi Stefáns sonar síns.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.