Norðurslóð - 15.12.2005, Side 14
14 - Norðurslóð
Jón Jónsson frá Böggvisstöðum - aldarminning
Skólaferðalag anno 1939
Jón Jónsson og kona hans Anna Amfríður Stefánsdóttir á 75 ára
afmœli Önnu, 1. desember 1984.
Jón átti lengi nokkrar kindur í fjárhúsi á Dalvík. Hér er hann á rétt-
ardegi ásamt Magnúsi bónda í Hrafnsstaðakoti. í humátt á eftir þeim
kemur Guðmundur Tómas lœknir, sonur Magnúsar. (Mynd: Loftur
Baldvinsson)
Þann 25. maí síðastliðinn
hefði Jón Jónsson, oft
kenndur við Böggvisstaði
og síðar Sólgarða, orðið eitt
hundrað ára. Jón var lengst af
skólastjóri og kennari á Siglufirði
og Dalvík, auk þess að starfa við
búskap. Nú er það hluti af starfi
hvers skóla að fara í skóla-
ferðalög og flest ungmenni eru
orðin margsigld um fermingu.
Jón fór með nemendum sínum
á Siglufirði íferðalag vorið 1939
og var það fyrsta ferð þess skóla.
Jón skrifaði ferðalýsingu sem er
birt hér að hluta.
Lagt var af stað frá Siglufirði
áleiðis til Haganesvíkur kl. 7 1/2
að morgni þess 10. júní. Farið var
með m/b Fornólfi, eign Friðriks
Guðjónssonar og var mannskap-
urinn fluttur ókeypis. í förinni
voru 14 nemendur, séra Óskar
Þorláksson og undirritaður.
Deginum áður hafði veður
verið hið versta, norðan hvass-
veður og úrhellisrigning. En
veður var nú mjög tekið að lægja
og útlit fyrir bezta veður, enda
reyndist það svo, að veður hélzt
alla leiðina svo gott, sem á varð
kosið.
Til Haganesvíkur var komið
um 10 leytið. Beið þar ferða-
langanna bíll frá Sauðárkróki,
bflstjóri Björn [vantar inn í] son,
sem reyndist hinn prýðilegasti
í allri ferðinni, var hann í senn
aðgætinn, keyrði vel og fór þó
hratt yfir.
Var nú farið í bílinn af skynd-
ingu mikilli og lagt af stað, og
eigi staðar numið fyrr en hjá
Hofi á Höfðaströnd. Var þar
farið úr bflnum og sezt að snæð-
ingi, enda var kl. þá um tólf. Sent
var heim í Hof til Jóns bónda, til
að fá keypta mjólk. Gekk það
greiðlega að fá mjólkina, en ekki
fékkst að borga hana. Að lokn-
um snæðingi var haldið niður
að Hofsós og þar var stanzað
stundarkorn. Fóru menn þar í
búðir og keyptu sér ýmislegt til
hressingar.
Eftir skamma viðdvöl var
lagt af stað og var nú eigi staðar
numið fyrr en heima að Hólum.
Skólastjóri Kristján Karlsson
sýndi kirkjuna sem og legsteina
biskupa sem eru undir kirkju-
gólfi. Ennfremur var skoðað fjós
og prýðilegur trjágarður sunnan
við skólann.
Að Hólum var stanzað skem-
ur en skyldi en orðið var all-
framorðið og langt að fyrir-
huguðum náttstað og var því
ekki til setu boðið. Næst var
keyrt beinustu færa leið til
Sauðárkróks. Var þar stanzað
alllengi því lítillega þurfti að
gera við bílinn. Þar var keypt
mjólk og brauð hjá Guðjóni
bakara. Á eftir var kauptúnið
skoðað og farið upp að refabúi
Kristins Briem. Var orðið allá-
liðið, þegar lagt var af stað og
skyldi nú haldið að Reykjum í
Tungusveit, eða Steinstaðalaug,
því að þar var fyrirhugaður
náttstaður í samkomuhúsi við
laugina. Á leiðinni var komið
við að Varmahlíð og skoðuð
sundlaug, sem þar er í byggingu
og á að vera við fyrirhugað-
an héraðsskóla Skagfirðinga.
Að Steinsstaðalaug var komið
síðla kvölds. Þar við laugina
var statt fólk frá Steinsstöðum
og gat það frætt okkur á því,
hvar leita skyldi leyfis um að fá
að liggja í húsinu, sem eðlilega
var aflæst. Ungmennafélagið í
sveitinni átti húsið og formaður
þess, Vilhjálmur á Hvíteyrum
hafði lyklaráðin. Guðmundur
Gunnarsson þekkti manninn
og var hann kjörinn til að sækja
formanninn heim og leita leyfis
til gistingar í húsinu. Hvíteyrar
eru ekki sama megin árinnar
sem Reykir og þurfti því reið-
skjóta til fararinnar. Fékkst hann
hjá Steinsstaðabónda og gekk
Guðmundi förin greiðlega og
var leyfið auðsótt.
Ekki leist presti fýsilegt að
liggja á gólfinu í húsinu og lagði
því af stað yfir að Mælifelli til
séra Tryggva Kvarans. Var sú
ferð hálfgerð æfintýraför, en
verður ekki frá henni skýrt
hér. Um kvöldið fóru allmargir
í laugina og þreyttu sund og
ýmsar æfingar og fangbrögð
margskonar. En þeir sem eigi
kunnu sund stóðu álengdar og
horfðu á aðfarirnar.
Er sundgarparnir höfðu leik-
ið listir sínar alllengi og voru
orðnir þreyttir, þá var orðið álið-
ið dags og var því sest að snæð-
ingi og tóku margir hraustlega
til matar síns. Mjólk var keypt
hjá Steinsstaðabónda, bæði um
kvöldið og morguninn eftir.
Um nóttina var sofið á litlu
leiksviði í húsinu. Lágu þar allir
í kös, sumir í svefnpokum, en
flestir höfðu aðeins teppi ofan
á sér. Allseint gekk að komast í
svefn, því að margt var skrafað
og mikið hlegið. Um síðir sigraði
svefninn alla, en sumir sváfu eigi
lengur en til þrjú, svo var ferða-
hugurinn mikill, að hann varð
svefninum yfirsterkari. Næsta
morgun var risið árla úr rekkju
því mikið skyldi farið og víða
komið þann daginn. Lagt var
því af stað laust eftir 9. Var farið
yfir ána á vaði, því að engin var
brúin og síðan ekið fram að
Hvíteyrum til þess að skila lykl-
inum og sækja sálusorgara hóps-
ins. Var hann á veginum ofan við
Hvíteyrar, vel sofinn í dúnmjúku
rúmi að Mælifelli.
Var nú snúið við hið snarasta
og eigi staðar numið fyrr en að
Víðimýri. Þar er elzta torfkirkja
á landinu og var hún vandlega
skoðuð og sunginn einn sálm-
ur þar að skilnaði. Síðan var
haldið upp Vatnsskarð og við
Arnarstapa var stigið úr bflnum
og farið upp Stapann. Þaðan er
svo fagurt útsýni yfir Skagafjörð
og til hafs að viðbrugðið er og
verður vafalaust öllum ógleym-
anlegt, er það hafa séð í góðu
veðri. Á Arnarstapa var dvalið
um stund og nutu menn hins
óviðjafnanlegs útsýnis í ríkum
mæli. En eigi dugði að dvelja
þar mjög lengi og var því brátt
Jón Jónsson frá Böggvisstöðum.
í bílinn stigið og brunað af stað
vestur Vatnsskarðið og var brátt
komið að vesturbrún Skarðsins.
Utsýni þaðan er ekki mikið,
því að þar skortir allt víðsýni,
þó er mjög snoturt að sjá heim
að Bólstaðarhlíð, hinu myndar-
legasta býli. Var nú haldið niður
Langadalinn, sem ber nafn með
rentu, og er eigi furða þó að fót-
gangandi manni hafi stundum
þótt leiðin löng, ekki sízt ef hann
hefur ekki verið á líku ferðalagi
og sá, sem kvað vísuna:
Leiðin ofan Langadal
löng mér þótti stundum
œtti ég ekki vífaval
von á þínum fundum.
Við vorum ekki á leið að
finna neitt vífaval, en samt hefur
okkur ekki þótt leiðin löng því
bíllinn hjá Birni brunaði áfram
markvisst og öruggt, og fæstir
höfðu farið þarna um áður og
höfðu því gaman af við að virða
fyrir sér byggðir og ból og spyrja
um nöfn bæja á milli þess, er
sungið var við raust, því að ekki
má því gleyma að óvenjumikið
var sungið, einkum tvo fyrstu
dagana, og jafnvel svo, að þeir
sem alltaf höfðu verið taldir lag-
lausir sungu nú með af eldmóði
og hrifningu og voru oftast á
réttum nóttum.
„Allar leiðir enda taka“, og
Langidalur einnig þótt langur
sé, og fyrr en varði var komið
að Blöndósi. Þar er fátt merki-
legt að sjá enda engin viðdvöl
höfð, nema meðan bfllinn fékk
sér dropa, því heitt var af sólu
og mjöðurinn gekk því mjög til
þurrðar. Frá Blöndósi var ferð-
inni heitið fram í Vatnsdal, og
þá einkum að Kornsá. Þar beið
okkar móðir Þórarins Sigurðs-
sonar með vistir gnógar.
Ferðalangarnir héldu fram
Vatnsdalinn sem þeim þótti
fagur en búskapur bar merki
þess að mæðiveikin hafði leikið
bændur grátt. Gengið var upp á
Hnjúkshnjúk og dáðst að útsýn-
inu fram Vatnsdalinn, út að Þing-
eyrum og til hafs.
Næst var haldið að Þingeyrum.
Hulda Stefánsdóttir, húsfreyja
sýndi okkur kirkjuna þar. Sú
kirkja er það veglegast guðs-
hús, sem eg hef komið í. Stfllinn,
umgengnin og viðhaldið allt
í bezta lagi. Voru allir mjög
hrifnir af kirkjunni og þar var
sunginn sálmurinn: Faðir and-
anna. Húsfreyja vildi bjóða
okkur í bæinn, en eigi var því
boði tekið, þar sem halda skyldi
suður að Reykjum í Hrútafirði
um kvöldið og höfðu menn
heyrt að þar væri hægt að stíga
dans um stund, ef ekki yrði
þar seint komið. Var því unga
fólkið á einu máli um að halda
nú rakleiðis í einum áfanga að
Reykjum og var svo gert.
Var nú óspart heitið á okkar
góða bflstjóra að hraða nú
Kæra frændfólk og vinir
Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt
komandi ár.
Þakka allar góðar samverustundir
á liðnum árum.
Bestur kveðjur,
Friðrika Guðjónsdóttir
förinni sem mest hann mætti.
Varð hann við þeirri áskorun og
keyrði frá Vatnsdalshólum og
suður á skemmri tíma en nokkru
sinni áður. Þegar að Reykjum
kom, þá hurfu þegar sumir í
danssalinn, einkum kvenfólkið
og tók að dansa á trampskóm og
stuttbuxum, svo að vel má vera
að það hafi því boðið kvenfólk-
inu upp, ef herrarnir hafa ekki
þekkt það frá sjálfum sér.
Á Reykjum fengum við stóra
borðstofu til umráða. Var allur
farangur borinn þar inn og sumir
höfðu þegar fataskipti.
Innan skamms fóru menn að
borða mat, sem þar hafði verið
pantaður. Strax á eftir fóru flest-
ir að dansa á ný, en sumir fóru í
sundlaugina.
Um nóttina lágu allir dreng-
irnir í borðstofunni á leikfimi-
dýnum og sváfu þar vært. Prestur
og eg vorum saman á herbergi
og kvenfólkið saman á öðru.
Næsti dagur átti að vera
lokadagur ferðarinnar en varð
þó ekki því undir lok dags var
afráðið að gista eina nótt til við-
bótar. Þennan dag var aftöku-
staður Friðriks og Agnesar í
Vatnsdalshólum skoðaður og
þaðan farið til Blönduóss og
borðaður hádegisverður. Ekki
var mikil tilbreyting í mat í þess-
ari ferð „og þótti það all undar-
legt, að allstaðar sem snætt hafði
verið, var sami matur á borðum,
steik og skyr“. Þá var haldið
til Sauðárkróks og „stansað
alllengi og drukkin mjólk hjá
Guðjóni bakara. Þar réðist það,
að eigi skyldi haldið lengra en að
Barðslaug í Fljótum og þar gist í
tjaldi, ef fáanlegt væri.“
Var svo ekið að Haganesvík
og þar komið um kvöldið kl.
tæplega 10. Þar fréttum við, að
svo vel stæði á, að tjald væri
upp við Barðslaug, því að þar
væri byrjað að kenna sund. Var
því þangað haldið í snatri með
þann farangur, er eigi var hægt
að vera án, en annað geymt í
Haganesvflc. Þegar að lauginni
kom fóru margir að synda og
voru sumir á þriðja tíma niðri í
lauginni. Eigi var lagzt til hvílu
fyrr en kl. að ganga þrjú um
nóttu.
Allir sváfu í einu tjaldi, nema
prestur sem sótti heim kollega
sinn og gisti hjá honum. Þegar
hér var komið voru vistir gengn-
ar mjög til þurrðar, en bótin var
að séra Guðmundur á Barði gaf
næga mjólk, bæði um kvöldið og
morguninn.
í tjaldinu sofnuðu menn vært
og sváfu af til morguns og fór
enginn á kreik, utan eg fyrr en
kl. 9 1/2.
Við Barðslaug var svo dvalið
þar til kl. að ganga 12, en þá sást
til skipsins Stathav en með því
ætluðum við heim, og var því
lagt af stað með allan farangur.
Litlu áður hafði prestur farið
niður að vatni, ásamt G.G. og
Haraldi Á, sem róðrarkörlum og
skyldi róið til fiskjar í vatninu.
En eigi urðu menn varir neins
afla, er til Haganesvíkur kom.
Síðasti áfangi ferðarinnar
frá Haganesvík til Siglufjarðar,
gekk með sömu ágætum sem
öll ferðin, og til Siglufjarðar var
komið um 3.
Tel eg hiklaust óhætt að full-
yrða, að allir, sem með voru
hafi haft óblandna ánægju og
gagn af ferðinni, enda hjálpaðist
allt að því að svo mætti verða.
Veðurblíðan var svo einstök, að
ekki var á betra kosið, ekkert
óhapp bar að höndum, sem
skyggt gæti á gleðina og hvar-
vetna var okkur tekið mjög vel.
Lýk eg svo að segja frá þessari
fyrstu skemmtiferð Gagnfræði-
skóla Siglufjarðar og vænti þess,
að þær ferðir sem skólinn á eftir
að fara, megi takast eins vel.
17. júní 1939
Jón Jónsson