Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 13
Norðurslóð -13 Friðgeirfiesl við útskurð í elliiwi (>)> hér er sýnishorn af sm íð isa ripum h ans. kom úr enn meiri fátækt en ég. Við vorum fyrst saman á sum- arvertíð heima á Skagaströnd. Við gerðum eitt sumar út á trillu sem föðurbróðir hans átti. Það gekk nú ekki nógu vel hjá okkur. Við vorum líka saman á Júpíter. Stefán var togarajaxl. En í frí- tímanum vorum við alltaf saman. Við vorum dálítið í óreglunni og áttum marga svoleiðis félaga. Við vorum alltaf nálægt hvor öðrum og fórum helst ekki á skemmt- anir öðru vísi en saman. Sjór og hestar á Dalvík - Veturinn 1946 var ég mótoristi á bátnum Mugg sem Guðmundur Guðmunsson heildsali og at- hafnamaður í Hafnarfirði átti og gerði út frá Sandgerði. Þennan vetur kynntist ég Ellu [Elíngunni Þorvaldsdóttur]. Hún var verbúðarráðskona á veturna hjá Jóni Arngrímssyni sem átti bátinn Arngrím þarna suðurfrá. Þar við bættist að Jón lá á mér að koma sem mótoristi norður á Dalvík til sín, á bátinn Arngrím, um sumarið. Þó átti hann alveg að geta fengið mótorista hér. Ég var eftirsóttur mótoristi þó ég segi sjálfur frá. Ég gekkst inn á þetta og þar með var ég kominn til Dalvíkur. - Þú hafði ekki vélstjórarétt- indi? - Nei. En ég hafði 30 tonna formannsréttindi, ég lærði það gegnum bréfaskóla SÍS. Flest- ir vertíðarbátar voru minni en það. Ég ætlaði reyndar í Stýrimannaskólann. Stefán félagi minn fór í skólann en mér fannst ég ekki hafa nógan pening og svo leist mér ekki á að ég myndi stunda skólann vel í sollinum í Reykjavík. En ég sótti um stýrimannaskólann á ísafirði eftir að ég kom norður, og fékk inngöngu. Ella hafði verið þar á kvennaskóla og var búin að koma mér fyrir hjá konu þar sem hún hafði verið í fæði. En svo hættu þeir við skólann á Isafirði og mér var boðið að fara í skólann suður. En það leist mér ekki á, og svo dó þessi hugmynd út smátt og smátt. Fyrir norðan var Friðgeir fyrst hjá Jóni Arngrímssyni um vorið, síðan á Esteri sem Jón Stefánsson og brœður hans gerðu út. Síðan fór hann sem netamaður á troll- veiðar á Hannes Hafstein og loks sem stýrimaður á Þorstein EA 15 eftir að hann kom. Þau Elíngunnur giftust 1947 og flutt- ust í húsið Dröfn á Dalvík. Næsta spurning: Hvarfékk Friðgeir sína skœðu hestabakteríu? - Hún var áreiðanlega með- fædd. Pabbi var enginn hesta- maður. Hann vildi bara að hest- ar væru fljótir á stökki og svo skeiðlulluðu þeir hjá honum. Mamma átti jarpa meri og hún gaf mér folaldið Sörla undan henni þegar ég var 4 ára. Síðan hefur þráðurinn varla slitnað svo ég ætti ekki hesta. Þegar ég flutti suður 1940 fargaði ég þeim eina hesti sem ég átti þá og ætlaði að hætta allri hestamennsku. En 1942 keypti ég tvo hesta af Jóni í Höfnum, bleikan og gráan, og Jón geymdi þá fyrir mig. Ég kom þá heim á sumrin og lék mér við útreiðar. Við Bleikur urðum góðir vinir þegar ég gat loksins setið hann því hann marghenti mér í byrjun. Þegar ég flutti til Dalvíkur var ég ákveðinn að hætta og seldi þann gráa og fékk Bleik hingað til að vita hvað yrði af honum, felldi hann svo fljót- lega. Ella þóttist hins vegar finna að ég sæi mikið eftir hestunum. Hún tók Jón á Hamri [seinna á Hámundarstöðum] í fæði og Jón átti jarpan hest sem hann ætlaði að farga. Ella samdi við hann að láta sig hafa hann upp í fæðið, alveg að mér forspurðum. Svo færir hún mér þann jarpa. Við Tóti [Þórarinn] Þorsteins náðum vel saman í hestamennskunni og hann hafði Jarp fyrir mig þegar ég var á sjó. Á Tungufelli - Þér líkaði sjómennskan vel en fórst samt að búa. - Ég skil eiginlega aldrei að ég skyldi hætta á sjónum, en við fórum að búa á Tungufelli 1953. Þegar Þóra og Guðmann [Þóra Þorvaldsdóttir og Guðmann Þor- grímsson] hættu að búa kom Þóra að máli við Ellu systur sína og spurði hvort hún vildi ekki fara í Tungufell. Ella sagði að ég yrði að ráða því. Við ræddum þetta svo við Ella. Hún var ekkert frábitinn þessu en mér leist ekki nógu vel á þetta fyrst og fékk frest til að hugsa þetta. Svo varð úr að ég samþykkti það. Sigríður móðir þeirra systra hafði fengið hálfa jörðina í föðurarf en Þorvaldur hafði keypt hinn helminginn. Síðan seldi Þorvaldur Guðmanni þann helming en Sigríður gaf Þóru sinn hluta. Og hugmynd Þóru var að gefa Ellu þennan helming og hún sótti það fast að Ella tæki við jörðinni. En það varð úr að við leigðum þetta allt til prufu, bæði jörðina og skepnurnar. Svo var ég ekki búinn að vera þarna nema eitt eða tvö ár þá rak Guðmann mig. Okkur samdi aldrei. Ég var svo sem ekkert hryggur yfir því og var búinn að fá íbúð hér niðurfrá. En þá kom Þóra aftur og vældi mig til að vera áfram og sagði að þetta skyldi ekki koma fyrir aftur. Hún gekk þannig frá því að ég gæti keypt stofninn smám saman eftir því sem ég hefði getu til. En þegar ég seinna falaði hluta af stofninum til kaups hafði Guðmann ekki áhuga á því, og eins var með jörðina. En ég asnaðist samt til að halda áfram. -Afhverju varþað vitleysa? - Mér hundleiddist þarna allt- af, var alltaf óánægður og hafði engan áhuga á búskap. Mér er óskiljanlegt að ég skyldi ekki fara fyrr. Það var ekki til í mér bóndi. Það bara átti ekki við mig, nema hestarnir. Og kannski voru það fyrst og fremst hestarn- ir sem héldu í mig. - Og synir þínir fengu strax þessa bakteríu. - Alveg strax. Ég byrjaði strax að reiða Stefán á öðru árinu á Dalvík, þegar ég fékk þann jarpa. Ég tók í tamningu blesóttan hálfvita frá Steina í Blakksgerði. Einu sinni var ég á honum og tók strákinn á bak, og ég er varla búinn að taka hann á hnakknefið þá blindrauk hann. Og strákurinn hágrenjandi. Ég hef sagt honum síðan að það hafi ekki verið mikil hestaþrá í honum þá. - Hafðir þú einhverjar tekjur af hestamennskunni? - Nei, nei. Það var ekki til siðs að taka fyrir tamningar. Það var alla vega sáralítið. Stundum borguðu menn fóðrið. Ég hafði það mikla ánægju af þessu, ekki síst ef hestarnir voru góðir, þá var það borgunin. Til dæmis Glófaxi á Jarbrú. Ég naut hans svo vel að ég hafði enga löngun til að taka pening fyrir það. Svo gat ég fengið hann lánaðan hve- nær sem mér datt í hug. Það voru launin. Ég skrökva því reyndar því Dúddi [Halldór Jónsson] tók ekki krónu þó hann kæmi í dýra- lækningar til mín. - Friðgeir tók vinnu utan heim- ilis frá Tungufelli. - Ég var einn vetur á neta- vertíð á Möggunni. Og á bát sem Kiddi í Mó og Gylfi Björns áttu, þar var ég vetrarparta. Svo 1965 byrja ég á togurunum á Akureyri. Þar var ég 5 ár að miklu leyti seinnipart vetrar og stundum fyrir jól líka. Þá sáu Ella og strákarnir um búskap- inn. - Þú varst formaður ung- mennafélagsins Atla. - Arni á Hæringsstöðum fékk mig til að vera formaður. Ég gat líka hjálpað strákunum mínum meira í íþróttum með því að stjórna félaginu. Ég setti raunar upp aðstöðuna á Tungunum. Það var ég sem útbjó þann völl, plægði og herfaði. Én bæði Atli og Þorsteinn svörfuður notuðu hann. Ég vildi reyndar sameina félögin en það gekk nú ekki. Strákarnir mínir unnu einu sinni unglingamót UMSE í frjálsum íþróttum fyrir hönd Atla, bara tveir. Skömmu eftir að Þóra Þor- valdsdóttir dó sagði Guðmann Friðgeiri upp ábúðinni og kom nokkru síðar og settist sjálfur að á Tungufelli. Friðgeir flutti inn á Hellu á Árskógsströnd og bjó þar íþrjú ár. - Það var tóm vitleysa að búa áfram. En þegar ég fór í Hellu var það að nokkru leyti Jóhann minn sem spilaði í því. Það var einhver bóndi í báðum strákun- um. Stefán var til dæmis bráð- glöggur fjármaður. En svo varð ekkert af búskap hjá þeim. Húsasmíðar, útskurður og áfram útreiðar Friðgeir og Elíngunnur fluttu til Dalvíkur 1970 og settust að á Brimnesi. Hann vann um tíma á prammanum „Birninum“ við að sœkja stórgrýti meðfram fjörum í hafnargarðinn, einnig var hann á dýpkunarskipinu Gretti. En fljótlega fór hann að vinna hjá Hallgrími Antonssyni við húsa- smíðar og var þar í 14 ár og líkaði vel. í frístundum smíðaði hann og innréttaði hús með son- um sínum báðum og smíðaði loks hús yfir sjálfan sig við Mím- isveg, að mestu leyti einn. - Við fluttum hér inn 1977- 78. Hér bjuggum við Ella þar til hún dó. Þá fluttu Ragnheiður dóttir mín og Sævar hér inn. Svo byggði Sævar þennan bílskúr handa mér og hér bý ég enn. - Þú ert oddhagur maður. Hvernig þroskaðir þú þá list? - Ég sá auglýsingu frá manni á Akureyri, Jóni Hólmgeirssyni, um námskeið í útskurði og fór á það. Þá var ég farinn að hugsa til elliáranna, að hafa eitthvað að flýja í þegar ég væri hættur að vinna. Seinna varð ég for- maður Félags aldraðra og við skipulögðum handavinnu, m.a. útskurð, og þá fékk ég meiri til- sögn. Svo gerði ég þó nokkuð af þessu fyrstu árin eftir að ég hætti að vinna. Ég gerði t.d. tvennt sem ég seldi heilmikið af, það voru klukkur og gestabækur, líka skar ég út prjónastokka og seldi. Að öðru leyti hef ég gefið þetta ættingjum og vinum. Eftir að Friðgeir fluttist aftur til Dalvíkur byggði hann 20 hesta hús ofan við bœinn ásamt Stefáni syni sínum þar sem þeir stund- uðu heilmikla þjálfun og tamn- ingar. Þar voru þeir nœrri tvo áratugi. En 1990-92 var aðstaða hestamanna flutt fram í Holt og þeir urðu að flytja sig úr hesthús- unum á Dalvík. Friðgeir ákvað að hœtta hestamennsku af því tilefni og fargaði hestum sínum, enda vœri hann orðinn of full- orðinn. En árið 1996 var hann samt á ferð með Jóhanni syni sínum ríðandi yfir Unadalsjökul og lenti þá í hestaslysi, lœrbrotn- aði illa og laskaðist. En rúmlega áttrœður var hann enn kominn á bak. - Örlagavaldurinn sem réði því að ég hélt áfram var Arnar litli, dóttursonur minn. Hann fær þessa óbilandi hestadellu. Hann var farinn að fara í hesthúsið með vinkonu sinni. Svo kom ég einu sinni frameftir og þá eru þau þrjú þar með einn hest og skiptast á að ríða út. Mér fannst það hálfgrátlegt svo ég ákvað að skaffa honum hest. Þegar ég var búinn að fá tvisvar lánshest fyrir hann keypti ég einn lítinn rauðan og gaf honum. Ófeigur heitir hann. Þeim kom vel sam- an. Svo braggaðist folinn og viljinn óx svo að hann réð ekki við hann. Þá var ekkert annað að gera en lóga honum eða þá að nota hann. Hesturinn hreif mig strax, svo mér fannst bara best að láta eftir þessari löngun minni. Óhemjugaman af honum. Kraftmikill, svona lítill. Þegar ég komst í snertinguna aftur þá losnaði ég ekki frá því. - Þú hefur svo stundað hesta- mennskuna nokkuð stíft síðan. - Já, já, nú geri ég það til að halda skrokknum við. Ég haga mér að mörgu leyti eins og ungur maður þó ég sé ræfill. Verstur er stirðleikinn. Maður missir þá mýkt að geta fylgt hreyfingum hestsins eftir. Og það truflar hestinn, hann gefur manni ekki allt það góða sem hann getur gert. En þetta hefur gert mér gott. Ég vil meina að það hafi haldið mér á löppum. Nú er ég bara orðinn það slæmur að ég er hræddur um að ég sé að kveðja hestamennskuna. Það er nokkuð síðan ég hef treyst mér á bak. Það kostar eiginlega það að ég þarf að hafa mann til að leggja á fyrir mig. Ég fer stundum með súrefniskútinn í bakpoka heldur en hætta alveg. En ef ég fer hratt lemst helvítis kúturinn niður í bogann að aftan. Þetta súrefn- isleysi endar alltaf með því að menn losna ekki úr bólinu. Þórarinn Hjartarson skráði Orð úr kompu Kristjáns Eldjárns í síðasta blaði greindum við frá minnisbókum Kristjáns Eldjárns þar sem meðal annars er að finna safn af orðum og orðatiltækjum sem hann heyrði á uppvaxtarárum sínum í Svarfaðardal. Gunnar Stefánsson sendi blaðinu línu þar sem hann veltir fyrir sér orðasambandinu „að fara í slöngur“. Meðal annars segir hann: Ég heyrði foreldra mína nota þetta sem strákur en hef ekki heyrt það eða séð í fjörutíu ár fyrr en núna. Það þýðir að týnast eða lenda á öðrum stað en vanalega. „Þetta hefur farið í slöngurþ var sagt þegar einhver hlutur fannst ekki þegar til átti að taka. Ég hef borið mig saman við lærða menn um þetta og svo virðist sem þetta sé skylt sögninni að slöngva, það er kasta, þýði sem sagt að eitthvað hafi kastast burt. Það er því ekki að tala um venjulega slöngu, enda erfitt að skilja samhengið í því. Gunnar telur líklegt að hér sé um að ræða stað- bundið máltæki hér um slóðir, hvernig sem á því stendur. Kannast einhverjir fleiri við þetta? Höldum áfram að tína fram orð úr kompu Kristjáns. Fett. Ævinlega var sagt fett, aldrei fernt. Hefði skulað heyrði ég oft og iðulega. Attarígur: þegar veðri var þannig háttað að áttir toguðust á og tvísýnt hvor ofan á yrði. Hefða var mikið notað: Hann sagðist hefða látið mig vita, ef... Orðtak eða málsháttur Jóns Jóhannssonar á Tjörn: „Það er ekki nóg að taka kúna, það þarfað moka undan henni.“ Gaman væri að heyra viðbrögð frá lesendum við þessum orðum ekki síður en þeim sem birtust í síðasta blaði.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.