Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 7
Norðurslóð - 7 Ljóðagetraun Norðurslóðar 2005 1. Hvar liðast rauðir lækir? 2. Hvar var ilmur víns og blóma? 3. Hver harmar hlutinn sinn? 4. Hver sat á eldhúsbita, í sóti og reyk? 5. Hvar fá börnin þá bestu gjöf sem lífið á? 6. Hvað bíður mín í Búðardal? 7. Hver leggur smyrsl á lífsins sár? 8. Hvað ber dauðinn í hendi styrkri? 9. Hvað skreyta fossar og fjallshlíð? 10. Hver sefur í djúpinu væra? 11. Hvert flykkjast förumannaflokkar mest? 12. Hver óð inn í bæina beina leið? 13. Hvar er friður, tign og ró? 14. Hvaða gjöf væri mér gleðilegust send? 15. Hver hefur fyrri Guðrúnu kysst? 16. Hver er kútur lítill mömmusveinn? 17. Hvað er djúpt sem blámi himinhæða? 18. Hvað vakir eilíft ofar tímans glaumi? 19. Hver bíður með þrá sem ástmey örmum þöndum? 20. Hvar átti eg löngum mitt sæti? 21. Hver er óræð eins og myndirnar á Mokka 22. Hvað vex er menn nálgast burtferðardaginn? 23. Hver bendir mér á Tindastól? 24. Hvert skoppar hugurinn núna? 25. Hver gengur þarna eftir Austurstræti? Rétt svör berist fyrir 15. janúar 2006. Góða skemmtun. S.H. Bókmenntagetraun Norðurslóðar Finnið bókatitlana Bókmenntagetraunin er að þessu sinni með sama sniði og í fyrra. Fyrir þá sem ekki muna hvernig hún var í fyrra er hér stutt upprifjun. I fyrra var ein tilvísunin „Tæplega áttatíu á vinnustað“ og vísaði hún til bókar Indriða G. „79 á stöðinni“. Orðasamböndin hér að neðan vísa til 10 íslenskra bókatitla sem sæmilega kjölfróðir lesendur eiga að kannast við. Hverjar eru bækurnar? 1. Þar sem stormarnir búa. 2. Trúarlíf undir ís sem aldrei bráðnar. 3. Yeraldarbakkelsi 4. Not og fjör 5. Jólafasta 6. Guðshús bergrisanna 7. „Hafðu hraðann á“ tvítók hin vængjaða skepna 8. Frónskir hefðarmenn. 9. Hinn rökkurhjúpaði, hvíti ás 10. Nöpurbirta. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. Og botnið nú! Hér koma þrír fyrripartar sem við skorum á lesendur að botna og senda okkur. Nú eru þeir farnir að framleiða snjó í fjallinu ofan við bæinn. Við Eyjafjörðinn ekki gengur enn að koma á sameiningu Innan stundar upp mun renna Árið tvöþúsund og sex. Sendið inn lausnir fyrir 15. janúar 2006 Að vanda efnir Norðurslóð til jólagetrauna sem reyna á kunn- áttu lesenda í bókmenntum og kveðskap. Hin hefðbundna og vinsæla Ijóðagetraun er á sínum stað og einnig fyrripartarnir sem vantar seinniparta. Þá er það orðin hefð að leyfa lesendum að ráða bókatitla úr vísbendingum. Þegar fólk er komið með lausnirnar á að senda þær til NorðursIóðar,Tjörn, Svarfaðardal, 621 Dalvík. Ljóð svarfdælskra kvenna - síðari hluti Á sýningu Kvenfélagsins Tilraunar nú í Vorsins geislar vekja dáð, haust á hug- og handverki svarfdælskra verma, prýða og græða. kvenna lásu nokkrar konur úr verkum Með birtu og ást um lög og láð sínum, bæði Ijóð og laust mál. Við birtum lífsins geislar flæða. hér Ijóð nokkurra þeirra sem þar mættu. Vorið læknar vetrar sár, vefur allt í Ijóma, þrautum eyðir, þerrar brár, þúsund gefur hljórna. Bernskujól Ég sé að ljósin lifna er líða að jólum fer. Himinn heiður, fagur þá hátíðleikann ber. Myndin mætra stunda frá morgni lífsins skín. Eg finn þann ljúfa ljóma leggja um sporin mín. I foreldranna faðmi fegurst lífið var. Þar gleði og hjartahlýja hæst af öllu bar. Að vernda sérhvern veikan vota þerra kinn, og breiða blessun yfir barnahópinn sinn. Ykkar þrá var alltaf ástrík, heilög jól, að vaka og vinna saman, veita okkur skjól, að búa skó úr skinni, skapa nýja flík. I fábreytninni fundum hve feikn við vorum rík. Við vorum líka látin leggja í hjálparsjóð, sópa salla úr jötu, setja í troðna slóð, svo fugl sem skaust af skafli í skjól við gluggann minn fyndi í salla fræin og fengi matinn sinn. Er allt var fínt og fágað og friður kominn á ljós frá litlum kertum lýstu andlit smá. Þann Ijórna ennþá leggur svo Ijúft um huga minn. Við helgiblæinn heima ég hjartans gleði finn. Svana Halldórs- dóttir á Melum, fædd 1948, dóttir Birnu og núver- andi húsfreyja á Mel- um. Nokkrar lausavísur eftir Svönu: Barn Maður, heiminum háður helgar sér stað. Örlög óspunninn þráður, ævin hvítt blað. Morgunn Logar gull um heiði og hlíð hnýtta skýjalindum. Er að kveikja eygló fríð eld á fjallatindum. Andvaka Oft í næturhúmsins höll hjartað nístir efinn um fyrirheitin okkar öll sem aldrei voru gefin. Vor Vorið snjóum vafði sig, vorið bjó í skugga, vorið frjóa vakti mig, vorið hló í glugga. Kvenfélagsveisla Við komum hér svangar og sátum saman að mat. Átum og átum - og átum á okkur gat. Okkur fannst við eygja í austri stjörnu þá sem vitringunum veginn vísaði forðum á. Bærinn fylltist friði, sem færði okkur inn að jesúbarnsins jötu við jólalesturinn. Þann arf þið okkur gáfuð sem ekkert grandað fær. Birta bernskujóla svo blítt um hugann nær, Geisli guðabjartur og gleðin mesta er, ef helgiblæ að heiman heimilið mitt ber. Vorljóð Ort þegar höfundur var innan við fermingu Von í brjósti vakna fer veðrið er að hlýna. Vorið bráðum býður mér báða arma sína. Vorið kemur, vetur flýr, vaknar allt af dvala. Sólargeislinn glaður, hlýr og golan milda, en svala. Vorið glæðir von og yl, veitir gæfu og yndi. Ef það væri ekki til enginn sælu fyndi. Fimm örstutt Ijóð Sem laufblað eða lítill fugl sem flýgur og fetar hratt og létt um himinstig. Orðlaus bæn frá brjósti mínu stígur eg bið að ekkert misjafnt hendi þig. Og seinna, hvert sem leiðir okkar liggja þó lífið verði eftirlátt við mig þú veist að það mun ekkert á þig skyggja og enginn koma í staðinn fyrir þig. Sumar Hjarta mitt er tómt, hugurinn eins og öræfi um vetur. Hvenær lagðist þessi þögn yfir hús mitt? Var það þegar börnin fóru burt eða barnabörnin urðu fullorðin? Kannske Guð hafi misskilið bæn mína um frið. -----------------► Birna Fiðriksdóttir frá Melum er fædd 1924. Hún ólst upp á Hverhóli, var hús- freyja á Melum í nær þrjá áratugi, en hefur búið á Akureyri um árabil. Ljóðabókin Grýtt var gönguleiðin eftir Birnu kom út fyrir 10 árum. Lena Gunnlaugsdóttir frá Atlastöðum, fædd 1935, bjó allan sinn búskap á Atlastöðum í Svarfaðardal, en brá búi fyrir nokkrum árum og fluttist í Laugaból neðar í sveitinni. Nokkur Ijóð hafa birtst eftir Lenu, meðal annars hér í Norðurslóð.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.