Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 9

Norðurslóð - 15.12.2005, Blaðsíða 9
Norðurslóð - 9 reyndar „bréf til látins manns“, Erlendar í Unuhúsi, sem prentað er á undan, enda var Erlendur aðalhvatamaður þess að Stefán þýddi bókina. Þarna er að finna skemmtilegar frásagnir Stefáns af ýmsu í lífi sínu og kynnum af fólki, með Erlend í sjónarmiðju. III Nokkrum sinnum rakst ég á Stefán Bjarman á Akureyri. A menntaskólaárum mínum þar bauð hann mér að heimsækja sig og einu sinni kvaddi ég dyra á Ásvegi 32 þar sem þau Þóra og Stefán áttu heima. Þetta mun hafa verið á útmánuðum 1964. Mér var ágætlega tekið og sat ég í stofunni góða stund á tali við húsbóndann. Stefán var afar skemmtilegur í samræðu, fjöl- fróður og margreyndur sem hann var. Hann var hlýlegur, en laus við tepruskap, og það svo mjög að mér, lítt sjóuðu ung- menni, hnykkti við. Við ræddum einkum bókmenntir, á þeinr hafði hann ákveðnar skoðanir sem ekki fóru alltént saman við mínar, svo það var ögrun fyrir mig að tala við hann. Ég komst í snertingu við annars konar menningaranda en ríkjandi var í skólanum hjá Þórarni Björnssyni, enda þessir tveir menn næsta ólíkir þótt báðir séu ógleymanlegir. Stefán var eins óborgaralegur í viðhorfum og Þórarinn var staðfastur boðandi fornra dyggða. Þegar ég sagði föður mínum seinna frá heimsókninni á Ásveginn hélt hann helst að Stefán hefði ætlað að snúa mér til kommúnisma, en því fór fjarri. Hins vegar ýtti hann dálítið við þeim undirstöðum sem uppeldi mitt hafði hvflt á og veit ég ekki nema það hafi borið nokkurn ávöxt síðar. Uppi á vegg í stofunni voru myndir af tveimur frægum rithöfundum sem báðir voru vinir Stefáns, og einhvers staðar var líka Erlendur í Unuhúsi, sá maður sem stofnaði til kynna hans af þessum ritsnillingum. En þeir voru Halldór Kiljan Laxness og Þórbergur Þórðarson. Um Þórberg birti Stefán einu greinina sem ég veit til að hann hafi samið um íslenskar bókmenntir. Hún er dagsett á Dalvík 15. maí 1956, rétt áður en hann flutti þaðan, og fjallar um nýútkomna bók Þórbergs, Sálminn itm blómið. Greinin birtist í tíma- ritinu Nýju Helgafelli, er bráðskemmti- leg og skaði að Stefán skyldi ekki skrifa meira af slíku. Um Sálminn segir hann meðal annars: „Þetta er elskuleg bók, samin af miklu hjartalagi og mikilli kunn- áttu. í langan tíma hef ég ekki lesið bók nrér til jafnmikillar ununar. Öldungurinn Þórbergur og barnið lilla Hegga eigast við sem algerðir jafningjar, og það má ekki á milli sjá hvort þeirra er meira barn. Og í lillu Heggu speglast allt mannkynið sem Þórbergur elskar fölskvalausri ást.“ Stefán bauð mér að heimsækja sig aftur, en því miður gerði ég það aldrei og við ræddumst ekki við eftir þetta svo heitið gæti. Einn sá rithöfundur sem á góma bar milli okkar var fndriði G. Þorsteinsson. Hann hafði ungur kynnst Stefáni sem varð raunar til að leiða hið upprennandi sagnaskáld til vitundar um sagnalistina. Á þeim árum sem þeir kynntust var Stefán að þýða Þrúgur reiðinnar og bjó í sama húsi og foreldrar Indriða á Akureyri. Seinna kom svo þýðingin á Hemingway sem hafði veruleg áhrif á Indriða. Æ síðan vitnaði hann um hversu mikilsverð kynnin af Stefáni voru honum, þótt í pólitískum skoðunum lægju leiðir þeirra fjarri hvor annarri. I skáldsögu Indriða, Unglingsvetri, kemur við sögu menningarmaðurinn Jón Aðalsteinn Bekkmann og er augljóst að efniviðinn í þá persónu hefur Stefán Bjarman lagt höfundinum til. Þegar þessi saga kom út var Stefán allur. En á áttræðisafmælinu sendi Indriði honum þakkarkveðju í Tímanum, sem síðar birtist í bók höfundar, Söng lýðveldis, undir nafninu „Lærifaðir í kjallaranum“. Þar segir að það sem mest sé einkennandi fyrir skaphöfn Stefáns sé mannsþrótturinn, „þessi stælti hugur og þetta víllausa geð. Bókmenntir eru ekki skrifaðar af kisulórum, pempíum, stælgæjum og frussandi egóistum, heldur fólki sem hefur lifað hættulega; fólki sem leitar sig þreytt að viðeigandi orðum og minnist hvers einstaks atviks eins og vörðubrots í blindhríð. Þær eru skrifaðar af fólki sem þreytir linnulausa glímu við sannleika í framsetningu, sannleika hvers orðs og sannleika heilla bóka. Slíkur mannsþróttur var Stefáni Bjarman eðlilegur.“ Stefán lést á Akureyri tæplega átta- tíu og eins árs, 28. desember 1974. I Þjóðviljanum 7. janúar 1975 birtust minn- ingargreinar, þar á meðal fróðleg grein eftir Hjalta Kristgeirsson sem hér hefur komið að góðum notum. Einnig var þar minningarljóð sem ber fyrirsögnina „Hverjum klukkan glymur“. Það er eftir Daníel Á. Daníelsson lækni sem vafa- laust hefur verið helsti sálufélagi Stefáns á Dalvíkurárunum. Daníel minnist ævi- starfs Stefáns Bjarman, kennslunnar, tón- listarinnar og þýðinganna, með þessum erindum: Ljúf er mörgum frá liðnum árurn minning kennarans mæta; mannúð tímans og menntaþrá blés hann í brjóst þeim ungu. Títt var hans yndi tónlistin hreina, hljómar ljómuðu huga, hóf sig í hæðir á hreimabylgjum söngvin og ómþyrst sál. ítur og skýr var hans endursögn af einni tungu á aðra. - Ferðist nú reifur um fjarskann ókunna þýðandinn hári og þekki. Og þannig lifir minning Stefáns Bjarm- an í hugum þeirra sem höfðu af honum kynni. Ingveldur fagurkinn Eftir Eirík Einarsson frá Hœli Ingveldur Fagurkinn er án efa einhver harmsögulegasta persóna íslenskra fornbókmennta. Örlög hennar eru æði stórbrotin eins og þeim er lýst í Svarfdæla sögu og minna um margt á örlög Guðrúnar Gjúkadóttur enda persónur þeirra augljóslega bók- menntalega skyldar. Hafa þau orðið ýmsum skáldunr að yrkisefni og meðal annars skrifaði Sigurjón Jónsson sam- nefnda skáldsögu sem byggði á æviraun- um hennar. Hér birtist hins vegar ljóð Eiríks Einarssonar frá Hæli um Ingveldi fagur- kinn. Eiríkur var þekktur lögfræðingur í Reykjavík og um tíma alþingismaður. Hann var góður hagyrðingur og orti meðal annars þessa alkunnu stöku: Þó ég yrki stöku stöku stöku sinni, ekkert því að sinni sinni, sinni bara vinmt minni. Kvæðið urn Ingveldi er úr bók sem gefin var út að honum látnum í desember 1951, Vísttr og kvœði. Var ekki von þú reyndir vanrækt og kvalaseig, að vinna þeim ólmu úlfum, sem eltu þig, nokkurn geig? Hunangið hlaut að þrjóta, hjartað fékk breyttan slátt; eftir varð eitursafi í örlagaríkan þátt. Sástu sveinana dýru sverðhöggna, og storkunarorð lustu ttm leið þín eyrtt, - líkams og sálar morð. Blómjurt í sólskinsbrekku bráðþroska dalarós, dýrðleg frá drottins hendi, dökkeyg og hörundsljós. Oft varstu illa leikin, olli þvífegurðin mest, þar nœst þveríyndi og stoltið, þangað til loks þú grézt. Hvergi var hreinni svanni í hundrað bœja dal léttari sporum leiddur í lífsins veizlusal. Eigandinn ógnarstrangi þá ákvörðun festi sér að hlynna að harðlyndi sínu, en heimta auðmýkt afþér. Himinninn var svo heiður, þú horfðir þangað inn. Og öll stóðu hliðin opin, Ingveldur fagurkinn. En syndin, sú hin illa, kom sætmál og föðurlig; þú vissir ei, hvað er voði, og varaðir ekki þig. Hrakningai; smán og harmar hœtti ekki, fyrr en kveld komið var síðsta sinni með svefnró og mjúkan feld. I dal, þar sem morgni mildum mætt höfðu augun fyrst, sástit eftir sortahryðjur sólroð í vestrinu yzt. Ljótólfur, göfugur goði, gengur að þínum beð; þú hlýðii; því hans er valdið, hvernig sem það var léð. Tíminn er lœknandi langur, lífið sterkara en hel. Töfvarð á tálsnöru leiðum, en taf! þitt stendur vel. Kalt var að gista Klaufa; hann kom eins og villidýr og spennti þig girndargreipum, - gamall djöfull og nýr. Allur skal uslinn bœttur, Ingveldur, þess mun gœtt, og skemmdin á andliti Skíða, skarðið, að fullu grætt. Happdrættri SÍBS sendír Norðlendringum bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir vriðskriptrin á Iriónum árum Happdrsttí SÍBS - fyrir lífið sjálft Umboðsmenn Happdrættis SÍBS á Norðurlandi: Hvammstangi: Blönduós: Skagaströnd: Sauðárkrókur: Hofsós: Varmahlíð: Siglufjörður: Grímsey: Ólafsfjörður: Hrísey: Akureyri: Neðri-Dálksstaðir: Grenivík: Laugar: Mývatnssveit: Aðaldalur: Húsavík: Kópasker: Raufarhöfn: Þórshöfn: Kaupfélag V-Húnvetninga, byggingavörudeild, Strandgötu 1, sími 451-2370 Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, sími 452-4200 Guðrún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 452-2772 Anna Sigríður Friðriksdóttir, Skógargötu 19b, sími 453-5115 Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 453-7305 Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Lundi, sími 453-8030 Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Aðalgötu 14, sími 467-1228 Steinunn Stefánsdóttir, Hátúni, sími 467-3125 Valbúð ehf.,Túngötu 17, sími 466-2450 Erla Sigurðardóttir, sími 466-1733 Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 462-3265 Anna Petra Hermannsdóttir, sími 462-4984 Brynhildur Friöbjörnsdóttir, Túngötu 13B, sími 463-3227 Rannveig H. Ólafsdóttir, Hólavegi 3, sími 464-3181 Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, sími 464-4145 Guðrún Sigurðardóttir, Hafralækjarskóla, sími 464-3585 Skóbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 13, sími 464-1337 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, sími 465-2144 Svava Árnadóttir,Tjarnarholti 3, sími 465-1314/465-1100 Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, Fjarðarvegi 5, sími 468-1300 Dalvík: Kristján Ólafsson, Hafnarbraut 5, sími 466-1434

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.