Norðurslóð - 15.12.2005, Side 4
4 - Norðurslóð
Guðlaug Kristjáns-
dóttir fæddist á Upp-
sölum í Svarfaðardal
árið 1920 og hefur
búið þar nánast allan aldur
sinn. Lengst af í gömlu baðstof-
unni sem enn er uppistandandi
og að öllum líkindum ein allra
síðasta baðstofa landsins sem
búið var í. Nú er Lauga komin
með herbergi á Dalbæ en hún á
enn búslóð í gömlu baðstofunni
og þar segist hún eiga heima þó
ferðum þangað hafi fækkað.
Fyrirnokkrumárumheimsótti
ég Laugu í gömlu baðstofuna í
byrjun jólaföstu. Hún bauð mér
þá upp á heitt súkkulaði og við
áttum stutt spjall sem ég sagði
frá hér í blaðinu. Meðal annars
sagði hún mér af jólahaldi í
Uppsölum á uppvaxtarárum
sínum og einhverra hluta vegna
hefur frásögn hennar búið í hug
mér síðan. Mig langaði að heyra
meira af þessu jólahaldi sem
liljómar svo furðu fátæklegt í
eyrum okkar en er þó svo stutt
frá okkur í árum talið. Ég hringdi
því í Laugu nú fyrir skemmstu
og eftir nokkrar fortölur fékkst
hún til að segja mér frá jólum
bernsku sinnar. Við urðum þó
ásátt um að í stað formlegs við-
tals mundi ég endursegja það
sem okkur færi á milli.
Lauga er yngst níu barna
þeirra Helgu Guðjónsdóttur og
Kristjáns Lofts Jónssonar en átta
þeirra komust til fullorðinsára.
Foreldrar hennar fluttu í Uppsali
árið 1907, fyrst í gamla baðstofu
en árið 1927 reisti Kristján nýja
baðstofu. Á þessum árum var
litla vinnu að hafa utan heim-
ilis. Á sumrin var nóg verk að
vinna við búskapinn og not fyrir
allar hendur stórar og smáar.
Á vetrum var minna umleikis
en það var ekki um auðugan
garð að gresja fyrir stálpuð ung-
menni varðandi atvinnu. Eldri
bræðurnir komust stundum í
vinnumensku á vetrum eða jafn-
vel á sjó en kjörin voru kröpp og
sú litla atvinna sem í boði var á
þeim tíma stopul. Það voru því
víða rekin þung og mannmörg
heimili við lítil efni á þessum
árum, allt fram undir stríð þegar
efnahagur Islendinga breyttist
svo gott sem á einni nóttu.
Baðstofan
Nýja baðsofan í Uppsölum var
einu stafgólfi stærri en sú sem
fyrir var en þó ekki nema sex
metrar á lengd og þrír og hálfur
metri á beidd og einn óskiptur
geimur. f»ar sváfu allir og þar
fór fram allt hið daglega amstur
á heimilinu. Á baðstofunni var
torfþekja en hún var þiljuð í
hólf og gólf. Á þeirri gömlu var
loftið klætt með rifjuðu hrísi sem
kallað var og gluggar voru þar
einungis á austur- og vesturvegg.
Þar var gömul kabyssa, einhólfa,
í henni var brenndur svörður
og tað og var það eini hita-
gjafinn. Oft var þar kalt en ekki
minnist Lauga þess að þar hafi
verið rakt. Á nýju baðstofunni
var líka suðurgluggi sem þótti
nýmæli. Meðfram langhliðum
stóðu tvö rúm sitt hvoru megin
og eitt rúm við norðurgafl. Við
norðurgaflinn stóð líka eldavél-
in þegar hún kom. Þegar gengið
var inn bæjargöngin urðu fyrst
fyrir manni hlóðaeldhúsið og
búrið áður en gengið var inn í
baðstofuna. Bæjargöngin virtust
óendanlega löng í huga barnsins,
ljós var þar ekkert og þar var
draugur í hverju skoti. Það var
farið sparlega með ljósmetið í
Uppsölum. Olíulampar voru til
Áskriftar-
síminn
er
4661300
Vallakirkja uppljómuð
eins og himnaríki...
Guðlaug Kristjánsdóttir tekin tali
Innviðir Vallakirkju. Á minni myndinni er kirkjan
eins og hún var laust eftir miðja síðustu öld.
Tvenn prestshjón á Völlum, Stefán ogJóna Snœvarr
nýgift vinstra megin og Stefán Kristinsson og
Solveig Eggerz til hœgri.
en olíulýsingin var munaður og
aldrei keyptir nema 20 lítrar af
olíu til vetrarins. Ljósgjafarnir
voru oftast einhver glös með
olíu eða lýsi og kveikur snúinn
úr gömlum efnisræflum eða fífu.
Þegar komið var fram á miðja
góu var hætt að kveikja ljós í
bænum.
Aðfangadagur
Lauga minnist þess hvað hún
hlakkaði jafnan óskaplega til
jólanna. Jólaundirbúningurinn
var ekki stórbrotinn en þó var
allt þvegið, fatnaður og húsa-
kynni. Reynt var að sjá til þess
að börnin færu ekki í jólaköttinn
og meðal annars var fastur siður
að móðir hennar gerði jólaskó
á alla fjölskylduna, svarta með
hvítum bryddingum. Útlenda skó
sá hún ekki fyrr en um fermingu.
Nýjar flíkur voru sjaldséðar að
ekki sé talað um klæði úr búð.
Krakkarnir gengu i fötunum
þar til þau voru orðin gatslitin
og oft var bót við bót. Eldavél
kom ekki í bæinn fyrr en 1928
og þá var jafnan eitthvað bakað
til jólanna, aðallega kleinur
og pönnukökur. Á aðfangadag
fengu bæði börn og fullorðnir
eitt kerti hver og sömuleiðis
var eitt epli á mann. Ilmurinn
af jólaeplunum gleymist aldrei.
Þau ilma ekki lengur eplin eins
og þau gerðu í þá daga.
Jói bróðir Laugu smíðaði jóla-
tré sem jafnan var tekið fram á
jólunum og hann hafði sömu-
leiðis útbúið jólapokana sem
hengdir voru á greinarnar. Þegar
því var við komið var lyngi vafið
um greinarnar. í pokunum var
stundum að finna döðlur eða
annað smálegt sem til féll og
kannski súkkulaði eftir að það
kom. Jólagjafir voru ekki sá
ófrávíkjanlegi hluti jólahaldsins
sem seinna varð en þó reyndu
krakkarnir að skiptast eitthvað á
heimatilbúnum gjöfum, íleppum
eða einhverju álíka, sérstak-
lega eftir að þeir stálpuðust.
Klukkan sex á aðfangadag var
lesinn húslestur. Oftar en ekki
gerði það Þorleifur í Miðbæ,
maður Bjargar, systur Kristjáns í
Uppsölum. Á eftir voru sungnir
sálmar. Þá var boðið upp á kakó
og brauðmetið sem bakað hafði
verið til jólanna. Á aðfangadag
voru oftast rjúpur í matinn, þó
kom fyrir að einverri skepnu var
slátrað fyrir jólin. Það heyrði þó
til undantekninga og oftast voru
rjúpur eina nýmetið sem í boði
var. Þær voru mikið skotnar
allan veturinn og héldu jafnvel
lífinu í mörgum fátækum fjöl-
skyldum. Á aðfangadagskvöld
var síðan hverjum heimilis-
manni skammtað hangikjöt og
meðlæti á disk og reyndu börnin
gjarnan að treina sér skammtinn
yfir hátíðina.
Kirkjan ómar öll
Á jóladag var boðið upp á smurt
flatbrauð eða soðið brauð og
sætsúpu. Það var í eina skipt-
ið á árinu sem sætsúpa sást á
borðum í Uppsölum. Seinni part
jóladags var messað að Völlum.
Presturinn á Völlum, séra Stefán
Kristinsson, messaði fyrr um
daginn áTjörn og oft kom hópur
manna með prestinum frá Tjörn,
einkum söngfólkið sem taldi
það nú ekki eftir sér að ganga
með presti á milli kirkjustað-
anna. Jólamessurnar á Völlum
eru Laugu einkar minnisstæðar.
Hinn upphafni hátíðleiki, söng-
urinn og ljósadýrðin í kirkjunni
átti meira skylt við dýrð himna-
ríkis en hinn skammdegisrökkv-
aða jarðheim.
„Ég var alla tíð trúuð og jólin
voru í huga mínum mikil trúar-
hátíð. Vellir og Vallastaður voru
heilög jörð í okkar huga. Okkur
fannst sjálfsagt að bera mikla
virðingu fyrir staðnum og maður
gekk þar um með virðingu, gætti
þess að hugsa fallega og vera
ekki með ærsl og læti. Við bárum
líka mikla virðingu fyrir prest-
inum, séra Stefáni, og þá ekki
síður frú Solveigu sem var nátt-
úrulega einstök kona í alla staði.
Ég held að allir hafi borið mikla
virðingu fyrir þeim.“
Jólamessurnar á Völlum voru
jafnan fjölmennar samkomur.
Þangað komu allir í sókninni
sem vettlingi gátu valdið og víða
fjölmenni á bæjum, ekki síst yfir
jólin. Þetta voru því miklar sam-
komur og tilhlökkunarefni allt
árið. Það voru eins og nærri má
geta mikil viðbrigði að koma úr
lágreistri og illa upplýstri bað-
Guðlaug Kristjánsdóttir - Lauga
á Uppsölum.
stofunni í Uppsölutn inn í hið
uppljómaða guðshús á Völlum.
Það var eins og að horfa inn
í himnaríki þegar gengið var
inn í kirkjuna inn úr síðdegis-
rökkrinu á jóladag. Þarna stóðu
logandi kerti í öllum stjökum og
lampar allir gljápússaðir, gólfið
hvítskúrað og yfir hvolfdist svo
blár stjörnuhiminninn. I horn-
inu skíðlogaði í kolaofni. Séra
Stefán þótti reyndar oft nokk-
uð háfleygur í ræðum sínum.
Sóknarbörnin fylgdu honum
ekki alltaf á fluginu og krökk-
unum þótti predikunin stundum
heldur löng. Oft voru þau búin
að telja stjörnurnar í kirkjuloft-
inu. Stundum var þeim líka kalt
á tánum. Áramótamessurnar
voru hins vegar styttri, predik-
unin snörp og hressileg og þá
var gaman. Krakkarnir fengu þá
meira að segja að hringja klukk-
unum að vild og var það í eina
skiptið á árinu sem svoleiðis létt-
úð leyfðist í guðshúsinu.
En í jólamessunni var öll
óþolinmæði lönd og leið þegar
jólasálmarnir tóku að óma.
Þvílík dásemd að heyra jólasálm-
ana, I Betlehem er barn oss fœtt
og Heims um ból og fá að taka
undir með söngfólkinu. Ungu
stúlkurnar á Völlum, þær Bolla
og Unnur, höfðu einstaklega
fögur hljóð og þegar við bættust
söngmenn af Vesturkjálkanum,
úr Garðshornunum og Þórarinn
á Tjörn þá var hressilega tekið
til söngsins.
Heitt súkkulaði
Eftir messu bauð frú Solveig
öllum kirkjugestum í bæinn og
það voru nú veislur í lagi. Hún
hafði eldavél og var búin að
baka einhver reiðinnar býsn til
jólanna enda æði þétt setinn
bekkurinn þegar nánast öll
sóknarbörn Vallasóknar komu í
hátíðarkaffi í gamla íbúðarhúsið
á Völlum. Og þar var boðið
upp á heitt súkkulaði - aldrei
kakó. Frú Sólveig var einstök
dugnaðarkona. Hún gekk í öll
verk og réri jafnvel til sjós þegar
sækja þurfti fisk í soðið. Stefán
var minni búmaður en afskap-
lega mikill lærdómsmaður. Það
var höfðingsbragur á presthjón-
unum og þau nutu vinsælda og
virðingar meðal Svarfdælinga.
Að loknu kirkjukaffinu hélt
svo hver til síns heima allt fram
í Skíðadalsbotn og niður að
strönd.
Dagana eftir jólin tóku við
jólaboð á bæjunum í kring. Það
var þéttbýlt á Austurkjálka og
víða mörg börn í heimili. Oft var
því glatt á hjalla og alltaf troðnar
slóðir í snjónum á milli bæjanna.
Um áramótin var það messan
sem beðið var eftir með mestri
eftirvætingu en síðan runnu
dagarnir aftur í sinn hversdags-
lega farveg með hækkandi sól og
meiri birtu í litlu baðstofunni í
Uppsölum.
hjhj