Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2004, Side 2

Víkurfréttir - 22.01.2004, Side 2
stuttar f r é 11 i r Flestir vilja aka Reykjanesbraut á 110 km. hraða Flestir þátttakendur í spurningu vikunnar hér á vef Víkurfrétta vilja sjá hámarkshraða á tvöfaldri Reykjanesbraut upp á 110 km./kist. Samtals hafa 36% þeirra 500 þátt- takenda sem greitt hafa at- kvæði kosið 110 km. hraða. Næstflestir eða fjórðungur vill 100 km. hámarkshraða og rúmur fimmtungur eða 21% vill 120 km. hámarks- hraða. Eingöngu 14% vilja halda í 90 km. hámarks- hraða og 4% vilja keyra Reykjanesbrautina á meiri liraða en 120 km. á klst. Börðustí gegnum snjó- bylíbruna við Heiðarholt > VETRARSKOT Á SUÐURNESJUAA UM SÍÐUSTU HELGI VF-MYND: HILMAR BRACI BÁRÐARSON Öflugir í snjómokstrinum essir ungu drengir voru öflugir í snjó- mokstrinum í Innri Njarðvík þegar ljós- myndari Víkurfrétta átti ieið þar um sl. laugardag. Annar þeirra var með öflugt ámokst- urstæki en hinn með vörubíl með burðugum palli. „Við erum bara að leika okkur“, sögðu þeir þegar Ijósmyndarinn arkaði út úr ijallabíln- um með myndavélina. Ungu drengjunum leist grcinilega ekki á ljósmyndarann, úfinn eftir að hafa barist í ófærðinni. Ábyggilega hafa þeir haldið að Ijósmyndarinn væri einhver sem ætl- aði að skamma þá. Okkar maður var hins vegar fljótur að gera grein fyrir sér og sagðist eingöngu vilja taka mynd af þeim félögum þar sem þeir mokuðu gangstéttina við Njarðvíkurbrautina. Það var sjálfsagt mál. Eldur kom upp i eld- húsi íbúðar við Heiðarholt í Kcfla- vík seint á fóstudagskvöld. Húsráðandi og annar til sofnuðu út frá elda- mennsku. Pizza var í ofnin- um og greinilcga ekki Idol í sjónvarpinu því heimilis- fólkið svaf vært framan við sjónvarpið. Slökkvilið Brunavarna Suð- umesja slökkti eldinn en að sögn Sigmundar Eyþórsson- ar slökkviliðsstjóra hefur mönnum oft gengið betur að komast á vettvang. Nú var það ófærð og snjóbylur sem hægðu för. Þrátt fyrir það er tjónið minniháttar af völdum eldsins. Fimm öflugir björgunarjeppar að störfum Um kl. 23.00 á föstudagskvöld óskaði lög- reglan á Suðumesjum eftir aðstoð Björg- unarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík vcgna mikiilar ófærðar í bænum. Þá voru austan 16 m/s og mikil snjókoma og skafrenningur. Tólf björgunarsveitarmenn voru að störfum á 5 öfl- ugum bílum að aðstoða fólk og bíla. Mikið var um að vera í Grindavík og margt fólk á ferðinni þar sem skemmtun var í Festi vegna Idol- stjörnuleitarinnar. Þvi voru óvenju margir sem þurftu á aðstoð að halda. VF-MYND: HILMAR BRACIBÁRÐARSON í Grindavík Fasteignamarkaður Suðurnesja - inn á öll heimili á Suðurnesjum! Sjáið fasteignaauglýsingar á blaðsíðum 29-31 í Víkurfréttum í dag Fasteignasalan Ásberg, sími 421 1420 Fasteignasala G.Ó. sími 421 8111 Fasteignasalan Stuðlaberg sími 420 4000 Eignamiðlun Suðurnesja Sími 421 1700 Háholt 25, Kcllavík. Stórt og gott 197m’ einbýli á tveimur hæðum með 30nf bílskúr og 5 svefiih.. Hægt að gera litla íbúð í kjallara. 20.300.000,- Sjafnarvellir 15, Keflavík. Glæsilegt 5 herbergja 151 nf ein- býlishús á tveimur hæðum, ásamt bílskúr 32m2. Ekkert hefur verið til sparað í gólfefni og innréttingar. 20.000.000,- Sólvallagata 12, Keflavík. Um 113nf 4ra heA. íbúð á n.h. I tvíbýli ásamt um 29nf bílskúr. Sérinng., ný eldhúsinnr., öll gólfefiii ný, nýlegt þakjám og endum. skolp. Húsið nýmálað að utan. Mjög falleg eign. 11.900.000,- Vesturgata 34, Keflavík. Sérlega huggulegt einbýli ásanit 37m: bílskúr. Allt nýtt í eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Nýjar skólp og ofnal, nýtt þakjám. 14.400.000,- stuttar f r é t t i r Aftur brotist inn íHoltaskóla: Þjófarnir handteknir ✓ Aöðrum tímanum aðfararnótt sl. laug- ardags var tilkynnt um grunsamlegar manna- ferðir inni í Holtaskóla í Keflavík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn veittu þeir athygli tveimur mönnum sem voru á hlaupum ffá skólanum. Lög- reglumönnum gekk greiðlega að rekja slóð mannanna í hné- djúpum snjónum og voru mennirnir handsamaðir í næsta nágrenni. I ljós kom að mennimir höfðu brotist inn í skólann. Þeir voru vistaðir i fangaklefum og voru yfir- heyrðir með morgninum. Menn þessir eru liðlega tví- tugir að aldri og tilheyra þeim vafasama hópi manna sem kallast góðkunningjar lög- reglunnar. VÍRURFRÉTTIR RNETINUVORU FYRSTARJNH®, Frá innbroti í Holtaskóla í síðustu viku. Innbrot í Sandgerði Brotist var inn í Shell- skáiann í Sandgerði aðfararnótt sl. þriöjudags en þjófavarna- kerfl fór í gang við innbrot- ið og boð bárust til Securit- as. Hafði gluggi verið spenntur upp í skálanum og þegar lögregla kom á stað- inn voru þeir á bak og burt. Lögrelgan hafði afskipti af manni sem var á gangi í Sandgerði rétt eftir klukkan 2 um nóttina en við leit á marm- inum fannst úðavopn sem lögreglan lagði hald á. 2 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.