Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 22.01.2004, Blaðsíða 17
því hverjir kæmust áfrain og hverjirekki. I kjölfarið er ég spurður að því af hverju ég skelli mér ekki í keppnina hér heima sem ég hafði heyrt aðeins af. Þegar ég kom í iand eftir þennan túr þá sá ég Idol keppnina hér auglýsta og fór og skráði mig. Hvaöa markmiö settiröu þér í uppliafi? Eftir fyrstu áheyrnaprufurnar fyr- ir framan Bubba og þau þá breyttist viðhorfið mitt aðeins gagnvart keppninni því maður vissi ekkert hvemig standardinn þarna væri og í raun var ég ekk- ert voðalega bjartsýnn. En eftir lýrstu prufuna var ég þó nokkuð bjartsýnn þá setti ég stefnuna á 32 manna úrslitin og það var mikill sigur þegar ég náði því markmiði. Síðan selti ég stefnuna á 9 manna úrslitin og þegarég náði því var það ennþá meiri sig- ur. Síðan þá hefur hver sigurinn tinnist því þetta ereins og aö fara í skólann, maður lærir heima út vikuna og á föstudögum er próf. Hvernig leiö þér þegar þú varöst aö vcröa frægur? Orðið frægur Itefur aðeins verið að vefjast fyrir mér, en auðvitað voru það viðbrigði þegar maður fórað finna fyrir athyglinni. En eins og núna þá spái ég alls ekki mikið i það. Nú ert þú oröinn eitt þekktasta andlit landsius - hcfur frægöin breytt þér? Nei. Það er nefnilega sá hlutur sem ég lagði upp með frá upp- hafi að ég myndi ekki gleyma því hver ég væri og hvaðan ég kæmi. Af því ég er viss að um leiö og þaö gerisl þá njóti maður ekki mikillar hylli. Nú Itcfur verið talaö um þaö aö sigur þinn sé mjög góöur fyrir þessa keppni, þ.e. aö sjómaöur úr Grindavík vinni Itana. Ileld- uröu aö svo sé? Þetta segir bara fólki þaö aö það þurfi ekki aö vera sprenglært í söng til að geta tekiö þátt í svona keppni. l innuröu fyrir því aö þaö væri glápt á þig út á götu? Jú, jú maður tekur alveg eltir því en ég er alls ekki aö velta mér upp úr því. Nú var Arnar Dór rckinn úr kcppninni vegna viötals sem birtist í Víikurfréttum - fannst þér þaö sanngjarnt? Þaö cr náttúrulega aldrei sann- gjarnt að þurfa að vera rekinn. Reyndar var það alfarið ákvörð- un Norðurljósa. Arnar Dór vildi meina að ég hefði brotið ein- hverjar reglur en málið er það að viðtalið sem cg fór í varalfarið samþykkt af markaösdeild Norð- urljósa áðuren það birlisl í blað- inu. Ég er búinn að hitta Arnar Dór eftir þetta og við höfum faðmast og skemmt okkur saman í Festi þannig að það er allt í góöu milli okkar. Hvernig taka Grindvíkingar þér? Bara rosalega vel. Iieimkoman var ein af ógleymanlegustu stundum lífs míns. Maður lánn samhuginn svo sterkt að ég fékk gæsahúó. Otrúleg stund. Ertu ennþá sjómaöur eöa ertu oröinn tónlistarmaöur? Ég verð alltaf sjómaður sama hvernig fer. Ég mun aldrei líta á mig sem neitt annað en sjómann sem fékk tækifæri til að sinna helstu ástríðu sinni sem er tón- listin. Eg kem ábyggilega til með að fara á sjóinn aftur þegar hann kallará mig. Hvcrnig hafa börnin þín tekiö þessu? Bara ágætlega. Sá litli sem er tveggja og hálfs árs hefur fengið að kenna á því að pabbi sc aö taka þátt í þessari keppni því ég hef verið lítiö heima. Stundum spyr hann mömmu sína meö skeifu hvort pabbi sé í Idol stjörnuleit. En liann hefurtekið þátt í þessu með mér því hann mætir stundum með bursta og spilar á hann þegar ég er að æfa mig heima. Súsanna fósturdótlir mín hefur tekið þessu ágætlega, en kannski fengið mikla athygli i skólanum, bæði jákvæða og nei- kvæifa. Hvernig cr aö standa á sviöi í Smáralind fyrir frainan áhorf- endur og sjónvarpsvélar, vit- andi þaö aö yllr hundraö þús- uiid inanns eru aö liorfa á þig? Þegar maður náöi að virkja þessa gífurlegu gleði og stemmningu sem myndast í salnum þá er það ólýsanlega tilfinning og frábært. Lýstu (ilfimiingunin þegar þú gekkst inn á sviöiö til aö syngja týrra lagiö á lokakvöklinu! Eg var búinn að byggja upp ákveðið ferli sem ég fór eltir áður en ég fór á sviö þar sem ég læröi að nota stress mjög jákvætt og virkja það sem orku. Mér lcið svipað og þegar maður var aö fara að taka trollið inn i 20 metr- um á sekúndu. Maöur veröur bara aö standa sig. Hvcrnig leiö |)ér þegar úrslitin voru tilkynnt? Það var bara algjör hamingja og endalaust þakklæti. Það brutust um svo mikið af tillinningum að gleðin var í raun ólýsanleg. Hvert er framhaldiö hjá þér? Framhaldiö er náttúrulega að nýta mér þetta tækifæri og skapa mér feril sem tónlistarmaður og reyna að gera það þannig að ler- illinn samræmist tjölskyldulíf- inu. En þetta erallt í startholun- um þannig aö þaö er erfilt að segjii eitlhvað um framhaldiö ennþá. Ætlaröu aö syngja cilthvaö fyrir Suöurnesjameim á næst- uniú? Efað fólk hefuráhuga á því þá er hægt að hringja í umboðsmann- inn minn sem heitirjón Gunnar Geirdal og |iá er liægt að fintia eitthvað út úr því. Ég vil nota tækifærið og þakka strákunum á Sigga Magg og strákunuin á I Irafni GK-111 l'yrir frábæran stuöning. Ég vil einnig koma á framfæri innilcgu |r;ikk- læti til minna dyggustu sluön- ingsmanna og þá sérstaklega Ast- þórs Leó og Jenný Rutar sem lögöu mikiö á sig til aö skipu- leggja umgjörðina í kringum stuöningsmannahópinn. VÍKURFRÉTTIR 4. TÖLUBLAÐ 2004 FIMMTUDAGURINN 22. JANUAR 2004 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.