Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.01.2004, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 22.01.2004, Qupperneq 18
> NÝ BÍLASALA VIÐ NJARÐARBRAUTINA Þau fundu týnda álfinn! í síðasta tölublaði Víkurfrétta fyrir jól földum við lítinn álf á bls. 51 og báðum lesendur um að finna hann og senda rétt svar til okkar fyrir 6. janúar. Búið er að draga úr innsendum seðlum og hlutu eftirtaldir aðilar vinning: 1. vinningur, Nóa konfekt 1,5 kg. frá Kaskó og 5 stk. Jólalukkuskafmiðar: Viktoría Kristinsdóttir, Garðbraut 54, Garði. 2. vinningur, gjafabréf að upphæð 2.500 kr. frá Pizza 67 og 2 stk. Jólalukkuskafmiðar: Ingibjörg Jónsdóttir, Faxabraut 32c, Keflavík. 3. vinningur, Nóa konfekt 1,5 kg. frá Kaskó og 2 stk. Jólalukkuskafmiðar: Emma Gísladóttir, Hjallavegur 1, Njarðvík. Vinninga má vitja á skrifstofu Víkurfrétta að Grundarvegi 23, Njarðvík, frá og með mánudeginum 26. janúar. Brimborg opnar í Reykjanesbæ Brimborg hefur ákveðið að fara að óskum bíleig- enda á Suðurnesjum um nýja °g betri þjónustu frá Brimborg. Nýtt húsnæði Brim- borgar er við Njarðarbraut 3, Reykjanesbæ. Suðurnesja- mönnum gefst nú kostur á því að nýta sér bestu kjörin í stór- markaði bílanna við húsgafl- inn. Brimborg fagnar nú mestu vinsældaraukningunni meðal bílaumboða en Brim- borg jók sölu sina mest meðal fimm stærstu bílaumboða á Is- landi eða um 93,4%, á síðasta ári. Með opnun Brimborgar í Reykjanesbæ er verið að bæta þjónustu við íbúa á Suðurnesj- um og vonast Brimborg til að eiga gott samstarf við Suður- nesjamenn i framtíðinni. Brim- borg er umboðsaðili fyrir, Citroen, Daihatsu, Ford og Lincoln og Volvo ásamt því að vera umboðsaðili fyrir öflug at- vinnutæki frá Volvo Truck, Vol- vo Penta, Volvo Bus og Volvo vinnuvélar. Brimborg er einnig stór innflutningsaðili á dekkj- um frá Pirelli og Nokian. Opið verður hjá Brimborg Reykjanesbæ alla virka daga frá kl. 10 til 18. Alla laugardaga frá kl. 12 til 16. Allar upplýsingar eru veittar í síma 422 7500. Einnig er hægt að fara á vefsíðu Brimborgar: www.brimborg.is >• VETUR KONUNGUR MINNIR Á SIG - ÞÓ STUTT SÉ! Handsömuðu illvígan snjódreka VF-MYND: HILMAR BRAGIBÁRDARSON míruríréttj ÁNETINUVORU FYRSTftR ÞESSAFRETT! Krakkarnir í 5. bekk C í Holtaskóla sáu eitthvað hreyfast í snjónum neðan við sundmiðstöðina í Keflavík í hádeginu á mánudag. Eftir að hafa kastað snjóboltum í fyrirbærið stukku börnin á það og héldu föstu. Þá kom í Ijós að þarna var snjódreki einn illvígur mjög. Hann var yfirbugaður fljótt og að lokum stillt upp fyrir myndatöku. Meðfylgjandi mynd er af snjódrekanum ógurlega og börnunum í 5. C ásamt kennara sínum. Getum bætt við í eftirtalin námskeið á vorönn 2004: Öll námskeiðin eru haldinn í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ. Félagsmenn í Félagi myndlistamanna fá 15% afslátt af uppgefnu verði. Lágmarksþátttaka á námskeið er 10 manns, að öðrum kosti fellur auglýst námskeið niður. Blönduð tækni 29. janúar til 13. maí, 14 vikur, fimmtudaga kl. 20:00 til 22:30. Kennari Hermann Árnason, alþýðulistamaður. Verð kr. 16.800,- Listsköpun og form - unnið með mósaeik 29. mars til 24. maí, 8 vikur, mánudaga kl. 20:00 til 22:30. Kennari Svana Daðadóttir, myndlistakennari. Verð kr. 15.000.- með efniskostnaði. Málun framhaldsnámskeið 24. mars til 26. maí, 10 vikna námskeið, miðvikudaga frá kl. 20:00 til 22:30. Kennari Þuríður Sigurðardóttir, myndlistamaður. Verð kr. 12.000.- Innritun fer fram frá 23. til og með 27. janúar hjá Hjördísi Árnadóttur eftir kl. 16:00 á daginn í síma 421 3389 og 862 5299. Myndlistaskóli Reykjaness. Lengi tekur sjórinn við! Það hefur oft verið sagt að lengi taki sjórinn við. Það átti sannarlega við um helgina. Þá var snjó ekið í bílförmum niður á Keflavíkurhöfn þar sem snjónum var síðan sturtað í sjóinn. Blái herinn hans Tomma Knúts hefur hingað til gert athugasemd við það að losað sé í sjóinn, en það er vart hægt að fá hreinna „rusl“ en nýfallinn snjó af bílastæðum bæjarins. VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON 18 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.