Víkurfréttir - 22.01.2004, Qupperneq 26
Atvinna
Aðstoðarleikskólastjóra vantar við
Leikskólann Sólborgu hið fyrsta, með
leikskólakennararéttindi í 100% stöðu.
Húsaleiga verður niðurgreidd, veittur verður
flutningsstyrkur.
Upplýsingar um starfið veitir leikskólastjóri í
síma 423 7620 eða í gegnum
netfang solborg@sandgerdi.is.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu
Sandgerðisbæjar Tjarnargötu 4, fýrir 5. febrúar
n.k. Einnig eru umsóknareyðublöð á netinu
www.sandgerdi.is.
Leikskólastjóri
SANDGERÐISBÆR
■ Bikarkeppni KKI
Kariar:
SNÆFELL-NJARÐVÍK 69-74
Njarðvíkingar voru ekki líklegir
til að tryggja sér áframhaldandi
þátttöku í keppninni framan af
leiknum í Stykkishólmi. Heima-
menn í Snæfelli leiddu allan leik-
inn allt þar til Njarðvíkingar
hrukku loks í gírinn undir lokin
og snéru stöðunni sér í hag.
Njarðvíkingar fóru þá að pressa
út um allan völl og taka áhættu í
leik sínum sem skilaði sér svo
sannarlega því bikarhetjan Guð-
mundur Jónsson skoraði tvær 3ja
stiga körfiir og Halldór Karlsson,
sem leikur sjaldnast betur en
undir pressu, bætti þeirri þriðju
við. Þegar Njarðvíkingar höfðu
stimplað sig svo rækilega inn í
leikinn var eins og heimamenn
misstu flugið og Njarðvíkingar
kláruðu þennan leik með því að
skora 19 stig gegn 4 á síðustu sjö
mínútum leiksins.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Eldri borgarar athugið!
pFEB
f/ FÉLAG ELDRIBORGARA
ÁSUÐURNESJUM
ÁÆSHÁTÍi
Árshátíð félagsins verður haldin í Stapa sunnudaginn 1. febrúar 2004 kl. 18.00.
Veislustjóri: Hjálmar Árnason alþingismaður.
Einsöngur: Bergþór Pálsson söngvari.
Gamanmál: Árni Tryggvason leikar.
Hrókur alls fagnaðar leikur fyrir dansi o.fl. Forsala aðgöngumiða
í Selinu frá miðvikudeginum 21. janúar kl. 13.00.
Vegna veitinganna þarf að kaupa eða panta
aðgöngumiða fyrir 28. janúar hjá eftirtöldum aðilum:
Selið - Jóhanna sími 421 6272 /861 2085
Hvammur sími 421 4322 • Vogar - Elsa sími 424 6533
Garður - Kristín sími 422 7091 • Grindavík - Bogi sími 426 8119
Sandgerði - Miðhús sími 423 7949
Miðaverð kr. 3000,-
Mætum vel og skemmtum okkur saman!
Nefndin.
Njarðvíkinga, var ánægður með
lok leiksins og hlakkar til að
mæta Keflvíkingum á ný í úrslit-
um, en eins og flestir vita hafði
Njarðvík betur gegn nágrönnum
sínum í úrslitum Hópbílabikars-
ins í nóvember síðastliðnum.
„Þetta var bara ströggl í gegn, en
svo fórum við að taka sénsa og
það gekk upp, sem betur fer.
Leikurinn gegn Keflavík verður
örugglega flottur, en við ætlum
okkur að taka þennan titil líka!“
Páll Kristinsson átti flnan leik
fyrir þá grænu og skoraði 18 stig
ásamt því að taka 12 fráköst. Þá
setti Brandon Woudstra 16 stig
og Brenton Birmingham 14.
Dondrell Whitmore var stiga-
hæstur Snæfellinga með 16 stig,
Lýður Vignisson skoraði 13 og
Hlynur Bæringsson skoraði 10
og tók 11 fráköst.
DRINDA VÍK-KEFLA VIK 97-107
Keflvíkingar lögðu Grindvíkinga
í Röstinni í Grindavík eftir
spennandi lokakafla og mikla
baráttu. Keflvíkingar höfðu for-
ystu lengst af, en í þriðja leik-
hluta komust heimamenn aftur
inn í leikinn og voru með fimm
stiga forskot fýrir síðasta flórð-
ung, 83-78. Darrel Lewis átti
stórleik í liði Grindvikinga, en
það sama var ekki uppi á
tengignum hjá flestum félögum
hans.
Keflvíkingar sýndu og sönnuðu
hversu breiðan mannskap þeir
hafa og má segja að það hafi
skipt sköpum undir lokin þegar
Keflvíkingar náðu undirtökunum
á nýjan leik. Gestirnir komu
feikilega sterkir inn á lokametr-
unurn, sérstaklega Nick Bradford
og Derrick Allen sem tryggðu
sigur Keflvíkinga með frækilegri
ffammistöðu.
Guðjón Skúlason hjá Keflavik
var hæstánægður með sigurinn
eins og gefur að skilja og sagði
leikinn hafa unnist undir köfunni
að þessu sinni. „Eg er bara í sjö-
unda hirnni. Þetta verður frábær
úrslitaleikur þar sem það er fátt
sem toppar leikina milli Kefla-
vikur og Njarðvíkur." Aðspurður
um hvort hann hafi orðið hrædd-
ur um að illa færi eftir að Grind-
víkingar náðu forystunni í leikn-
um sagðist hann hafa haft fulla
trú á sínum mönnum. „Við erum
með það góðan hóp að við áttum
nóg eftir í restina, auk þess sem
stóru mennirnir hjá okkur áttu
rnjög góðan leik og bættu fyrir
það hvað okkur gekk illa að hitta
íýrir utan“, en Keflvíkingar skor-
uðu einungis þijár 3ja stiga körf-
ur í öllum leiknum.
Nick Bradford skoraði 35 stig í
leiknum og landi hans Derrick
Allen gerði 33 þrátt íýrir að spila
nánast á öðrum fæti eftir að hafa
snúið sig á ökkla í upphafi seinni
hálfleiks. Þá átti fýrirliðinn
Gunnar Einarsson ágætan dag
þar sem hann skoraði 22 stig og
var að venju dijúgur í vöminni.
Darrel Lewis var allt í öllu hjá
Grindavík þar sem hann skoraði
40 stig, en Timothy Szatko skor-
aði 15 stig í sínum fýrsta og eina
leik fýrir Grindavík.
■ Konur:
KEFLAVÍK-ÍS 76-38
Keflavikurstúlkur tryggðu sér
sæti í úrslitum bikarkeppni KKI
með öruggum sigri á IS á sunnu-
daginn.
Eins og tölurnar gefa til kynna
var leikurinn í öruggum höndum
Keflavíkur, sem var á heimavelli,
og er óhætt að segja að Stúdínur
hafi aldrei átt möguleika í þessari
viðureign þrátt fýrir að þær hafi
sigrað í báðum deildarleikjum
liðanna í vetur. Heimaliðið byrj-
aði með látum og skoraði fýrstu
11 stig leiksins og kafsigldi gest-
ina. Staðan í leikhléi var 36-12
og seinni hálfleikur bauð upp á
sömu dagskrá. Ekkert gekk né
rak í sóknartilburðum IS þar sem
hættulegasti sóknarmaður þeirra,
Alda Leif Jónsdóttir, var tekin
kyrfilega úr umferð. Það skilaði
sér m.a. 1 því að þær hittu ein-
ungis úr um 20% skota sinna og
Keflavík vann, eins og fýrr sagði,
öruggan sigur og munu mæta
KR í úrslitaleiknum sem mun
fara fram 7. febrúar.
Stigahæst í Keflavíkurliðinu var
hin unga og bráðefnilega María
Ben Erlingsdóttir sem skoraði 16
stig þrátt fýrir að hafa einungis
leikið hálfan leikinn, en Erla Þor-
steinsdóttir kom henni næst með
14 stig.
Þrátt fýrir gæsluna sem hún var í
FANNAR OLAFSSON FINGURBROTINN
Fannar Ólafsson, miðherji Keflavíkur og landsliðsins í
körfuknattleik, varð fyrir því óláni að fingurbrotna í
leiknum gegn IR í síðustu viku. Hann brotnaði á þum-
alfingri hægri handar er leikmaður IR braut á honum á
lokasekúndum leiksins.
í samtali við Víkurfréttir sagði Fannar að líklega yrði hann frá í 4-
6 vikur, en slíkt kæmi endanlega í ljós á næstu dögum. „Þetta er
náttúrulega agalega svekkjandi. Fyrir utan allt annað er það tíma-
setningin sem er slæm. Ég missi ekki bara af Evrópukeppninni,
heldur missi ég líka af leikjunum gegn Njarðvík í deildinni og
bikamum.
Sport á netinu • vf.is
26
VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!