Víkurfréttir - 29.01.2004, Page 8
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 4210000 Fax 4210020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 4210007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 4210002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 4210004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 4210001,jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 4210008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttirehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
MUNDI
Þaðeru nú alltaf einhverjir
blaðamenn hérá blaðinu að
leggja mérorðímunn
ogaldrei ferégtil löggunnar!
Kallinn á kassanum
HetjurogHollywood
ÞEIR ERU HETJUR ungu mennirnir þrír sem
sigldu björgunarbáti út í ólgandi innsiglinguna í
Grindavík og björguðu þar tveimur mannslífum á
föstudaginn, þegar lítill netabátur beið lægri hlut
fyrir Ægisgreipum hafsins
þegar svo stutt var til hafh-
ar. Björgunarafrekið við
Grindavík er enn eitt dæmi
þess að við sem búum í
þessum byggðarlögum við
sjávarsíðuna eigum að
styðja vel við starfsemi
björgunar- og hjálparsveita.
Þrautþjálfaðir björgunar-
menn og konur og traustur tækjabúnaður þegar
mikið liggur við er stolt hvers bæjarfélags.
KALLINN HEFUR HEYRT menn bölsóttast yftr
bruðli í tækjabúnað björgunarsveita. Aðrir hneyksl-
ast svo á því hversu miklum fjármunum er varið í
flugelda um áramót. Fyrir þessa peninga eru
björgunarsveitir í stakk búnar að takast á við erfið
útköll. Það voru flugeldar sem borguðu björgunar-
bátinn sem notaður var við að bjarga mönnunum
tveimur við Grindavík. Kallinn heyrði það sagt í
kaldhæðni fyrir áramótin að það væri til lítils að
sparka fótbolta til fólks í neyð!
ÞAÐ BER AÐ FAGNA því sem greint var frá í
fréttum í vikunni að þyrlurekstri Landhelgis-
gæzlunnar hefur verið tryggt fjármagn til reksturs á
tveimur þyrlum. Alvarlegt slys um borð í grindvísku
fiskiskipi nú nýverið sýnir það og sannar að
Islendingar eiga að eiga öfluga þyrlubjörgunarsveit.
NÚ ER HOLLYWOOD skiltið komið upp við
Vogastapa! Glæsilegt skilti - en eins og Kallinn
skrifaði síðast; röng tímasetning.
REYNDAR ER KALLINN kominn með frábæra
hugmynd og fléttast uppsetning skiltisins og framtíð
hersins inn í þær hugmyndir. Þegar herinn verður
farinn er tilvalið að nota húseignimar á vellinum til
að koma þar upp kvikmyndaverum alveg eins og i
Hollywood.
ÞAÐ ER ÞEKKT að húsnæðið er til staðar, al-
þjóðaflugvöllur við hliðina og næg orka á Reykja-
nesinu.
BÆJARSTJÓRN REYKJANESBÆJAR ætti nú
strax að fara að undirbúa þetta, enda hefur sjálfur
Davíð Oddsson verið fremur svartsýnn á vem hers-
ins hér á Islandi. Bæjarstjóri ætti fljótlega að kanna
möguleika stóm kvikmyndaveranna í Ameriku á að
opna hér útibú, koma upp búnaði sem væri hægt að
nota til kvikmyndatöku í kvikmyndaverum.
Á VELLINUM er einnig mikið af íbúðarhúsnæði
sem nýst gæti leikurum, aðstandendum og þjón-
ustuaðilum kvikmyndaífamleiðslunnar sem þar færi
ffam.
KALLINN SÉR einnig fýrir sér að á vellinum gæti
risið nokkurskonar þróunarstöð kvikmyndaiðnaðar-
ins, samhliða kvikmyndavemm. Rakið tækifæri - er
það ekki?
KALLINN RAK UPP STÓR AUGU unr síðustu
helgi og yngdist allur upp þegar hann hitti gamla
vinkonu utan við eina af hárgreiðslustofum
bæjarins. Hárið var túberað og andlitið málað líkt
og í þá gömlu góðu. Hún sagði Kallinum að stefhan
væri verið tekin á Kaffitár á ball. Öðruvísi
opnunarhóf, en Kallinn var ekki þar.
ANNARS VILL KALLINN hrósa Steinbirni
Logasyni fyrir góða grein sem birtist í síðustu Vík-
urfféttum þar sem Steinbjöm gagnrýndi hækkanir
bæjarins á leikskólagjöldum.
OG MUNIÐ AÐ SENDA KALLINUM PÓST!
Kveðja, kallinn@vfJs
Aðgangur öryrkja að tómstunda- og
á vegum Reykjanesbæjar
félagsstarfi
✓
fundi þann 16. des. sl.
samþykkti bæjarstjórn
Reykjanesbæjar tiliögu
undirritaðs þess efnis að bæj-
arstjóra yrði falið, í samvinnu
við fjöiskyldu- og félagsþjón-
ustu og menningar,- íþrótta- og
tómstundaskrifstofu, að kanna
hvort hægt væri að heimila ör-
yrkjum að taka þátt í og nýta
sér ýmis tómstundatiiboö, sem
sveitarfélagið býður öldruðum
og fótluðum í dag. Ástæða til-
lögunar er sú að nokkuð mun
vera um öryrkja, sem hvorki
tilheyra eldri borgurum né
fötluðum, sem eru ekki í vinnu
en gætu og myndu vilja hafa
aðgang að því félagsstarfi sem í
boði er.
Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri
skili niðurstöðum könnunarinnar
í febrúar og vonandi verður hún
jákvæð og þar með hægt að
heimila öryrkjum aðgang að
ýmsum tómstundatilboðum á
vegum sveitarfélagsins.
Kœr kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins
stuttar
f r é t t i r
Fölsun á nafni
og netfangi og
ærumeiðingar
kærðartil lög-
reglunnarí
Keflavík
Víkurfréttir ehf. hafa
ákveðið að loka
spjallþráðum á vef
Víkurfrétta. Lokunin er
a.m.k. tímabundin á meðan
skoðað er með hvaða hætti
er hægt að koma í veg fyrir
misnotkun á spjallþráðun-
um. Þó nokkuð hefur borið
á rætnum þráðum og níði í
garð nafngreindra persóna
og það allt í skjóli nafn-
leyndar.
Það þjónar ekki hagsmunum
Víkurffétta að halda úti spjall-
þráðum sem þurfa 24 tíma
gæslu þar sem notendur koma
inn í skjóli nafnleyndar og
halda uppi árásum á nafn-
greint fólk. Víkurfréttir hafa
síðustu daga þurft að hafa
mörg inngrip í það sem er að
eiga sér stað á spjallinu. Um-
sjónarmenn vefsíðunnar hafa
lagt tfam óskir um að þátttak-
endur haldi sig á „mottunni"
en án árangurs. Þess vegna
þarf að gripa til þessarar að-
gerðar, að loka fýrir aðgang
að spjallinu. Meðal annars
hefur það gerst að menn hafa
notað nöfn og tölvupóstfong
annarra inni á spjallinu, þ.e.
þóst vera nafngreinar persón-
ur.
Lögreglan í Keflavík tók á
fostudag við kæru vegna mis-
notkunar á nafhi og netfangi á
spjallþráðum Víkurfrétta.
Einnig voru ærumeiðingar
kærðar. Með kærunni voru
lagðar fram útskriftir af
spjallþráðum Víkurfrétta,
ásamt gögnum sem gera lög-
reglu fært að láta rekja slóð
þess sem misnotaði nafhið og
póstfangið. Brotið sem var
ffamið varðar fangelsi allt að
einu ári.
> HEIMSREISUFARI KOMINN TIL LANDSINS LANGT Á UNDAN ÁÆTLUN
Astin togaði Magga heim úr heimsreisunni
VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
„Ætli ástin hafi ekki togað mig
heim til íslands?“ segir heims-
reisufarinn Magnús Ólafsson
sem kom til ísiands þann 18.
janúar og er farinn að vinna.
Magnús hefur ásamt Hemma
félaga sínum ferðast um heim-
inn frá því síðasta sumar og
hafa þeir skrifað pistla reglu-
lega inn á heimsreisusíðu Vík-
urfrétta. Hemmi er nú staddur
í Taílandi þar sem hann mun
dvelja á næstunni.
Víkurfréttir tóku hús á Magga
þar sem hann var nýkominn frá
Jakarta höfuðborg Indónesíu.
„Þetta var í raun ekki erfið
ákvörðun og ég tók hana í fullu
samráði við Hemma og það er
allt i góðu á milli okkar," segir
Maggi en þegar þeir félagar
dvöldu á eyjunni Ba!í kynntist
Maggi ungri stúlku. „Hún heitir
Julia og við kynntumst á
skemmtistað á Jóladag,“ segir
Maggi og bætir við að þeim hafi
litist vel hvort á annað frá fýrstu
sín. Maggi segir að ef hann hefði
ekki kynnst stúlkunni væri hann
sjálfsagt enn á ferðalagi með
Hemma. „Eins og ég segi var
Hemmi alveg sáttur við þessa
ákvörðun mína og leit á þetta
sem nýtt upphaf.“
Að sögn Magga er stefnan að
Julia komi til Islands eftir nokkra
mánuði. „Hún er bara spennt að
koma,“ sagði Maggi í samtali við
Víkurfréttir.
8
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!