Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Síða 12

Víkurfréttir - 29.01.2004, Síða 12
Fjölskylda okkar hefur stundað náttúru- lækningar í 4 kynslóðir. Pantanasimi 421 8858. Tólalukka 2003 te* 9003 *«* Eríu með ^Si^Í^íum? Minnum á að vinningar gilda út febrúar 2004 Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Hafnargötu 58 - sími 421 8858 Fyrirtæki í flugrekstri óskar að ráða starfs- mann í fraktafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið: Umsjón með frakt Sala og kynning á þjónustu fyrirtækisins Hæfniskröfur: Við leitum að vandvirkum starfsmanni með söluhæfileika og löngun og hæfileika til að veita góða þjónustu. Reynsla á framangreindu starfssviði er áskilin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 6-14 virka daga. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 5. febrúar nk. Númer starfs er 3615. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson Netfang: thorir@hagvangur.is d" HAGVANGUR Beitum aldargömlum kínverskum aðferðum við að halda niðri gigt. Ertu... með vöðvabólgu? ...með verki íöxlum eða baki? ...með stirða liði?... að reyna að hætta að reykja eða drekka áfengi? ...með siæma húð? ...oft þreyttur /þreytt? Þá getum við aðstoðað! Bátasafn Gríms Karlssonar fær gamla handfærarúllu að gjöf Ein fyrsta handfærarúlla sem smíðuð var á íslandi var gefin á Bátasafn Gríms Karlssonar í Duus hús- um, en það var Garðar Magn- ússon frá Höskuldarkoti í Njarðvík sem gaf rúlluna. Oddgeir Pétursson uppfinn- ingamaður úr Keflavík smíðaði rúlluna árið 1952 og var hann viðstaddur afhendinguna í bátasafni Gríms, en Oddgeir verður níræður í sumar. Það var Magnús Olafsson, faðir Garðars sem keypti ijórar hand- færarúllur af Oddgeiri árið 1952 en rúllurnar voru notaðar um borð í Gylfa GK-522 sem Magn- ús var útgerðarmaður að. „Ja, nú er ég hissa. Þetta er frum- gerðin. Þetta hélt ég að væri ekki til,“ sagði Oddgeir þegar hann sá rúlluna við afhendinguna. Að sögn Garðars og Oddgeirs gjör- breyttu þessar rúllur handfæra- veiðum á Islandi. „Aður en rúll- urnar komu þurfti maður að draga girnið inn á höndum og það lá flækt um allt dekksegir Garðar. Þegar Oddgeir er spurður að því hvernig honum hafi dottið í hug að smíða handfærarúlluna svarar á hógværan hátt. „Ja, öllum dett- ur nú allskyns vitleysa í hug.“ Lestrarerfíðleikar hjá fullorðnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum ásamt Verkalýðs- og sjómannafélagi Keilavíkur og nágrennis, Iðnsveinafélagi Suðurnesja, Verslunarmannafélagi Suðurnesja og Starfsmannafélagi Suðurncsja standa fyrir átaki í málcfnum fullorðinna með lestrar- og stafsetningarerfiðleika. Boðið verður upp á greiningu og ráðgjöf fyrir einstaklinga sem vilja ná betri tökum á því að lesa og stafsetja. Rann- veig G. Lund cr sérfræðingur á þessu sviði og mun hún annast þessa þjónustu fyrir Miðstöð si- menntunar á Suðurnesjum. Rannveig mun meta stöðuna einstaklingslega hjá þeim sem þess óska og tekur athugun og viðtal um 40 mínútur. Stuttu síðar á hún fund með hverjum og einum og gefur ráð út frá niðurstöðum. Einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með eftirfar- andi, eiga erindi í greininguna: ■ að lesa upphátt ■ að lesa hratt ■ að lesa langar bækur eða langar greinar í blaði ■ að halda athyglinni við lesefnið og muna það ■ að stafsetja Greiningin mun fara frarn 14. febrúar hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 421 7500. > REYKJANESBÆR Breytingar á gjaldskrá leik- skóla samþykktar í bæjarráði Bæjarráð Reykjanesbæj- ar samþykkti á fundi sínum í morgun breyt- ingar á gjaldskrá leikskóla sem taka gildi 1. febrúar n.k. Tíma- gjald vegna eins barns á leik- skóla verður áfram það sama eftir gjaldskrárhækkun um áramótin. Breytingarnar sem samþykktar voru í bæjarráði í morgun fela í sér eftirfarandi: 1. Systkinaafsláttur af tímagjaldi vegna annars bams verði 40% í stað 25% áður. 2. Afsláttur með þriðja systkini á leikskóla verði 75% í stað 50%. 3. Systkinaafsláttur gildir um barn í leikskóla ef systkini, 18 mánaða eða eldra, er í vistun hjá dagforeldri. 4. Gefinn er 25% afsláttur af tímagjaldi ef annað greiðandi foreldra er í fúllu námi. Atram er hægt að sækja um sér- stakan afslátt ef böm búa við fé- lagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður. Breytingar á systkinaafslætti þýða að gjald vegna annars bams foreldra fyrir 8 tíma vistun, með mat og hressingu, fer úr 21.800 í 18.680 Gjald fyrir þriðja barn fer úr 13.500 í 6.750 kr. Sé bam á leikskóla og 18 mán- aða eða eldra systkini hjá dag- móður, er veittur sami afsláttur og að ofan greinir. Sé annað foreldra í fullu námi er gjald vegna 1. bams, m.v. 8 tíma vistun og fullt fæði, 21.800 í stað 27.000 króna áður, en frá þessu var greint á vef Reykjanes- bæjar. 12 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.