Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Page 17

Víkurfréttir - 29.01.2004, Page 17
Texti: Jóhannes Kr. Kristjánsson IEK í GRINDAVÍK björgunarmenn, sem lagt geta mat á aðstæður og gengið óhik- að til verks. Um borð í slöngu- bátnum Hjalta Frey voru þrír kornungir menn, Björn Óskar Andrésson, Vilhjálmur Jóhann Lárusson og Hlynur Sæberg Helgason sem fæddir eru 1981 og 1982. En þótt þeir séu ungir hafa þeir reynt ýmislegt. Allir þrír hafa starfað með björgun- arsveitinni Þorbimi frá 14 ára aldri og tekið þátt í björgunar- aðgerðum. Þeir sögðu við Morgunblaðið að þessi björg- unaraðgerð hefði verið sú al- varlegasta. Það er ljóst að reynslan frá fyrri aðgerðum gerði þeim kleift að bregðast rétt við þegar þeir lentu í sinni erfiðustu raun og bjarga tveimur mannslífum. Þeir eru sannkallaðar hetjur,“ segir í leiðara Morgunblaðsins. „Þettavarengin spurning, við urðumaðfara" -segir Hlynur Sæberg Helgason sem stjórnaði slöngubátnum Hjalta Frey þegar skipverjunum af Sigurvin GK var bjargað. Hlynur hefur starfað með Þorbirni frá 14 ára aldri. „Ég byrjaði með unglingadeild Þor- bjamar sem heitir Hafbjörg og þegar ég var á 18 ári gekk ég til liðs við björgunarsveit- ina. Þetta er náttúrulega áhugamál og hugsjónastarf í leiðinni.“ Hlynur segir að allir hefðu gott af því að vera í svona starfi. „Sumir velja sér skáta- starf, íþróttir og sumir velja starf með björgunarsveitum sem ég gerði," segir Hlynur og þegar hann er spurður hvort það sé mikil vinna að starfa með björgunarsveit svarar hann. „ Það fer náttúrulega bara eftir því hvað menn hafa mikinn áhuga á að gefa þessu mikinn tíma.“ Þegar Hlynur og félagar hans náðu báðum skipbrotsmönn- unum lifandi um borð í Hjalta Frey voru þeir mjög þrekaðir og segist Hlynur hafa hugsað um atvikið eftir á. „Maður varð dálítið klökkur og fór að hugsa ef þeir hefðu ekki verið lifandi, hvemig hefði maður brugðist við þá?“ segir Hlynur en aðstæður á björgunarstaðn- um voru mjög erfiðar. „Við vorum á Hjalta Frey á eftir stóra bátnum, Oddi V Gísla- syni. En um leið og við sáum Heimi, þá var þetta ekki spuming - við urðum að fara.“ „Mér líður bara vel í dag og við erum allir mjög ánægðir með þetta,“ segir Hlynur og þegar hann er spurður hvort hann sé tilbúinn í næsta útkall er svarið laggott: „Maður er alltaf tilbúinn." GK hvolfdi utan við brimgarðinn í Grindavík sl. föstudag í viðtali við Víkurfréttir Rejmir Gunnar Hansson sem bjargaðist ismnt Svani Karli Friðjónssyni þegar bát þeirra hvolfdi utan við innsiglinguna í Grindavík um hádegi á föstudag. bátinn," segir Heimir en hann gerir sér ekki grein fyrir hvaða hugsanir flugu í gegnum höfuðið á þessum tíma. „Það virðist vera sem ég hafi neytt síðustu kraft- anna við að ná Kalla inn þegar hann hékk á lunningunni. Eg var búinn og bjóst ekkert við því að ég myndi hafa það af. Á vissu augnabliki hugsaði ég um hvort að einhver vissi urn okkur og hvort það væm bátar nálægir." Björgunarbátnum hvolfdi eftir nokkrar sekúndur Loks komust þeir um borð í björgunarbátinn en þeir héldust aðeins í nokkrar sekúndur um borð í bámum sem hvolfdi vegna brims. Heimir flæktist i kastlinu sem var um borð í bátnum og Svanur fór útbyrðis. „Eftir að bátnum hvolfdi fékk ég svaka- lega köfnunartilfinningu og fann ekki opið til að komast út. Þegar ég komst síðan út þá sá ég félaga minn í sjónum þar sem hann rak að landi. Á bátnum er rekhlíf þannig að ég var stopp í sjónum á timabili. Eg sá hann ekki og þá missti ég alla von,“ segir Heimir og bætir því við að hann hafi enga hugmynd um hve lengi hann var í sjónum. „Mér fannst það allavega eins og heil eilífð. Eg sá einu sinni blá ljós i fjör- unni og hugsaði með mér að fólk vissi allavega af okkur." Búinn á því Frá því að Heimir sá ljósin í fjör- unni leið nokkur timi þar til hann sá björgunarbát Þorbjarnar, Hjalta Frey en skipveijar á björg- unarbátnum sættu lagi til að komast að Heimi þar sem hann hékk flæktur utan á björgunar- bátnum úr Sigurvini GK. „Á þessum tímapunkti var ég orðinn það uppgefinn að ég hugsaði með mér að þeir gætu bara ekki bjargað mér því brimið var svo mikið. Var búinn að sætta mig við að ég myndi allavega ekki týnast því ég var flæktur í lín- unni. Eg var bara ekki ákveðnari en þetta - var bara gjörsamlega búinn á því.“ „Eg sá að þeir sættu lagi í eitt skiptið - komu milli brimskafla," segir Heimir en björgunarsveitar- mennimir þurftu að draga Heimi og bátinn á lygnan sjó því brimið var svo mikið. Þar var Heimir dreginn um borð. „Það eina sem ég hugsaði um á þessari landleið var um félaga minn. Þeir komu mér í land og fóm síðan út að ná í Kalla.“ Með harðsperrur í hverjum vöðva Þegar skipveijar Hjalti Freyr er á leiðinni út aftur eftir að hafa komið Heimi í land, sáu skipveij- ar á Oddi V og hafnsögubátnum Villa Svan þar sem hann var á reki við grjótgarðinn og gátu björgunarmenn á Hjalta Frey náð honum um borð og haldið með hann til hafnar. Bæði Heimir og Svanur voru mjög þrekaðir og kaldir. „Líkamlega var ég gjör- samlega búinn. Eg var alveg til- finningalaus fyrir neðan mitti. I dag er ég algerlega lurkum lam- inn og með harðsperrur í hverj- um einasta vöðva. Það ar alveg ljóst að adrenalínið hefur flætt í hvern einasta vöðva," segir Heimir og hann þakkar Björgun- arsveitinni Þorbimi og þeim sem tilkynnti slysið björgunina. „Strákarnir í björgunarsveitinni unnu algert björgunarafrek, það er alveg á hreinu. Eg þakka líka honum Sigga höfðingja, en hann tilkynnti um slysið," segir Heimir og þegar hann er spurður hvað sé næst á dagskrá hjá honum svarar hann: „Maður slakar á í nokkra daga í viðbót og síðan fer maður á sjóinn aftur.“ Áhafnir björgunarbátam VlKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDAGURINN 22.JANÚAR2004 117

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.