Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.2004, Side 18

Víkurfréttir - 29.01.2004, Side 18
stuttar f r é t t i r Kvenfélög þakka stuðning við jólasöfnun Stjórnir kvenfélaganna í Keflavík, Njarðvík, Garði, Sandgerði og Vogum vilja þakka öllum þeim sem veittu stuðning jólasöfnuninni sem félögin stóðu fyrir í desember s.l. Keyptur var vel útlátinn jóla- matur sem yfir 40 fjölskyldur nutu góðs af. Þetta var í fyrsta sinn sem jólasöfnun var framkvæmd með þessum hætti á Suðurnesjum og eru stjórnir félaganna sannfærðar um að þörf sé fyrir slíka að- stoð á svæðinu. Kvenfélagskonur eru þeirrar skoðunar að stofna þurfi grasrótarsamtök á Suðumesj- um svipuð Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík. Starfsvettvangur kvenfélag- anna er mikill og þessi viðbót þeim í raun ofviða. Kvenfélagskonur á Suður- nesjum vilja því hvetja til þess að stofnuð verði sérstök líkn- arsamtök á Suðumesjum sem sinni þessu málefni eingöngu. Formenn og varaformenn kvenfélaganna eru reiðubúnir að aðstoða við stofnun slíkra samtaka sé þess óskað. Með- fylgjandi mynd er tekin af kvenfélagskonum eftir góðan dag í Svarta pakkhúsinu, en þar fór vinnan við söfnunina ffam. Nýrstarfsmaður aðstoðar hælis- leitendur Iðunn I ngólfsdóttir hefur verið ráðin til að hafa umsjón með málefnum hælislcitcnda fyrir hönd Reykjanesbæjar en Reykja- nesbær hefur gert samning við Útlendingastofnun um að annast fólk er leitar hælis á íslandi sem flóttamenn á meðan mál þeirra eru til af- greiðslu hjá stjórnvöldum. Fjölskyldu- og félagsþjónusta mun hafa yfirumsjónsjón með málefnum hælisleitenda og mun nýr starfsmaður starfa náið með félagsmálastjóra og öðrum starfsmönnum FFR. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. desember 2004 með möguleika á fram- lengingu, segir á vef Reykja- nesbæjar. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Hólmfríðar Snorradóttur (Lillýar), Holtsgötu 1, Njarðvik. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkuröll. Sólbjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Sævar Magnússon, Hilmar Þór Hilmarsson, Guðjón Ingi Hilmarsson, Ingi Þór ogAron Smári Ólafssynir. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra erauðsýndu okkursamúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, afa okkar og langafa, Jóns Elíasar Ingibjartssonar, Faxabraut 13, Keflavik. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík. Helga Sigurlína Magnúsdóttir, Elín Ólöf Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Friðriks Björnssonar, Suðurgötu 22, Sandgerði. Sérstakar þakkir til handa starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og kærleik. Guð blessi ykkur öll. Þórhildur Sigurðardóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Gunnlaugur Sigmarsson, Sigurður Friðriksson, Sólrún Bragadóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir, Rúnar Þórarinsson, Jón Friðriksson, Alma Jónsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Marta Eiríksdóttir, Fanney Friðriksdóttir, Heiður Huld Friðriksdóttir, Eiður Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. LUMAR ÞÚ Á GÓÐRI FRÉTT? Fréttasíminn 898 2222 allan sólarhringinn! t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, Friðjón Þorleifsson, Einholti 9, Garði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 4. febrúar kl. 14. Þorleifur Már Friðjónsson, Guðfinnur Friðjónsson, Sigurður Friðjónsson, Guðmunda Friðjónsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Karen Ásta Friðjónsdóttir, Brynhildur Njálsdóttir, Lilja Bára Gruber, Ingibjörg Aradóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Guðmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn og Helga Gunnólfsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Óiafs Valgeirs Sverrissonar, Víðihlið, Grindavík, áður til heimilis að Sunnubraut 4, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindvík. Guðmundur Sv. Ólafsson, Arnþrúður S. Ólafsdóttir, EinarJón Ólafsson, JósefKr. Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Arnar Ólafsson. ValborgAnna Ólafsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir, Tryggvi Leósson, Hildur Guðmundsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Elías Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jenný Jónsdóttir, Vallarbraut 6, Ytri-Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn15.janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrirgóða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Halldór Hörður Arason, Stefán Halldórsson, Jón Rúnar Halldórsson, Signý Elíasdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Sigtryggur Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. 18 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.