Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 22
> METHAGNAÐUR SPARISJÓÐSINS í KEFLAVÍK
Hagnaður eftir skatta rúmar 600 milljónir kr.
Hagnaður Sparisjóðsins í
Keflavík fyrir árið 2003
nam 738,2 m.kr. króna
fyrir skatta samanborið við
140,7 m. kr. árið áður, en þetta
kemur fram í fréttatilkynningu
frá Sparisjóðnum. Hagnaður
eftir skatta nam 604,1 m. kr.
samanborið við 117,6 m. kr.
árið áður. Arðsemi eigin fjár
var 33,3‘/o.
Þessa hagnaðaraukningu milli
ára má að mestu rekja til gengis-
hagnaðar af annarri íjármála-
starfsemi. Aðalfundur Spari-
sjóðsins í Keflavík verður hald-
inn föstudaginn 12. mars n.k.
Stjórn sjóðsins leggur til að
greiddur verði 8,5% arður á upp-
reiknað stofnfé. Auk þess sem
nýttar verði heimildir laga um
endurmat og viðbótarendurmat
þannig að nafiiávöxtun stofhfjár
verði 19,17%.
Helstu niðurstöður úr
rekstriogefnahag
* Hagnaður Sparisjóðsins í
Keflavík árið 2003 nam 738,2
m.kr. króna fyrir skatta saman-
borið við 140,7 m. kr. árið 2002.
* Hagnaður eftir skatta nam
604,1 m. kr. samanborið við
117,6 m.kr.árið 2002.
* Arðsemi eigin fjár var 33,3%.
* Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu
1.819,5 m.kr. en það er 1,4%
hækkun frá árinu 2002.
* Vaxtagjöld hækkuðu einnig,
eða um 3,3% og námu 1.074,9
m.kr. árið 2003
* Hreinar vaxtatekjur námu því
744,6 m.kr. samanborið við
754,4 m.kr. árið 2002 sem er
lækkun um 1,3%.
* Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxta-
tekjur í hlutfalli af meðalstöðu
ljármagns var 3,77% árið 2003
en 3,83% árið 2002.
* Aðrar rekstrartekjur jukust um
811 m. kr. og voru 1.089 m.kr.
árið 2003.
* Önnur rekstrargjöld námu alls
805,7 m.kr. og jukust um 7,1%
frá árinu áður. Laun og launa-
tengd gjöld jukust um 11% og
þar af voru bein laun 7,06%.
Annar almennur rekstrarkostnað-
ur jókst um 4,6%. Rekstrarkostn-
aður sem hlutfall af niðurstöðu
efhahagsreiknings var 4% sem er
það sama og árið 2002.
* Kostnaðarhlutfall árið 2003 var
43,9% á móti 72,9% árið 2002.
Hagnaðureftirskatta
nam 604,1 m. kr. saman-
borið við 117,6 m. kr. árið
áður. Arðsemi eigin ffjár var
33,3%. Þessa hagnaðar-
aukningu miili ára má að
mestu rekja til gengishagn-
aðar af annarri fjármála-
starfsemi.
* Framlag í afskriftareikning út-
lána var 290 m.kr. en var 138,9
m.kr. árið 2002. Sem hlutfall af
niðurstöðu efnahagsreiknings var
framlagið 1,45% en var 0,73%
árið 2002.
* Afskriflareikningur útlána nam
í árslok 2,04% af útlánum en var
l, 82% árið áður.
* Heildarinnlán í Sparisjóðnum
ásamt lántöku námu í lok árins
2003 15.599 m.kr. og er aukning-
in 8,6% á milli ára.
* Útlán Sparisjóðsins ásamt
markaðsskuldabréfum námu
16.451,2 m.kr. í lok ársins 2003
og höfðu aukist um 563,9 m.kr.
eða um 3,5%.
* I lok ársins var niðurstöðutala
efhahagsreiknings 19.992,8 m.kr.
og hafði hún hækkað um 1.082
m. kr. eða 5,7%. Eigið fé Spari-
sjóðsins í lok ársins 2003 nam
2.358,8 m.kr. og hefur eigið fé
aukist um 545,6 m.kr. eða
30,1%. Eiginfjárhlutfall Spari-
sjóðsins samkvæmt CAD-regl-
um er 14,95% en var 10,54% á
sama tíma árið áður.
* Áætlanir fyrir árið 2004 gera
ekki ráð fyrir eins góðri afkomu
og árið 2003 og skýrist það eink-
um af þeim gengishagnaði sem
varð af annarri fjármálastarfsemi
árið 2003.
* í lok árins 2003 var stofnfé 600
milljónir og voru stofhfjáraðilar
560 talsins.
* Við gerð þessa ársreiknings er í
meginatriðum fylgt sömu reikn-
ingsskilaaðferðum og árið áður.
Sparisjóðurinn í Keflavík var
stofnaður 1907 og hefur því
þjónað Suðumesjamönnum í 96
ár. Sparisjóðurinn rekur fimm af-
greiðslur sem starfræktar eru i
Keflavík, Njarðvík, Garði,
Grindavík og Vogum. Höfuð-
stöðvar Sparisjóðsins eru í Kefla-
vík og þar er Viðskiptastofa
SPKEF einnig til húsa. Starfs-
menn Sparisjóðsins eru um 73
talsins og bjóða þeir víðtæka fjár-
málaþjónustu fyrir viðskiptavini
á öllum aldri.
Árgangiir 1980 í Keflavíl<.
Fermingarafmæli verður haldið 13. mars nk.
Nánari upplýsingar síðar.
Kveðja, stjómin.
> BJÖRGUNARSVEITIN SUÐURNES
Björgunarsveitin Suður-
nes fékk fyrir helgina
afhentan nýjan björg-
unarbát. Báturinn, harðbotna
slöngubátur upp á 6,5 metra
að lengd, er keyptur notaður
frá konunglega breska björg-
unarvélaginu, RNLI. Báturinn
hefur reynst breska félaginu
vel en báturinn er sérstaklega
hannaður til björgunaraðgerða
við erfiðar aðstæður.
Björgunarbáturinn verður búinn
tveimur vélum og verður því
mjög öruggur við björgunarað-
gerðir. Hann leysir af hólmi mun
minni bát. Báturinn er keyptur án
véla en þegar hann hefur verið
standsettur verður kostnaður við
hann kominn hátt í þijár milljónir
króna, að sögn Gunnars Stefáns-
sonar, formanns Björgunarsveit-
arinnar Suðurnes. Báturinn er
fjármagnaður með tekjum af
flugeldasölu og með styrkjum
velunnara sveitarinnar.
Það eru Eimskip sem standa
straum af kostnaði við flutning á
björgunarbátnum til Reykjanes-
bæjar. Eimskip keyptu á síðasta
ári Skipaafgreiðslu Suðurnesja
og að sögn Jóns Norðfjörð ffam-
kvæmdastjóra er ætlunin hjá
Eimskip að efla starfsemi sína á
Suðumesjum á þessu ári. Senn
byrja Eimskip flutninga fyrir
Vamarliðið og verður Helguvík-
urhöfh viðkomustaður skipa fé-
lagsins. Þá er Björgunarsveitin
Suðurnes 10 ára á árinu og því
var ákveðið að flytja björgunar-
bátinn frá Bretlandi án endur-
gjalds.
22
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!