Víkurfréttir - 29.01.2004, Blaðsíða 26
Alþjóðlegt knattspyrnumót
í Reykjanesbæ á laugardag
Um helgina má segja að blað verði brotið í
fótboltasögu íslands þegar Iceland Ex-
press-mótið í knattspyrnu fer fram. Þetta
verður í fyrsta skipti sem aiþjóðiegt mót er hald-
ið hér á landi á þessum árstíma, en leikimir fara
fram í EgilshöII á föstudaginn og í Reykjanes-
höilinni á laugardag.
Þau lið sem taka þar þátt eru sænska úrvalsdeildar-
liðið Örgryte IS, íslandsmeistarar KR og bikar-
meistarar ÍA ásamt Keflvíkingum, en knattspymu-
deild Keflavíkur hefur haft veg og vanda af fram-
kvæmd og skipulagningu mótsins. Samstarfsaðilar
þeirra eru Iceland Express, Radisson hótelakeðjan
og ferðaskrifstofan Iceland Excursions/Allrahanda.
Mikill spenningur er í kringum mótið hjá öllum
sem koma að því og eru væntingar manna miklar.
Umdeild atvik í bikar-
leik KR og Keflavíkur
2002. Hvað er Kristján
markvörðuraðgerafe
Dómarinn dæmiiiekld
neitt!! Um helgina
ÞIÁLFARARNIR
SPENNTIR
jálfarar íslensku lið-
anna þriggja eru sam-
mála um að þetta sé
einstakt tækifæri til að
spreyta sig gegn svo sterku
liði auk þess sem gott er að
mæla sig út við önnur sterk
lið hér á landi. „Svo er nátt-
úrulega frábært að hafa
tækifæri í janúar til að spila
svona mót“, segir Willum
Þór Þórsson, þjálfari KR,
„þannig að við erum fyrr á
ferðinni með að koma mönn-
um í leikæfingu fyrir sumar-
ið, en það er það sem hefur
vantað í boltann hér heima.“
Auk þess minnist Ólafur
Þórðarson, kollegi Willums
hjá ÍA, á að þetta sé góð
reynsla fyrir yngri leikmenn
sem gæti skilað sér síðar á
þeirra ferli.
Annars segjast þeir allir ætla
að nota mótið til að prófa nýja
hluti þótt þeir leggi að sjálf-
sögðu upp í alla leiki til að
vinna þá. Milan Stefán
Jankovic hjá Keflavík fyrir-
hugar að gera ýmsar tilraunir
með sitt lið, m.a. að leyfa Stef-
áni Gíslasyni að spreyta sig
sem miðvörður, ásamt því að
leyfa þýska markmanninum
Lutz Pfannenstiel, sem er til
reynslu hjá þeim, að spreyta
sig. „Svo ætlum við að prófa
ýmislegt annað, en við ætlum
bæði að reyna að vinna og læra
eitthvað af leikjunum í leið-
inni.“ Þeir leggja allir áherslu á
að áhorfendur láti sjá sig og
styðji við bakið á sínum
mönnum og þessu góða íram-
taki í heild sinni.
Örgryte
Margir knattspymuáhugamenn
kannast við naínið Örgryte og
tengja það einkum við þá ís-
lendinga sem þar hafa gert
garðinn frægan. Þar nægir að
nefna Rúnar Kristinsson sem
var einn af máttarstólpum liðs-
ins á meðan það var að fóta sig
í úrvalsdeildinni um miðjan
síðasta áratug og Brynjar
Bjöm Gunnarsson sem var á
mála hjá liðinu árið 1999. Þá
hefur Atli Þórarinsson leikið
með liðinu síðan árið 2000 auk
þess sem Jóhann B. Guð-
mundsson er um þessar mund-
ir á reynslu hjá félaginu og
mun spila með liðinu á Iceland
Express-mótinu.
Færri vita þó að Örgryte er eitt
af elstu og fomfrægustu knatt-
spymufélögum Svíþjóðar. Það
var stofnað 1887 af ungum
mönnum sem skautafélag en
nokkrum árum siðar, 1891
nánar tiltekið, hófu félags-
menn að leika knattspyrnu
fyrstir allra sænskra félaga
með Iiðsinni nokkurra Skota
sem kenndu þeim íþróttina.
1896 fór fyrsta Svíþjóðar-
meistaramótið fram og hafði
Örgryte þar sigur. Liðið vann
titilinn í tíu af fyrstu þrettán ár-
unum sem keppt var og hefur
alls unnið til 14 Svíþjóðar-
meistaratitla og einn bikar-
meistaratitil. Flestir titlanna
unnust að vísu á árunum í
kringum aldamótin 1900, þeg-
ar lítið var um samkeppni, en
síðasti bikarinn sem Örgryte
hampaði var bikarmeistaratit-
illinn árið 2000.
Iceland Express-mótið er með
merkilegri framtökum sem
hafa komið fram í íslenskri
knattspymu og ber framþróun í
aðstöðu knattspyrnuiðkenda,
sérstaklega tilkomu og fjölgun
fótboltavalla innanhúss, fagurt
vitni. Vonandi verður þetta mót
einungis forsmekkurinn að því
sem koma skal, þannig að ís-
lenskir fótboltaunnendur munu
fá að sjá sín lið takast á við
sterk félög víðs vegar að úr
heiminum.
SIGURÐUR BJORGVINSSON KNATTSPYRNUKAPPI
Lék með Örgryte 1980
Ameðal hinna mörgu íslendinga sem hafa
Ieikið með Örgryte er Sigurður Björgvins-
son. Sigurður hóf sinn feril með Keflavík
og hefur leikið 214 leiki fyrir iiðið í efstu deild,
eða fleiri en nokkur annar, og Iék einnig með KR
á árunum 1989-91.
Hann hélt ungur til Sví-
þjóðar til að prófa sig
áfram í atvinnumennsku,
en á þeim tíma var fyrst
orðið vart við að íslenskir
knattspyrnumenn færu
utan í atvinnumennskuna
í stórum stíl, þrátt fyrir að
stöku Frónbúar gerðu það
gott á sparkvöllum víðs
vegar um álfuna. Sigurð-
ur snéri svo aftur til ís-
lands ári síðar, reynslunni
ríkari og kláraði langan og farsælan feril, þar sem
hann lék m.a. þrjá A-landsleiki, á heimaslóðum.
Hann tók við starfi þjálfara meistaraflokks Kefla-
víkur árið 1997 og sinnti því starfi í þijú ár, en hefur
nú hætt öllum formlegum afskiptum af fótbolta og
rekur íþróttavöruverslunina K-sport við Hafnargötu
í Keflavík.
Hvenœr gekkstu til liðs við Örgryte og hvernig
kom það til?
Ég spilaði með liðinu árið 1980. Á þeim tíma komu
Svíamir hingað til að fylgjast með leikmönnum og
við fórum út til reynslu, ég og Öm Óskarsson frá
IBV Þeir buðu okloir svo samning til tveggja ára, en
uppsegjanlegan. Ég lenti í smávægilegum meiðsl-
um og var líka mjög ungur þegar ég var þarna,
þannig að ég var bara í eitt ár. Ég lenti í meiðslun-
um á miðju tímabili, en fram að því hafði mér geng-
ið mjög vel og var fastamaður ffaman af móti og
var, að mig minnir, með í fýrstu tólf leikjunum en
var í raun meiddur það sem eftir var. Ég fór til
Keflavíkur aftur ‘81 en Öm hélt áfram þama úti og
spilaði með þeim í tvö ár i viðbót og gekk mjög vel.
En þetta var alveg rosalega góður klúbbur, og einn
af þeim virtustu í Svíþjóð. Þetta ár vann liðið fyrstu
deildina eftir mikla dramatík og við unnum okkur
upp í úrvalsdeild. Þetta var rosa gaman, en það vom
samt svolítið viðbrigði að vera einn og Gautaborg er
stór borg og miklar vegalengdir. Þess vegna ráð-
lagði ég Jóa [B. Guðmundssyni] að vera ekki í út-
hverfi eins og ég var í, þannig að ég var í 40 mínút-
ur að keyra á æfingar. Þetta er svipað og þegar ég
var hjá KR á sínum tíma, en ég var bara í 35 mínút-
ur að keyra þangað!
Telurþú að islensk félagslið hafi fœrst nœrfélög-
unum á Norðurlöndum á síðustu árum?
Ég veit ekki hvað skal segja... en ég myndi segja að
það hefði ffekar orðið stöðnun hérna. Við höfum
verið að missa allt of mikið af mönnum til Noregs.
Kannski ekki bestu leikmennina, en af svona skárri
leikmönnum em alltof margir úti í Noregi, og ég
held að deildin sé slakari en hún var fyrir nokkrum
árum. En ég held að ef þessir strókar séu að skila sér
heim og við erum ekki að missa þá fyrir einhverja
tíkalla til útlanda, þá gæti deildin náð sér aftur á
strik.
Hvað jinnst þér um framtak eins og Iceland Ex-
press-mótið?
Mér finnst það alveg ffábært. Þetta gerðist kannski
fyrir svona 30 ámm að erlend lið vom að koma til
landsins til að spila í keppnum, en mér finnst þetta
bara meiriháttar að fá liðin hingað til lands á þess-
um árstíma og ég hlakka mikið til. Svona fjögurra
liða mót eru algeng úti, en það er gaman að fá
svona hingað og, eins og ég segi, finnst mér þetta
bara ffábært.
26
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!