Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2005, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 08.12.2005, Blaðsíða 2
mjmimar fríMir Árið 2004 Niðurstaða bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði í upphaflegri áætlun: -75 milljónir Raunveruleg niðurstaða skv. árs- reikningi: -510 milljónir Mismunur: -435 milljónir Árið 2005 Niðurstaða bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði í upphaflegri áætlun: -143 milljónir Raunveruleg niðurstaða (liggur fyrir í maí 2006): Mismunur (liggur fyrir maí 2006): Vinnubrögð við fjárhagsáætlunargerð Vinnubrögð við fjárhagsáætlunargerðina í ár lýsa valdhroka og yfirlætishætti meirihlutans. Minni- hlutinn hefur aldrei fengið að sjá gögn frá for- stöðumönnum stofnana og framJevæmdastjórum sviða. Samt er ætlast til að menn geti tekið afstöðu til þeirra. Þau hafa ekki einu sinni verið lögð fram í bæjarráði. (Bókun Kjartans er stytt, hægt er að sjá hana í fullri lengd á www.vf.isj Lonmgardagvr I X ? ö. des&fnb&r Húsið opnar kl. 22:00 með fordrykk og partýið stendur fram undir morgun. Miðaverð kr. 1500,- en miðar fást í forsölu í Mangó á kr. 1000,- 2L ue^HeWM rfín h Dj Stjáni og Dj Johnny þeyta skífum saman á sviðinu Fn!lt nffivæntnm ijnn^nmnm -f traffic SPORTBAR Patrol enn ófundinn Nissan Patrol bifreið- inni YU-646 var stolið frá Lyngmóa í Njarðvík þann 3. nóvem- ber síðastliðinn og hefur ekki fundist þrátt fyrir að- stoð fjölmiðla og víðtæka eftirgrennslan lögreglu. Bifreiðin er auðþekkjanleg sökum stærðar, en hún er upphækkuð, rauð að lit og á 38 tommu hjólbörðum með spil í fr amhöggvara. Þeir sem kynnu að hafa upp- lýsingar um bifreiðina eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita í síma 112 eða 420 2400. mmsrnm snLnRHimnsMHT 8982222 Aukinn rekstrarafgangur Bókun Guðbrandar Einars- sonar, Samfylkingu: Fasteignaskattar eldri borgara Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að miða afslætti af fasteignagjöldum elli- og örorku- lífeyrisþega við tekjur. Miða skal afsláttarkjör við tekjuskattsstofn liðins árs að viðbættum fjármagnstekjum. Viðmiðunarfjárhæðir skulu vera í samræmi við viðmiðunarfjár- hæðir í nærliggjandi sveitarfélög- unum. Breytingin taki gildi 1. janúar 2006. - segir meirihluti Sjálfstæðisflokks. Minnihlutaflokkarnir tala um blekkingar og bókhaldsleikfimi Bókun Kjartans Más Kjartanssonar, Framsóknarflokki: Lítið að marka áætlanir meirihlutans Kjartan Már Kjartansson segir í bókun sinni við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2006: „Hún ber þess merki að sveitarstjórnakosningar fara fram næsta vor. Skattalækkanir, auknar niðurgreiðslur og aðrar aðgerðir, sem líklegar eru til þess að falla í góðan jarðveg hjá kjósendum, eru settar fram þrátt fyrir að sveitarfélagið sé nú þegar á meðal skuldugustu sveitarfélaga landsins og í mjög slæmri stöðu fjárhagslega samanborið við önnur sveitarfélög af svipaðri stærð. Reynsla undanfarinna 3 ára hefur sýnt að lítið er að marka fjárhagsáætlanir meirihlutans. Niður- staðan hefur iðulega orðið mun verri en upphaf- leg áætlun gerði ráð fyrir eins og dæmin hér fyrir neðan sýna: Árið 2003 Niðurstaða bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði í upphaflegri áætlun: -3 milljónir Raunveruleg niðurstaða skv. árs- reikningi: -950 milljónir Mismunur: -947 milljónir Árið 2006 Niðurstaða bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði í upphaflegri áætlun: -126 milljónir Raunveruleg niðurstaða (liggur fyrir í maí 2007): ?? Mismunur (liggur fyrir í maí 2007). Blekkingar og bókhaldsleikfimi Nokkur umræða hefur verið um hvernig fara skuli með skuldbindingar vegna húsaleigusamninga í ársreikningum bæjarins. Meirihlutinn hefur ekki viljað líta svo á að þær beri að færa sem skuldir en undirritaður hefur sýnt fram á að þessar skuld- bindingar eru í raun fjármögnunarsamningar sem fara skal með sem skuldir og eignir í efnahags- reikningi skv. reiknisskilareglum. Á fundi bæjar- stjórnar þ. 16. nóv. sl. var þetta mál rætt. I þeirrar umræðu sagði bæjarstjóri þó að kannski væri rétt að skoða málið einu sinni enn svo það virtist eitt- hvað aðeins vera rofa til. Sú skoðun á þó enn eftir að fara fram. bætist á álagningarskrá og að fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækki um 15% á árinu. Lægri álögur Samkvæmt áætluninni verður hækkun fasteignamats á íbúðarhúsnæði mætt með samsvarandi lækkun álagning- arprósentu. Lagt er til að álagn- ingarprósenta fasteignagjalda á íbúðir verði lækkuð úr 0,36% af fasteignamati í 0,31% til þess að mæta mikilli hækkun á fast- eignamati íbúðarhúsnæðis. Þá er lagt til að afsláttur á fasteigna- gjöldum elli- og örorkulífeyris- þega verði hækkaður um 20%. Gert er ráð fýrir að veittur verði 25% afsláttur á lóðaleigu til þeirra sem greiða 2% af lóðamati. Þannig er dregið úr mismun sem verið hefur á milli þeirra sem greiða lóðarleigu sem hlutfall af fasteignamati lóðar og þeirra sem greiða samkvæmt hlut- falli af verkamannakaupi. Útsvarshlutfall verður óbreytt 12,7% og engin hækkun verður á helstu gjaldskrárliðum s.s. fýrir leikskóla, frístundaskóla, skólamáltíðir og sund. Áfram verður frítt í strætó. Gjald í tónlistarnám hækkar um 4% og 10% hækkun verður á ársgjaldi vegna sorphirðu og sorpeyðingar á Suðurnesjum. Það að útsvarshlutfalli er haldið undir meðalútsvari og helstu gj aldskrárliðir óbreyttir frá fyrra ári er mikilvægt framlag til að styðja fjölskyldur í Reykjanesbæ en jafnframt er það viðleitni fimmta. stærsta sveitarfélags á íslandi til stuðla að auknum stöðugleika í efnahagsmálum. Miklar umræður urðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2006 á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Meirihlutinn státaði sig af rekstrarafgangi en fulltrúar minnihlutans voru á öndverðum meiði og Kjartan Már Kjartansson, Framsóknarflokki sagði greinilegt að kosningar væru ívor. I frétt frá meirihluta Sjálfstæðisflokksins kemur fram að afgangur af rekstri nemur 200 mkr. samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2006. Heildartekjur nema tæpum 4.5 milljörðum sem er 7% hækkun frá útkomuspá yfirstandandi árs. Tekjur samstæðu eru áætl- aðar tæpir 4.9 milljarðar. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs er áætlaður 10,1 mkr sem er svipuð niðurstaða og útkomu- spá yfirstandandi árs gerir ráð fýrir. Veltufé frá rekstri er áætlað 206 mkr. fýrir samstæðu og 129 mkr. fýrir bæjarsjóð. Þetta er umtalsvert betri niðurstaða en útkomuspá yfirstandandi árs gerir ráð fýrir. Langtíma- skuldir bæjarsjóðs lækka um 346 mkr. og skuldir pr. íbúa lækka úr 432 mkr. í 419 mkr. Fjölgun íbúa íbúafjöldi í Reykjanesbæ stóð nánast í stað á árunum 2001 til 2004 en nú er svo komið að íbúafjölgun í Reykjanesbæ er langt yfir landsmeðaltali. Áætlað er að íbúum fjölgi um 500 á næsta ári sem er álíka hlut- fallshækkun og á yfirstandandi ári. Spár gera ráð fýrir að íbúar verði tólf þúsund snemma árs 2007. Áætlað er að 240 íbúðir Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar2006-fyrri umræða: 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.