Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.12.2005, Blaðsíða 20
 VÍKURFRÉTTIR SPORT DAGLEGT SPORT A NETINU WWW. Arnar Freyr Jónsson og félagar hans I Keflavíkurliöinu mæta portúgalska liðinu CAB Madeira í 16-liða úrslitum áskorendabikars Evrópu i kvöld. Liðin hafa mæst í sömu keppni síðustu 2 ár og hafa Keflvíkingar unnið heimaleiki sína bæði árin. Nú eru Madeira-menn með mun sterkara lið en áður þannig að stuðningur áhorfenda skiptir lykilmáli. Leikurinn hefst kl. 20.30 og eru allir hvattir til að mæta og styðja Keflvíkinga til dáða. . T JVesprýði Digranesi Meistarflokkur kvenna Laugardaginn. 10.des. 2005 kl. 14.00 Keflavík - Haukar vr» Tæ 16 liða úrlsit íþróttahúsið við Sunnubraut Sunnudaginn 11. des. 2005 kl. 19.15 Keflavík - Fjölnir JVesprýði Langbestt^þ Suðurnesjasigrar í síðustu viku Suðumesjaliðin sigruðu öll sínar viðureignir fimmtudag- inn 1. desember s.l í Iceland Express deild karla. Keflavík sigraði Þór frá Akureyri í Sláturhúsinu, 83-61, og gerði A.J. Moye 30 stig í leiknum. Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með botnliðið á Egilsstöðum en lokatölur leiksins voru 66-102 Njarðvík í vil þar sem Jóhann Ólafsson gerði 26 stig fyrir þá grænu. Grindvíkingar lögðu Fjölni 98-83 í Röstinni þar sem hinn eldsnöggi Jeremiali Johnson gerði 36 stig. Hlaut bions á NMU Sundkonan Helena Ósk ívarsdóttir vann til brons- verðlauna í 200m bringu- sundi á Norðurlandameistara- móti unglinga sem fram fór í Laugardalslaug um síðastliðna helgi. Guðni Emilsson náði einnig góðum árangri í 200m bringu- sundi þegar hann hafnaði í 4. sæti aðeins 5/100 frá verðlauna- sæti. Sundmenn ÍRB, Marín Hrund Jónsdóttir, Guðni Emils- son, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Helena Ósk Ivarsdóttir stóðu sig vel á mótinu og voru að synda við sína bestu tíma eða að bæta sig. íslenska landsliðið vann til þrennra verðlauna á mótinu og ein af þeim féllu í skaut sund- manns ÍRB. Líkt og undanfarin ár hafa sundmenn ÍRB ávallt verið fremst í flokki í baráttu um verðlaun á þessu móti. FIBfl ....... % Evrópukeppnin íþróttahúsið við Sunnubraut Fimmtudaginn 8. des. 2005 kl. 20.30 Keflavík - CAB Madeira LanebestSí^i molar Haraldur til Metalurg? Úkra ínska knattspyrnu- liðið Metalurg Donetsk hefur óskað eftir því að fá Harald Frey Guðmundsson til æf- inga hjá félaginu og herma fréttir að félagið sé þegar búið að bjóða ótilgreinda fjárhæð í Harald. Umboðs- maður Haralds, Guðlaugur Tómasson, hefur staðfest að Haraldur sé áhugasamur um að skoða aðstæður hjá Metalurg en hann er samn- ingsbundinn norska liðinu Aalesund næstu tvö árin. Sex frá Suðurnesjum í æfingahóp U16 Sex knattspyrnumenn af Suðurnesjum hafa verið valdir til þess að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U 16 ára landslið karla en þær fara fram um næstkomandi helgi, 10. og 11. desember. Þjálfari U 16 ára landsliðsins er Freyr Sverrisson, þeir leik- menn ffá Suðurnesjum sem valdir voru í þennan tæplega 40 manna æfingahóp eru: Viktor B. Brynjarsson Grindavík, Ingimar Ómars- son, Keflavík, Haukur Örn Harðarson og Kristjón Freyr Hjaltested Njarðvík, Hannes Kristinsson, Reyni og Viktor Gíslason frá Víði. íslandsmeistarar inn- anhúss Keflvíkingar urðu íslands- meistarar í innanhúsknatt- spyrnu karla um helgina eftir 1-0 sigur gegn KR í úrslitaleik mótsins. Hörður Sveinsson gerði eina mark leiksins með hælspyrnu. Kvennalið Keflavíkur komst í undanúrslit innanhús- mótsins en laut þar í lægra haldi gegn Breiðablik, 2-1, en Blikakonur héldu síðan áfram og tóku titilinn. Reynir tapaði stórt Reynismenn töpuðu stórt gegn Þór Þorlákshöfn í 1. deild karla í körfuknatt- leik s.l. föstudag þegar liðin mættust í Þorlákshöfn. Loka- tölur leiksins voru 99-53 Þórsurum í vil sem trjóna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Sigurður Gunnars- son gerði 16 stig fyrir Reyni en fyrrum leikmaður Kefla- víkur og Njarðvíkur, Svein- björn Skúlason, gerði 5 stig fyrir Þór. 20 VlKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.