Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2005, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 08.12.2005, Blaðsíða 21
F.IS/SPORT Kastaði stól inn á völlinn Haukar sigruðu Grinda- vík í Iceland Ex- press deild kvenna í körfuknattleik á sunnudag, 83-72, en þjálfari Hauka, Ágúst Björgvinsson, var rekinn út úr húsi. Varð Ágúst æfur þegar um 5 mínútur voru til leiksloka og svo fór að dómarar leiksins ráku hann út, við það kastaði hann stól, aftur fyrir sig, inn á leikvöllinn og hafnaði hann í einum leikmanni Grindavíkur. Leikmanninum varð ekki meint af en hlaut þó smávægilegan áverka, hegðun af þessu tagi á ekkert skylt við íþróttir og er ekki til eftirbreytni. „Það er hlutverk dómaranna að kæra atvikið og við munum styðja dómarana í því máli,” sagði Unn- dór Sigurðsson, þjálfari Grinda- víkur, um atvikið. Ágúst var í framhaldinu dæmdur í tveggja leikja bann. Varðandi leikinn sjálfan sagði Unndór að einbeitningarleysi hefði verið sökin. Jerica Watson gerði 30 stig fyrir Grindavík og tók 19 fráköst. Kesha Tardy gerði 36 stig fyrir Hauka og tók 19 fráköst. Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavik er á förum frá félaginu og mun ganga til liðs við sænska fyrstudeildar- liðið Trelleborg. Samkomulag hefur náðst um fé- lagsskiptin og búið er að ganga frá kaupverðinu, en Hólmar á sjálfur eftir að semja við Trell- borg. Hann er nú staddur ytra í þeim erindagjörðum og í sam- tali við Víkurfréttir, sagði hann að honum litist nokkuð vel á aðstæður. „Ég er búinn að vera á æfingu hjá þeim og þetta lítur allt vel út. Við förum svo út í að semja og þau mál ættu að skýr- ast á næstu dögum.” Þegar Hólmar er spurður út í frekari landvinninga í atvinnu- mennskunni sagði hann að fyrst væri að sanna sig hjá Trelleborg. „Ég verð fyrst að komast að hér, en svo sjáum við hvað setur. Þetta er mun betri stökkpallur út í eitthvað stærra í framtíð- inni.” Hólmar Örn sem er 24 ára lék fyrst með meistaraflokki Kefla- víkur árið 2000. Síðan hefur hann leikið 89 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 15 mörk. Hann hefur einnig leikið 15 bikarleiki og skorað þar 4 mörk auk fjögurra Evrópuleikja í sumar. Hellulagnir og jarðvinna Áralöng reynsla -Vönduð vinna - Góð þjónusta Tökum að okkur hellulagnir og jarðvinnu Áralöng reynsla, vönduð vinnubrögð og góð þjónusta Gerum verðtilboð Óskar: s. 820 7098 - Trausti: s. 820 7090 Helluprýði - Brekkustíg 42 - Njarðvík Grindvíkingar urðu fyrstir liða til að stöðva sigurgöngu Njarðvikinga í Iceland Express deildinni á sunnudag- inn var. Framlengja þurfti leikinn sem var jafn og spennandi allt þar til lokaflautan gall. Páll Axel Vilbergsson fór hamförum í leiknum og gerði 38 stig en hann hitti úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Hjá Njarðvíkingum var Jeb Ivey með 37 stig og Brenton Birmingham með 34. Helgi Jónas Guðfinnsson var á nýjan leik í röðum Grindvíkinga og liðsfélagi hans Þorleifur Ólafsson átti prýðisleik með 14 stig. Framlengja þurfti leik liðanna en lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 94-94 þar sem Guðlaugi Eyjólfssyni tókst ekki að gera út um leikinn með 3ja stiga skoti fyrir Grindavík. Njarðvíkingar áttu frumkvæðið í fram- lengingunni en Grindvíkingar lönduðu sigri með ótrúlegum lokaspretti og tveimur 3ja stiga körfum frá Páli Axeli sem breyttu stöðunni úr 102-98 Njarðvík í vil í 102-104 fýrir Grindavík. Fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Páll Kristinsson, gerði svo lokastig Grindavíkur 102-106. Brenton minnkaði muninn í 105-106 með langskoti næstum frá miðju en þar við sat í sannkölluðum ævintýraleik í Ljónagryfjunni. Kiwanisklúbbsins Keilis í Duushúsum Opnum sunnudaginn 11. desember VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 8. DESEMBER 2005 121

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.